Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er krossferð?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hér er einnig svarað spurningu Guðlaugar Jónu Helgadóttur: Hvað getið þið sagt mér um fyrstu krossferðina?
Orðið krossferð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um hvers kyns ofstækisfulla baráttu fyrir 'heilögu' málefni og hins vegar merkir það herför kristinna manna til landsins helga til að frelsa það undan 'heiðingjum'.

Í predikun Urbans II páfa árið 1095 hvatti hann riddara til að sverja þess heit að leysa kristna menn í Mið-Austurlöndum undan oki íslamstrúarmanna og að frelsa Jerúsalem, sem þá var talin miðja alheimsins, úr höndum múslíma. Fyrirhugaða krossferð skilgreinir Urban sem 'veg Drottins' (lat. Via Dei). Yfirlýsing Urbans er merkileg fyrir þær sakir að þar lýsir páfi í fyrsta sinn yfir heilögu stríði í Jesú nafni. Tilefnið að yfirlýsingu páfans var hjálparbeiðni Alexíusar I keisara af Býsans (1081-1118) vegna árása Tyrkja.


Urban II páfi í ræðustól.

Urban II lofaði ýmsu fögru til handa þeim sem færu til landsins helga, meðal annars eignavernd kirkjunnar og einnig syndaaflausn. Páfi mæltist til þess að í herferðinni bæru menn kross og leyfði að slíkt tákn væri ofið í klæði krossfara. Af þeirri venju er nafn ferðanna dregið.

Um fyrstu krossferðina og hver stýrði henni er þetta að segja. Fyrstu krossfararnir lögðu af stað til Jerúsalem vorið eftir predikun páfa. Það voru aðallega fátæklingar og undirmálsfólk, en eftir því hafði Urban II alls ekki verið að falast. Skýringin á þessu er líklega sú að í predikun sinni hafði páfi boðað að krossferðir væru framhald af pílagrímaferðum til landsins helga, en í þær ferðir vildi kirkjan að sem flestir færu. Kunnasti leiðtogi fyrstu ferðanna er Pétur einsetumaður (um 1050-1115) sem einnig nefndist Pétur frá Amiens. Hann lagði af stað í krossferð í mars 1096 sem fór algjörlega út um þúfur. Flestir liðsmenn Péturs létu lífið síðla árs 1096 þegar Tyrkir réðust á þá nálægt Nicaeu, en þá var leiðtogi þeirra staddur í Konstantínópel að beiðast hjálpar af Alexíusi keisara, enda voru liðsmenn hans illa búnir og vistarlausir.

Í hinni eiginlegu fyrstu krossferð voru hins vegar margir aðalsmenn eins og Urban II hafði sóst eftir. Hápunktur fyrstu krossfararinnar, sem talin er hafa staðið frá 1096-1102, var þegar krossfarar náðu Jerúsalem á sitt vald 15. júlí 1099. Gottfrid af Bouillon (um 1060-1100) tók sér þá titilinn „verndari hins heilaga grafhýsis“. Eftirmaður hans, Baldvin I (1058?-1118) gekk enn lengra og krýndi sjálfan sig „konung Jerúsalemsborgar.“ Samkvæmt hefð eru krossferðir oft sagðar átta talsins, sú áttunda var farin árið 1270. Ýmsir vankantar eru þó á þessari skiptingu þar sem margar mikilvægar ferðir, sérstaklega síðar meir, eru ekki taldar með í þeirri röðun.


Pétur einsetumaður leiðir hóp fólks til Jerúsalem.

Krossferðir voru einnig farnar gegn Márum á Spáni og gegn öðrum óvinum páfadæmis, til að mynda 'villutrúarmönnum', eins og svonefndum Cathari í suðurhluta Frakklands snemma á 13. öld. Rannsóknarrétturinn tók síðan alfarið að sér að kveða niður villutrú. Árið 1234 var einnig farin krossferð gegn bændum sem höfðu snúist gegn erkibiskupnum af Bremen. Þess háttar krossferðum var þó fljótlega hætt.

Árið 1463 fyrirhugaði Píus II að fara í krossferð á hendur Tyrkjum en sú ferð var aldrei farin þar sem Píus lést skömmu síðar. Enda má segja að þá hafi krossferðir ætlaðar til að frelsa helga staði úr höndum heiðingja verið löngu aflagðar. Krossferðir á þeim tíma takmörkuðust aðallega við einstaka herferðir til að hindra útþenslu Ottóman-keisaradæmisins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir
  • Fahlbusch, Erwin (ritstj.) The Encyclopedia of Christianity (1. bindi), Eerdmans, Grand Rapids, 1999.
  • Levillain, Philippe (ritstj.), The Papacy: An Encyclopedia, Routledge, London, 2002.
  • Riley-Smith, Jonathan (ritstj.), The Oxford Illustrated History of the Crusades, Oxford University Press, Oxford, 1995.
  • The Catholic Encyclopedia
  • Internet Medieval Sourcebook

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.6.2002

Spyrjandi

Þorbjörg Helga Konráðsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er krossferð?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2477.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 11. júní). Hvað er krossferð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2477

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er krossferð?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2477>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er krossferð?

