Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig breiddist íslam út?

Þórir Jónsson Hraundal

Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjálfri og í því hvernig hún breiddist út.

Margt hefur verið ritað og rætt um hvort Kóraninn hvetji til stríðs, hvort íslam ýti til dæmis undir hryðjuverk í nútímanum, og ber „heilagt stríð“ þá oftar en ekki á góma. Nánar er hægt að lesa um jihad í svari Magnúsar Þorkels Bernharðssonar við spurningunni Hvað er jihad? Alla sanngjarna og málefnalega túlkun ber þó að sama brunni; að þeir sem nota nafn íslams í þágu ofbeldisverka eru venjulega að misnota orð Kóransins, snúa út úr þeim og afbaka þau.

Trúarbrögð eru yfirleitt í sjálfu sér ekki ofbeldisfull. Það að kristið fólk geti fundið sér átyllu til að ráðast gegn ákveðnum hópum með vísunum í ævafornan og oft óljósan texta Biblíunnar er auðvitað í mótsögn við megininntak trúarinnar sem er náungakærleikur og virðing. Og það að ofbeldisfullir menn sem kenna sig við íslam bendi á eitthvað í Kóraninum, sem einnig er forn og oft óræður texti, stríðir líka gegn megininntaki þeirra trúar sem er nákvæmlega hið sama; náungakærleikur og virðing. Þegar við finnum einkennilega hluti í ritningum trúarbragða þá verður að hafa í huga að þær eru skrifaðar á allt öðrum tímum og í allt öðru samhengi, þar sem allt önnur grunnviðhorf ríktu í samfélagi manna. Þegar við þetta bætist að bæði kristni og íslam byggjast á texta sem boðar að langmestu leyti jákvæð samfélagsleg gildi ætti að vera ljóst að í hvorugu þeirra sé ætlunin að innræta fólki hatur á öðru fólki yfirleitt.


Trúarbrögð eru yfirleitt í sjálfu sér ekki ofbeldisfull þótt ófá ofbeldisverk hafi verið unnin í nafni þeirra. Krossferðir kristinna manna á miðöldum voru til dæmis ekki farnar í friðsamlegum tilgangi. Hér má sjá verk franska málarans Eugène Delacroix frá 1840 af innrás krossfara í Konstantínópel 12. apríl 1204.

Reyndar stendur í Kóraninum: Það er engin nauðung í trú (Kóran: 2: 256). Abdullah Yusuf Ali sem þýddi Kóraninn á ensku túlkar þetta sem svo að nauðung eða þvingun hvers konar sé á skjön við sanna trú og að hún væri merkingarlaus ef henni væri þröngvað upp á okkur með valdi.

Ofbeldi fylgir hins vegar iðulega landvinningum og valdabaráttu og hér þarf að gera greinarmun á því annars vegar og hins vegar trúskiptum, það er að segja þegar íbúar þeirra landa sem múslimar náðu á sitt vald tóku sjálfir íslam sem sína trú.

Segja má að útbreiðsla íslams hafi byrjað þegar Múhameð spámaður var enn að taka á móti opinberun Guðs (Allah) um hina nýju trú. Þrátt fyrir nokkra mótstöðu íbúa Mekka þar sem hann bjó náði hann fljótt að afla sér fylgis en þó sérstaklega í nærliggjandi bæ sem þá hér Yathrib en við þekkjum í dag sem Medína. Þangað flutti hann eða flúði árið 622 og markar sá atburður upphaf tímatals múslima (á arabísku: Hijra, Hegira eða A.H.).


Moska spámannsins (Al-Masjid al-Nabawi) í Medína er önnur helgasta moska múslima. Múhameð sjálfur kom að byggingu mosku á þessum stað sem með tímanum hefur stækkað og orðið íburðarmeiri.

Eftir að Múhameð hafði tekist að breiða út hin nýju trúarbrögð í sínu nánasta umhverfi, Mekka, Medínu og nærliggjandi þorpum, hófst útbreiðsla íslams fyrst fyrir alvöru og átti eftir að ná yfir gífurlegt landsvæði á næstu öldum. Fyrstu landvinningar Araba með íslam í farteskinu áttu sér stað þegar Múhameð var enn á lífi. Þeir höfðu svo lagt undir sig megnið af Arabíuskaga undir stjórn fyrsta kalífans og eftirmanns Múhameðs, Abu Bakr, um 634.

