Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Eyjólfur Kjalar Emilsson

Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi. Þessi stefna náði brátt mikilli útbreiðslu meðal heiðinna lærdómsmanna í Rómaveldi á síðfornöld og var í rauninni einráð, því aðrir heimspekiskólar voru horfnir af sviðinu. Nýplatonisminn var því ríkjandi heimspeki þegar kristindómurinn var að festa sig í sessi og hafði djúp og varanleg áhrif á kristna kennimenn svo sem heilagan Ágústínus (354–430) og pseudo-Díonysios (5.–6. öld). Eftir að íslam tók við kristni í austur- og suðurhluta þess sem áður var Rómaveldi, tóku fylgismenn spámannsins brátt að stunda heimspeki af kappi. Aftur voru kenningarnar mjög mótaðar af hugmyndum Plótinosar og annarra nýplatonista.

Á Vesturlöndum hurfu rit Plótinosar af sjónarsviðinu í margar aldir eins og flest önnur rit grískra heimspekinga. En segja má að hann hafi eigi að síður lifað áfram góðu lífi í áhrifum sínum á aðra hugsuði. Á hámiðöldum og einkum á endurreisnartímanum taka verk grískra hugsuða að streyma til Evrópu, rit Plótinusar þar á meðal. Marsilio Ficino þýddi og gaf út verk hans á latínu árið 1492. Nýplatonismi (í kristnum búningi) var þá um hríð tískuheimspeki í Evrópu.

Heimspeki Plótinosar og nýplatonismanum má lýsa almennt sem tilraun þessara síðfornu hugsuða til búa til kerfi úr hugmyndum Platons. Eins og kunnugt er ritaði Platon samræður sem bjóða upp á afar ólíka túlkunarmöguleika og virðast að minnsta kosti stundum segja sitt hvað um sama hlutinn. Plótinos og sporgöngumenn hans voru sannfærðir um sannleikann væri að finna hjá Platoni, verkefnið sem fyrir þeim lægi væri að að setja hann fram á kerfisbundinn hátt. Við þetta verk nýttu þeir sér ýmislegt úr öðrum heimspekiskólum, einkum aristótelískt orðfæri og jafnvel hugmyndir, enda töldu þeir Aristóteles meðal platonista.

Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi.

Plótinos fæddist í Egyptalandi og nam heimspeki í Alexandríu hjá Ammoníosi Sakkas. Hann settist að í Rómaborg árið 244 og bjó þar og kenndi lengst af ævi sinnar. Ekki er vitað með vissu um þjóðerni Plótinosar. Líkum er leitt að því að fjölskylda hans hafi verið rómversk (nafnið virðist að minnsta kosti rómverskt) og að hann hafi ekki haft grískumóðurmáli, þó svo að hann hafi ritað á grísku.

Eftir Plótinos liggja allmargar ritgerðir. Nemandi hans og vinur, Porfýrios, gaf þær út nokkru eftir lát hans. Hann skipti þeim í sex bálka með níu ritgerðum í hverjum (hann þurfti að deila nokkrum ritgerðum upp til að fá þetta fram). Hver bálkur nefnist „níund“ (enneas, fleirtala enneades), og er því jafnan talað um rit Plótinosar sem Níundirnar. Stundum gætir þess misskilnings að hver einstök ritgerð sé ein níund. Það er ekki svo, heldur er hver bálkur níund. Þegar vísað er til texta Plótinosar er það oft gert með númerum, til dæmis „IV.4.23, 6–8“, sem merkir „fjórða níund, fjórða ritgerð, tuttugasti og þriðji kafli, línur sex til átta“. Ritgerðirnar bera líka titla, sem Porfyríos ljáði þeim. Samtals eru níundirnar um það bil 1000 blaðsíður í meðalbók.

Porfýrios lét Ævi Plótinosar fylgja útgáfu sinni. Þar kemur fram að Plótinos hafi verið fámáll um æsku sína og því hefur Porfýrios fátt að segja um uppruna hans og uppvöxt. En hann lýsir kennslu hans og ritstörfum, dregur upp nokkuð skýra mynd af manninum með ýmsum smásögum úr lífi hans. Ljóst er að Porfýrios er ekki óvilhallur ævisöguritari, en það er engin sérstök ástæða til að ætla að Plótinos hafi verið mjög frábrugðinn þessari lýsingu. Það sem Porfýriosi virðist mest í mun að fá fram er að þótt Plótinos hafi stöðugt beint sjónum að hinum æðri sviðum veruleikans, verið maður annars og betri heims, hafi hann eigi að síður verið álúðlegur, samviskusamur og vitur í málefnum þessa heims.

Plótinos og sporgöngumenn hans voru sannfærðir um sannleikann væri að finna hjá Platoni (til vinstri á mynd), verkefnið sem fyrir þeim lægi væri að að setja hann fram á kerfisbundinn hátt. Við þetta verk nýttu þeir sér ýmislegt úr öðrum heimspekiskólum, einkum aristótelískt orðfæri og jafnvel hugmyndir, enda töldu þeir Aristóteles (til hægri á mynd) meðal platonista.

Varanlegustu áhrif Plótinosar á heimspekisöguna eru án efa hugmynd hans um hið Eina, hafið yfir hugsun, skilning og tungumál og veruleika, sem hinstu orsök alls sem er. Þaðan liggja þræðir til dulhyggjumanna á miðöldum á borð við Meister Eckhart, Nikulás frá Kúsu, og til Kants og Wittgensteins á síðari öldum. Fagurfræði Plótinosar hefur líka haft djúpstæð áhrif. Endurreisnarmenn á borð við Michelangelo aðhylltust hugmyndir hans um listamanninn sem hliðstæðu heimssálarinnar sem líkir beint eftir hinum eilífu frummyndum fremur en eftirhermu skynsheimsins. Þessar hugmyndir hafa sett mark sitt á marga listamenn síðan, ekki síst rómantísk skáld.

Hægt er að lesa meira um heimspeki Plótinosar í svari við spurningunni Hvað er nýplatonismi Plótinosar?

Þeim sem vilja kynna sér heimspeki Plótinosar af eigin raun er bent á eftirfarandi ritgerðir sem leið inn í hugarheim hans:
  • I.6. „Um hið fagra“ (íslensk þýðing Eyjólfs K. Emilssonar á þessari ritgerð fylgir þýðingu á Samdrykkju Platons [Hið íslenzka bókmenntafélag 1999]).
  • V.1: „Um meginsviðin þrjú“.
  • VI.9: „Um hið Eina eða hið Góða“.

Að dómi undirritaðs sýna eftirfarandi ritgerðir öðrum fremur heimspekilegan glæsileik Plótinosar:
  • I.8: „Hvað er og hvaðan hið illa kemur“.
  • V.3: „Um þekkingarsviðin“.
  • VI.8: „Um sjálfræði og um vilja hins Eina“.

Eftirfarandi rit veita yfirlit yfir heimspeki Plótinosar:
  • Eyjólfur K. Emilsson: Plotinus (Routledge, 2017).
  • Dominic J. O’Meara: Plotinus: An Introduction to the Enneads (Oxford: Oxford University Press, 1993).
  • Lloyd P. Gerson: Plotinus (London: Routledge, 1994).

Myndir:

Höfundur

Eyjólfur Kjalar Emilsson

prófessor í heimspeki við Oslóarháskóla

Útgáfudagur

16.2.2017

Spyrjandi

Sigurður Helgi Árnason

Tilvísun

Eyjólfur Kjalar Emilsson. „Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2017, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73436.

Eyjólfur Kjalar Emilsson. (2017, 16. febrúar). Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73436

Eyjólfur Kjalar Emilsson. „Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2017. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73436>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi. Þessi stefna náði brátt mikilli útbreiðslu meðal heiðinna lærdómsmanna í Rómaveldi á síðfornöld og var í rauninni einráð, því aðrir heimspekiskólar voru horfnir af sviðinu. Nýplatonisminn var því ríkjandi heimspeki þegar kristindómurinn var að festa sig í sessi og hafði djúp og varanleg áhrif á kristna kennimenn svo sem heilagan Ágústínus (354–430) og pseudo-Díonysios (5.–6. öld). Eftir að íslam tók við kristni í austur- og suðurhluta þess sem áður var Rómaveldi, tóku fylgismenn spámannsins brátt að stunda heimspeki af kappi. Aftur voru kenningarnar mjög mótaðar af hugmyndum Plótinosar og annarra nýplatonista.

Á Vesturlöndum hurfu rit Plótinosar af sjónarsviðinu í margar aldir eins og flest önnur rit grískra heimspekinga. En segja má að hann hafi eigi að síður lifað áfram góðu lífi í áhrifum sínum á aðra hugsuði. Á hámiðöldum og einkum á endurreisnartímanum taka verk grískra hugsuða að streyma til Evrópu, rit Plótinusar þar á meðal. Marsilio Ficino þýddi og gaf út verk hans á latínu árið 1492. Nýplatonismi (í kristnum búningi) var þá um hríð tískuheimspeki í Evrópu.

Heimspeki Plótinosar og nýplatonismanum má lýsa almennt sem tilraun þessara síðfornu hugsuða til búa til kerfi úr hugmyndum Platons. Eins og kunnugt er ritaði Platon samræður sem bjóða upp á afar ólíka túlkunarmöguleika og virðast að minnsta kosti stundum segja sitt hvað um sama hlutinn. Plótinos og sporgöngumenn hans voru sannfærðir um sannleikann væri að finna hjá Platoni, verkefnið sem fyrir þeim lægi væri að að setja hann fram á kerfisbundinn hátt. Við þetta verk nýttu þeir sér ýmislegt úr öðrum heimspekiskólum, einkum aristótelískt orðfæri og jafnvel hugmyndir, enda töldu þeir Aristóteles meðal platonista.

Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi.

Plótinos fæddist í Egyptalandi og nam heimspeki í Alexandríu hjá Ammoníosi Sakkas. Hann settist að í Rómaborg árið 244 og bjó þar og kenndi lengst af ævi sinnar. Ekki er vitað með vissu um þjóðerni Plótinosar. Líkum er leitt að því að fjölskylda hans hafi verið rómversk (nafnið virðist að minnsta kosti rómverskt) og að hann hafi ekki haft grískumóðurmáli, þó svo að hann hafi ritað á grísku.

Eftir Plótinos liggja allmargar ritgerðir. Nemandi hans og vinur, Porfýrios, gaf þær út nokkru eftir lát hans. Hann skipti þeim í sex bálka með níu ritgerðum í hverjum (hann þurfti að deila nokkrum ritgerðum upp til að fá þetta fram). Hver bálkur nefnist „níund“ (enneas, fleirtala enneades), og er því jafnan talað um rit Plótinosar sem Níundirnar. Stundum gætir þess misskilnings að hver einstök ritgerð sé ein níund. Það er ekki svo, heldur er hver bálkur níund. Þegar vísað er til texta Plótinosar er það oft gert með númerum, til dæmis „IV.4.23, 6–8“, sem merkir „fjórða níund, fjórða ritgerð, tuttugasti og þriðji kafli, línur sex til átta“. Ritgerðirnar bera líka titla, sem Porfyríos ljáði þeim. Samtals eru níundirnar um það bil 1000 blaðsíður í meðalbók.

Porfýrios lét Ævi Plótinosar fylgja útgáfu sinni. Þar kemur fram að Plótinos hafi verið fámáll um æsku sína og því hefur Porfýrios fátt að segja um uppruna hans og uppvöxt. En hann lýsir kennslu hans og ritstörfum, dregur upp nokkuð skýra mynd af manninum með ýmsum smásögum úr lífi hans. Ljóst er að Porfýrios er ekki óvilhallur ævisöguritari, en það er engin sérstök ástæða til að ætla að Plótinos hafi verið mjög frábrugðinn þessari lýsingu. Það sem Porfýriosi virðist mest í mun að fá fram er að þótt Plótinos hafi stöðugt beint sjónum að hinum æðri sviðum veruleikans, verið maður annars og betri heims, hafi hann eigi að síður verið álúðlegur, samviskusamur og vitur í málefnum þessa heims.

Plótinos og sporgöngumenn hans voru sannfærðir um sannleikann væri að finna hjá Platoni (til vinstri á mynd), verkefnið sem fyrir þeim lægi væri að að setja hann fram á kerfisbundinn hátt. Við þetta verk nýttu þeir sér ýmislegt úr öðrum heimspekiskólum, einkum aristótelískt orðfæri og jafnvel hugmyndir, enda töldu þeir Aristóteles (til hægri á mynd) meðal platonista.

Varanlegustu áhrif Plótinosar á heimspekisöguna eru án efa hugmynd hans um hið Eina, hafið yfir hugsun, skilning og tungumál og veruleika, sem hinstu orsök alls sem er. Þaðan liggja þræðir til dulhyggjumanna á miðöldum á borð við Meister Eckhart, Nikulás frá Kúsu, og til Kants og Wittgensteins á síðari öldum. Fagurfræði Plótinosar hefur líka haft djúpstæð áhrif. Endurreisnarmenn á borð við Michelangelo aðhylltust hugmyndir hans um listamanninn sem hliðstæðu heimssálarinnar sem líkir beint eftir hinum eilífu frummyndum fremur en eftirhermu skynsheimsins. Þessar hugmyndir hafa sett mark sitt á marga listamenn síðan, ekki síst rómantísk skáld.

Hægt er að lesa meira um heimspeki Plótinosar í svari við spurningunni Hvað er nýplatonismi Plótinosar?

Þeim sem vilja kynna sér heimspeki Plótinosar af eigin raun er bent á eftirfarandi ritgerðir sem leið inn í hugarheim hans:
  • I.6. „Um hið fagra“ (íslensk þýðing Eyjólfs K. Emilssonar á þessari ritgerð fylgir þýðingu á Samdrykkju Platons [Hið íslenzka bókmenntafélag 1999]).
  • V.1: „Um meginsviðin þrjú“.
  • VI.9: „Um hið Eina eða hið Góða“.

Að dómi undirritaðs sýna eftirfarandi ritgerðir öðrum fremur heimspekilegan glæsileik Plótinosar:
  • I.8: „Hvað er og hvaðan hið illa kemur“.
  • V.3: „Um þekkingarsviðin“.
  • VI.8: „Um sjálfræði og um vilja hins Eina“.

Eftirfarandi rit veita yfirlit yfir heimspeki Plótinosar:
  • Eyjólfur K. Emilsson: Plotinus (Routledge, 2017).
  • Dominic J. O’Meara: Plotinus: An Introduction to the Enneads (Oxford: Oxford University Press, 1993).
  • Lloyd P. Gerson: Plotinus (London: Routledge, 1994).

Myndir:

...