Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Kalífi var upphaflega heiti andlegs leiðtoga múslima. Í dag er sá kallaður kalífi sem er veraldlegur valdsmaður sem er talinn þiggja vald sitt frá Allah en svo nefnist guð múslima. Fyrsti kalífinn nefndist Abu Bakr og var tengdafaðir Múhameðs spámanns.
Á arabísku merkir orðið kalífi: sá sem kemur í stað einhvers sem er horfinn á braut eða látinn. Mörg skilyrði eru til þess að geta orðið kalífi, til dæmis þau að kalífi verður að vera múslimi, verður að vera karlmaður og má ekki vera fatlaður.
Orðið keisari er dregið af heiti Júlíusar Cesars og var upphaflega heiðurstitill Ágústusar keisara í Róm. Keisari var titill valdahafa í Róm til ársins 476, og til ársins 1453 í Býsanska ríkinu. Keisarar voru valdamestir í Heilaga rómverska keisaradæminu í Vestur-Evrópu á árunum 962-1806. Þessi titill var einnig notaður í Frakklandi, Austurríki, Þýskalandi og Rússlandi. Keisaradæmi hafa yfirleitt tekið yfir fleiri en eina þjóð.
Kóngur er þjóðhöfðingi sem oftast hefur hlotið titil sinn í arf. Fyrr á öldum höfðu konungar mikil völd og fóru jafnvel bæði með löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Nú á dögum hafa flestir konungar miklu minni völd sem takmarkast af stjórnarskrá og þingræði. Það sem hér er sagt um konunga á líka við um drottningar þegar þær eru hinn raunverulegi þjóðhöfðingi eins og til dæmis í Danmörku og Bretlandi þegar þetta er skrifað í apríl 2002.
Hér má sjá Hinrik VIII. Englandskonung. Hann fæddist árið 1491 og lést árið 1547. Hann var mikill harðstjóri og lét meðal annars lífláta tvær af eiginkonum sínum fyrir ótryggð.
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
HeimildirÍslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, 1990.
Vefsetrið The Islamic World
Myndina fundum við á vefsetrinu The-Eye.com
Þórunn Jónsdóttir. „Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2282.
Þórunn Jónsdóttir. (2002, 10. apríl). Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2282
Þórunn Jónsdóttir. „Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2282>.