Eitt meginmarkmið Araba með þessum landvinningum var að tryggja yfirráð yfir verslunarleiðum og ná undirtökum í alþjóðlegum viðskiptum. Í upphafi var því lítil áhersla lögð á trúskipti hinna nýju þegna, til dæmis í Írak eða Fars. Í Persíu sést þetta vel þar sem íslam varð aðeins hægt og bítandi hinn nýi siður. Arabar höfðu náð Persíu meira og minna á sitt vald á miðri 7. öld en trúskiptin eiga sér stað síðar og það er ekki fyrr en á 10. öld sem mikill meirihluti er orðinn íslamstrúar.

Í Egyptalandi voru Arabar með setulið í Fustat (ekki fjarri þar sem Kaíró stendur í dag) og áttu lítið samneyti við þegna landsins. Þar áttu í fyrstu alls engin trúskipti sér stað. Þar sem nú er Írak höfðu Arabar setulið í Kufa og Basra. Vegna þess hve vel þessir tveir bæir lágu við verslunarleiðum (Kufa var spölkorn frá Ctesiphon þar sem silkivegurinn lá í gegn og Basra er hafnarborg) stækkuðu þeir mjög hratt. Sú þróun krafðist þess að margir leggðu hönd á plóg og Arabar höfðu þar mikið samneyti við heimamenn og í kjölfar þess urðu æ fleiri þeirra múslimar.

Gera má ákveðin skil í útbreiðslu íslams þar sem annars vegar eru lönd sem teljast til Miðausturlanda eða liggja að þeim, sem múslimar lögðu undir sig nokkurn veginn hvert á eftir öðru, og hins vegar enn fjarlægari svæðum svo sem Mið-Asíu og Suðaustur-Asíu þangað sem íslam barst nokkru síðar.

Kalífatið (arabíska ríkið, e. the Islamic Caliphate) stækkaði og reyndi að sjálfsögðu að teygja sig í allar áttir; fyrst suður Arabíuskagann, svo austur til Persíu og svo til vesturs alla leið til Spánar. Í norðri voru hins vegar tvær illyfirstíganlegar hindranir, Kákasusfjöll og Khazarar. Arabar áttu í stríði við Khazara á löngum tímabilum á 7. og 8. öld en tókst aldrei að ná almennilegri fótfestu á landi þeirra sem náði rúmlega yfir svæðið á milli Svartahafs og Kaspíahafs og suður að Armeníu.


Útbreiðsla íslams á fyrstu öldum hinnar nýju trúar. Eftir að múslimar komust til áhrifa á nýjum svæðum gat tekið áratugi eða aldir fyrir trúna að festast í sessi.

Uppruni Khazara er enn óljós. Mögulegt er að þeir hafi verið skyldir einhverjum af mörgum túrkískum nágrannaþjóðum sínum. Samkvæmt arabískum heimildum er þó vitað að minnsta kosti hluti þeirra tók gyðingatrú og er hugsanlegt að vegna þess hafi þeir ekki verið tilbúnir að verða múslimar.

Engu að síður voru þeir, eftir að stríðsátökum linnti, tilbúnir að taka þátt í verslun við Kalífatið. Upp úr lokum 8. aldar og byrjun þeirrar 9. varð til mikil verslunarleið til norðurs, bæði vestur og austur um Kaspíahaf. Þessi verslun varð til ekki síst vegna siglinga víkinga niður Don og Volgu og vöruskipta þeirra við þjóðir sem þar bjuggu; víkingar seldu þræla, skinn og margt fleira í skiptum fyrir silfur á formi svokallaðra dirham-mynta.

Ein af þeim þjóðum sem tóku þátt í þessari verslun voru hinir svokölluðu Volgu-Búlgharar (Búlgharar hér með „h“ til að skilja þá frá Búlgörum sem reyndar eiga nafn sitt að rekja til hinna fyrrnefndu). Volgu-Búlgharar höfðu stofnað sitt ríki þar sem nú er Tatarstan í Rússlandi og innan skamms höfðu þeir stofnað til viðskiptasambanda meðal annars við víkinga, tekið íslam sem sína trú og þar með tryggt samband sitt við Kalífatið. Volgu-Búlgharar þessir urðu líklega múslimar upp úr 900 og héldu þeirri trú þar til ríki þeirra leystist upp í árásum Mongóla á 13. öld.

Þetta er eitt af mörgum dæmum þar sem íslam hefur breiðst út vegna verslunar og viðskipta. Hliðstæð dæmi má nefna bæði allt frá vesturhluta Afríku og til Indónesíu þaðan sem varðveist hafa margar sagnir um tilkomu íslams en flestar eða allar eiga þær sameiginlegt upphaf í komu kaupmanna eða í annars konar verslunarsamböndum.

Eins og sjá má í þessari stuttu umfjöllun var útbreiðsla íslams með ýmsum hætti en það sem aðallega hvatti eða latti til trúskipta voru hinar breytilegu aðstæður á hverjum stað. Þótt að Kalífatið hafi náð undir sig hinum og þessum löndum þetta árið og hitt skal ekki þar með álykta að allir íbúar þessara landa hafi umsvifalaust orðið múslimar. Það tók íslam áratugi og oft aldir að verða ríkjandi trúarbrögð í þeim löndum sem herir eða kaupmenn frá Kalífatinu lögðu undir sig.

Það má til sanns vegar færa að Kalífatið, líkt og flest önnur heimsveldi svo sem heimsveldi Rómverja, Persa, Mongóla, Spánverja, Englendinga og nú síðast Bandaríkjamanna, hafi beitt bæði sverðum, eldi og ýmsum fleiri aðferðum í sínum landvinningum. Hvað snertir trúskiptin sjálf, það er að segja það ferli þegar einstaklingar eða hópar fara að játa íslam sem sína trú, þá er vafasamt að það hafi átt sér stað á þann hátt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir og kort:


Hér er einnig svarað spurningunni: Er frekar hvatt til ofbeldisverka í trú múslima en í trú kristinna?

Höfundur

Þórir Jónsson Hraundal

Mið-Austurlandafræðingur

Útgáfudagur

29.11.2007

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Heiða Helgadóttir
Sigurður Hólm Gunnarsson

Tilvísun

Þórir Jónsson Hraundal. „Hvernig breiddist íslam út?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6933.

Þórir Jónsson Hraundal. (2007, 29. nóvember). Hvernig breiddist íslam út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6933

Þórir Jónsson Hraundal. „Hvernig breiddist íslam út?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6933>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig breiddist íslam út?
Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjálfri og í því hvernig hún breiddist út.

Margt hefur verið ritað og rætt um hvort Kóraninn hvetji til stríðs, hvort íslam ýti til dæmis undir hryðjuverk í nútímanum, og ber „heilagt stríð“ þá oftar en ekki á góma. Nánar er hægt að lesa um jihad í svari Magnúsar Þorkels Bernharðssonar við spurningunni Hvað er jihad? Alla sanngjarna og málefnalega túlkun ber þó að sama brunni; að þeir sem nota nafn íslams í þágu ofbeldisverka eru venjulega að misnota orð Kóransins, snúa út úr þeim og afbaka þau.

Trúarbrögð eru yfirleitt í sjálfu sér ekki ofbeldisfull. Það að kristið fólk geti fundið sér átyllu til að ráðast gegn ákveðnum hópum með vísunum í ævafornan og oft óljósan texta Biblíunnar er auðvitað í mótsögn við megininntak trúarinnar sem er náungakærleikur og virðing. Og það að ofbeldisfullir menn sem kenna sig við íslam bendi á eitthvað í Kóraninum, sem einnig er forn og oft óræður texti, stríðir líka gegn megininntaki þeirra trúar sem er nákvæmlega hið sama; náungakærleikur og virðing. Þegar við finnum einkennilega hluti í ritningum trúarbragða þá verður að hafa í huga að þær eru skrifaðar á allt öðrum tímum og í allt öðru samhengi, þar sem allt önnur grunnviðhorf ríktu í samfélagi manna. Þegar við þetta bætist að bæði kristni og íslam byggjast á texta sem boðar að langmestu leyti jákvæð samfélagsleg gildi ætti að vera ljóst að í hvorugu þeirra sé ætlunin að innræta fólki hatur á öðru fólki yfirleitt.


Trúarbrögð eru yfirleitt í sjálfu sér ekki ofbeldisfull þótt ófá ofbeldisverk hafi verið unnin í nafni þeirra. Krossferðir kristinna manna á miðöldum voru til dæmis ekki farnar í friðsamlegum tilgangi. Hér má sjá verk franska málarans Eugène Delacroix frá 1840 af innrás krossfara í Konstantínópel 12. apríl 1204.

Reyndar stendur í Kóraninum: Það er engin nauðung í trú (Kóran: 2: 256). Abdullah Yusuf Ali sem þýddi Kóraninn á ensku túlkar þetta sem svo að nauðung eða þvingun hvers konar sé á skjön við sanna trú og að hún væri merkingarlaus ef henni væri þröngvað upp á okkur með valdi.

Ofbeldi fylgir hins vegar iðulega landvinningum og valdabaráttu og hér þarf að gera greinarmun á því annars vegar og hins vegar trúskiptum, það er að segja þegar íbúar þeirra landa sem múslimar náðu á sitt vald tóku sjálfir íslam sem sína trú.

Segja má að útbreiðsla íslams hafi byrjað þegar Múhameð spámaður var enn að taka á móti opinberun Guðs (Allah) um hina nýju trú. Þrátt fyrir nokkra mótstöðu íbúa Mekka þar sem hann bjó náði hann fljótt að afla sér fylgis en þó sérstaklega í nærliggjandi bæ sem þá hér Yathrib en við þekkjum í dag sem Medína. Þangað flutti hann eða flúði árið 622 og markar sá atburður upphaf tímatals múslima (á arabísku: Hijra, Hegira eða A.H.).


Moska spámannsins (Al-Masjid al-Nabawi) í Medína er önnur helgasta moska múslima. Múhameð sjálfur kom að byggingu mosku á þessum stað sem með tímanum hefur stækkað og orðið íburðarmeiri.

Eftir að Múhameð hafði tekist að breiða út hin nýju trúarbrögð í sínu nánasta umhverfi, Mekka, Medínu og nærliggjandi þorpum, hófst útbreiðsla íslams fyrst fyrir alvöru og átti eftir að ná yfir gífurlegt landsvæði á næstu öldum. Fyrstu landvinningar Araba með íslam í farteskinu áttu sér stað þegar Múhameð var enn á lífi. Þeir höfðu svo lagt undir sig megnið af Arabíuskaga undir stjórn fyrsta kalífans og eftirmanns Múhameðs, Abu Bakr, um 634.

Eitt meginmarkmið Araba með þessum landvinningum var að tryggja yfirráð yfir verslunarleiðum og ná undirtökum í alþjóðlegum viðskiptum. Í upphafi var því lítil áhersla lögð á trúskipti hinna nýju þegna, til dæmis í Írak eða Fars. Í Persíu sést þetta vel þar sem íslam varð aðeins hægt og bítandi hinn nýi siður. Arabar höfðu náð Persíu meira og minna á sitt vald á miðri 7. öld en trúskiptin eiga sér stað síðar og það er ekki fyrr en á 10. öld sem mikill meirihluti er orðinn íslamstrúar.

Í Egyptalandi voru Arabar með setulið í Fustat (ekki fjarri þar sem Kaíró stendur í dag) og áttu lítið samneyti við þegna landsins. Þar áttu í fyrstu alls engin trúskipti sér stað. Þar sem nú er Írak höfðu Arabar setulið í Kufa og Basra. Vegna þess hve vel þessir tveir bæir lágu við verslunarleiðum (Kufa var spölkorn frá Ctesiphon þar sem silkivegurinn lá í gegn og Basra er hafnarborg) stækkuðu þeir mjög hratt. Sú þróun krafðist þess að margir leggðu hönd á plóg og Arabar höfðu þar mikið samneyti við heimamenn og í kjölfar þess urðu æ fleiri þeirra múslimar.

Gera má ákveðin skil í útbreiðslu íslams þar sem annars vegar eru lönd sem teljast til Miðausturlanda eða liggja að þeim, sem múslimar lögðu undir sig nokkurn veginn hvert á eftir öðru, og hins vegar enn fjarlægari svæðum svo sem Mið-Asíu og Suðaustur-Asíu þangað sem íslam barst nokkru síðar.

