Hið sama á við um ketti. Þrátt fyrir að heimiliskettir líkt og hundar séu oft mjög ólíkir í útliti eru þeir allir af sömu tegund, Felis catus. Þeir skiptast hins vegar einnig niður fjölmörg kyn. Fjöldi katta og hunda er gríðarlegur í heiminum og er mikil fjölgun þeirra vandamál á ýmsum svæðum. Talið er að um 800 hundakyn séu til í heiminum í dag og að fjöldi hunda í heiminum sé um 400 milljónir. Þekkt kattakyn eru töluvert færri þó mörg séu, en 30-40 kattakyn eru almennt viðurkennd í dag. Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda katta í heiminum en gríðarleg fjölgun villikatta er viðvarandi vandamál í ýmsum löndum. Til dæmis er áætlað að í Bandaríkjunum einum lifi á bilinu 60-80 milljónir villikatta. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?
- Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?
- Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?
- Hvernig urðu kettir til?
- Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
- Hvað eru margir kettir á Íslandi?
- Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.