Hér er einnig svarað spurningu Guðlaugar Jónu Helgadóttur: Hvað getið þið sagt mér um fyrstu krossferðina?
Orðið krossferð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um hvers kyns ofstækisfulla baráttu fyrir 'heilögu' málefni og hins vegar merkir það herför kristinna manna til landsins helga til að frelsa það undan 'heiðingjum'.

Í predikun Urbans II páfa árið 1095 hvatti hann riddara til að sverja þess heit að leysa kristna menn í Mið-Austurlöndum undan oki íslamstrúarmanna og að frelsa Jerúsalem, sem þá var talin miðja alheimsins, úr höndum múslíma. Fyrirhugaða krossferð skilgreinir Urban sem 'veg Drottins' (lat. Via Dei). Yfirlýsing Urbans er merkileg fyrir þær sakir að þar lýsir páfi í fyrsta sinn yfir heilögu stríði í Jesú nafni. Tilefnið að yfirlýsingu páfans var hjálparbeiðni Alexíusar I keisara af Býsans (1081-1118) vegna árása Tyrkja.


Urban II páfi í ræðustól.

Urban II lofaði ýmsu fögru til handa þeim sem færu til landsins helga, meðal annars eignavernd kirkjunnar og einnig syndaaflausn. Páfi mæltist til þess að í herferðinni bæru menn kross og leyfði að slíkt tákn væri ofið í klæði krossfara. Af þeirri venju er nafn ferðanna dregið.

Um fyrstu krossferðina og hver stýrði henni er þetta að segja. Fyrstu krossfararnir lögðu af stað til Jerúsalem vorið eftir predikun páfa. Það voru aðallega fátæklingar og undirmálsfólk, en eftir því hafði Urban II alls ekki verið að falast. Skýringin á þessu er líklega sú að í predikun sinni hafði páfi boðað að krossferðir væru framhald af pílagrímaferðum til landsins helga, en í þær ferðir vildi kirkjan að sem flestir færu. Kunnasti leiðtogi fyrstu ferðanna er Pétur einsetumaður (um 1050-1115) sem einnig nefndist Pétur frá Amiens. Hann lagði af stað í krossferð í mars 1096 sem fór algjörlega út um þúfur. Flestir liðsmenn Péturs létu lífið síðla árs 1096 þegar Tyrkir réðust á þá nálægt Nicaeu, en þá var leiðtogi þeirra staddur í Konstantínópel að beiðast hjálpar af Alexíusi keisara, enda voru liðsmenn hans illa búnir og vistarlausir.

Í hinni eiginlegu fyrstu krossferð voru hins vegar margir aðalsmenn eins og Urban II hafði sóst eftir. Hápunktur fyrstu krossfararinnar, sem talin er hafa staðið frá 1096-1102, var þegar krossfarar náðu Jerúsalem á sitt vald 15. júlí 1099. Gottfrid af Bouillon (um 1060-1100) tók sér þá titilinn „verndari hins heilaga grafhýsis“. Eftirmaður hans, Baldvin I (1058?-1118) gekk enn lengra og krýndi sjálfan sig „konung Jerúsalemsborgar.“ Samkvæmt hefð eru krossferðir oft sagðar átta talsins, sú áttunda var farin árið 1270. Ýmsir vankantar eru þó á þessari skiptingu þar sem margar mikilvægar ferðir, sérstaklega síðar meir, eru ekki taldar með í þeirri röðun.


Pétur einsetumaður leiðir hóp fólks til Jerúsalem.

Krossferðir voru einnig farnar gegn Márum á Spáni og gegn öðrum óvinum páfadæmis, til að mynda 'villutrúarmönnum', eins og svonefndum Cathari í suðurhluta Frakklands snemma á 13. öld. Rannsóknarrétturinn tók síðan alfarið að sér að kveða niður villutrú. Árið 1234 var einnig farin krossferð gegn bændum sem höfðu snúist gegn erkibiskupnum af Bremen. Þess háttar krossferðum var þó fljótlega hætt.

Árið 1463 fyrirhugaði Píus II að fara í krossferð á hendur Tyrkjum en sú ferð var aldrei farin þar sem Píus lést skömmu síðar. Enda má segja að þá hafi krossferðir ætlaðar til að frelsa helga staði úr höndum heiðingja verið löngu aflagðar. Krossferðir á þeim tíma takmörkuðust aðallega við einstaka herferðir til að hindra útþenslu Ottóman-keisaradæmisins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir
  • Fahlbusch, Erwin (ritstj.) The Encyclopedia of Christianity (1. bindi), Eerdmans, Grand Rapids, 1999.
  • Levillain, Philippe (ritstj.), The Papacy: An Encyclopedia, Routledge, London, 2002.
  • Riley-Smith, Jonathan (ritstj.), The Oxford Illustrated History of the Crusades, Oxford University Press, Oxford, 1995.
  • The Catholic Encyclopedia
  • Internet Medieval Sourcebook

Myndir: