Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?

nemendur í Háskóla unga fólksins

Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu.

Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú að nafninu til, en héldu í gamla siði frá fyrri trúarbrögðum.

Páfabréf Sixtusar IV frá árinu 1478 fyrirskipaði að stofnuð yrði eins konar nefnd eða ráð sem fela ætti það hlutverk að koma upp um trúvillu og uppræta hana. Til þess voru aðeins fengnir menn sem þekktir voru fyrir heilindi og visku og höfðu mikla þekkingu á guðfræði og kirkjurétti.


Trúvillingar voru stundum pyntaðir til sagna.

Réttarhöld fóru fram í návist tveggja óháðra presta og lögmenn sáu um að verja sakborninga. Vitni voru leidd fyrir rétt, og þurftu þau að sverja að segja satt og rétt frá, en þung refsing lá við því að bera ljúgvitni. Sakborningar voru ekki fangelsaðir nema glæpir þeirra teldust sannaðir.

Miður fallegum sögum fór þó af rannsóknarmönnum og voru þeir sagðir fangelsa saklaust fólk, pynta það og myrða, og gera upptækar eigur þeirra. Í sumum tilfellum voru slíkar sögur nokkuð ýktar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Útgáfudagur

14.9.2006

Spyrjandi

Hjördís Perla Rafnsdóttir

Tilvísun

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?“ Vísindavefurinn, 14. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6190.

nemendur í Háskóla unga fólksins. (2006, 14. september). Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6190

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6190>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?
Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu.

Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú að nafninu til, en héldu í gamla siði frá fyrri trúarbrögðum.

Páfabréf Sixtusar IV frá árinu 1478 fyrirskipaði að stofnuð yrði eins konar nefnd eða ráð sem fela ætti það hlutverk að koma upp um trúvillu og uppræta hana. Til þess voru aðeins fengnir menn sem þekktir voru fyrir heilindi og visku og höfðu mikla þekkingu á guðfræði og kirkjurétti.


Trúvillingar voru stundum pyntaðir til sagna.

Réttarhöld fóru fram í návist tveggja óháðra presta og lögmenn sáu um að verja sakborninga. Vitni voru leidd fyrir rétt, og þurftu þau að sverja að segja satt og rétt frá, en þung refsing lá við því að bera ljúgvitni. Sakborningar voru ekki fangelsaðir nema glæpir þeirra teldust sannaðir.

Miður fallegum sögum fór þó af rannsóknarmönnum og voru þeir sagðir fangelsa saklaust fólk, pynta það og myrða, og gera upptækar eigur þeirra. Í sumum tilfellum voru slíkar sögur nokkuð ýktar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....