Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver skrifaði Kóraninn?

JGÞ

Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum.

Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar en aðrir segja að þau hafi einnig verið skráð á ýmislegt tiltækt, svo sem pappír, steina, pálmalauf og fleira.

Eftir dauða spámannsins, sem var 633 að okkar tímatali, var vitrunum hans safnað saman í einn heildartexta, bæði þeim sem varðveist höfðu í munnlegri geymd og hinum sem voru á rituðu formi. Þannig er frásögn múslímskrar hefðar af tilurð Kóransins.

Það voru semsagt margir skrifarar sem rituðu Kóraninn og hann geymdist einnig í munnlegri geymd áður en hann var skrásettur sem einn texti.

Heimild: Encylopædia Britannica.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.5.2004

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Hrafnhildur Hafþórsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hver skrifaði Kóraninn?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4223.

JGÞ. (2004, 4. maí). Hver skrifaði Kóraninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4223

JGÞ. „Hver skrifaði Kóraninn?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4223>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver skrifaði Kóraninn?
Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum.

Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar en aðrir segja að þau hafi einnig verið skráð á ýmislegt tiltækt, svo sem pappír, steina, pálmalauf og fleira.

Eftir dauða spámannsins, sem var 633 að okkar tímatali, var vitrunum hans safnað saman í einn heildartexta, bæði þeim sem varðveist höfðu í munnlegri geymd og hinum sem voru á rituðu formi. Þannig er frásögn múslímskrar hefðar af tilurð Kóransins.

Það voru semsagt margir skrifarar sem rituðu Kóraninn og hann geymdist einnig í munnlegri geymd áður en hann var skrásettur sem einn texti.

Heimild: Encylopædia Britannica....