Kalífatið (arabíska ríkið, e. the Islamic Caliphate) stækkaði og reyndi að sjálfsögðu að teygja sig í allar áttir; fyrst suður Arabíuskagann, svo austur til Persíu og svo til vesturs alla leið til Spánar. Í norðri voru hins vegar tvær illyfirstíganlegar hindranir, Kákasusfjöll og Khazarar. Arabar áttu í stríði við Khazara á löngum tímabilum á 7. og 8. öld en tókst aldrei að ná almennilegri fótfestu á landi þeirra sem náði rúmlega yfir svæðið á milli Svartahafs og Kaspíahafs og suður að Armeníu.


Útbreiðsla íslams á fyrstu öldum hinnar nýju trúar. Eftir að múslimar komust til áhrifa á nýjum svæðum gat tekið áratugi eða aldir fyrir trúna að festast í sessi.

Uppruni Khazara er enn óljós. Mögulegt er að þeir hafi verið skyldir einhverjum af mörgum túrkískum nágrannaþjóðum sínum. Samkvæmt arabískum heimildum er þó vitað að minnsta kosti hluti þeirra tók gyðingatrú og er hugsanlegt að vegna þess hafi þeir ekki verið tilbúnir að verða múslimar.

Engu að síður voru þeir, eftir að stríðsátökum linnti, tilbúnir að taka þátt í verslun við Kalífatið. Upp úr lokum 8. aldar og byrjun þeirrar 9. varð til mikil verslunarleið til norðurs, bæði vestur og austur um Kaspíahaf. Þessi verslun varð til ekki síst vegna siglinga víkinga niður Don og Volgu og vöruskipta þeirra við þjóðir sem þar bjuggu; víkingar seldu þræla, skinn og margt fleira í skiptum fyrir silfur á formi svokallaðra dirham-mynta.

Ein af þeim þjóðum sem tóku þátt í þessari verslun voru hinir svokölluðu Volgu-Búlgharar (Búlgharar hér með „h“ til að skilja þá frá Búlgörum sem reyndar eiga nafn sitt að rekja til hinna fyrrnefndu). Volgu-Búlgharar höfðu stofnað sitt ríki þar sem nú er Tatarstan í Rússlandi og innan skamms höfðu þeir stofnað til viðskiptasambanda meðal annars við víkinga, tekið íslam sem sína trú og þar með tryggt samband sitt við Kalífatið. Volgu-Búlgharar þessir urðu líklega múslimar upp úr 900 og héldu þeirri trú þar til ríki þeirra leystist upp í árásum Mongóla á 13. öld.

Þetta er eitt af mörgum dæmum þar sem íslam hefur breiðst út vegna verslunar og viðskipta. Hliðstæð dæmi má nefna bæði allt frá vesturhluta Afríku og til Indónesíu þaðan sem varðveist hafa margar sagnir um tilkomu íslams en flestar eða allar eiga þær sameiginlegt upphaf í komu kaupmanna eða í annars konar verslunarsamböndum.

Eins og sjá má í þessari stuttu umfjöllun var útbreiðsla íslams með ýmsum hætti en það sem aðallega hvatti eða latti til trúskipta voru hinar breytilegu aðstæður á hverjum stað. Þótt að Kalífatið hafi náð undir sig hinum og þessum löndum þetta árið og hitt skal ekki þar með álykta að allir íbúar þessara landa hafi umsvifalaust orðið múslimar. Það tók íslam áratugi og oft aldir að verða ríkjandi trúarbrögð í þeim löndum sem herir eða kaupmenn frá Kalífatinu lögðu undir sig.

Það má til sanns vegar færa að Kalífatið, líkt og flest önnur heimsveldi svo sem heimsveldi Rómverja, Persa, Mongóla, Spánverja, Englendinga og nú síðast Bandaríkjamanna, hafi beitt bæði sverðum, eldi og ýmsum fleiri aðferðum í sínum landvinningum. Hvað snertir trúskiptin sjálf, það er að segja það ferli þegar einstaklingar eða hópar fara að játa íslam sem sína trú, þá er vafasamt að það hafi átt sér stað á þann hátt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir og kort:


Hér er einnig svarað spurningunni: Er frekar hvatt til ofbeldisverka í trú múslima en í trú kristinna? ...