Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tractatus Logico Philosophicus þar sem hann taldi sig hafa leyst öll vandamál heimspekinnar. Eftir þessa niðurstöðu gaf hann heimspekina upp á bátinn 1920 og gerðist grunnskólakennari. Á árunum 1926-1928 hannaði hann svo hús fyrir Gretl systur sína sem byggt var í Vínarborg og er þekkt undir nafninu Haus Wittgenstein. Árið 1929 áttaði Wittgenstein sig á því að hlutverki hans innan heimspekinnar væri eftir allt saman ekki lokið og sneri hann aftur til Cambridge til að kenna þar við Trinity College. Þar starfaði hann þar til hann lést árið 1951.

Heimspekilegar hugmyndir Wittgensteins tóku miklum breytingum á ferli hans og er gjarnan talað um fyrri Wittgenstein og síðari Wittgenstein, og jafnvel um mið-Wittgenstein. Fyrri Wittgenstein vísar þá til Tractatus Logico Philosophicus, sem var eina bókin sem kom út eftir Wittgenstein meðan hann lifði. Tractatus er byggð upp af númeruðum staðhæfingum og eitt helsta leiðarstef bókarinnar er einmitt að heimurinn birtist í staðhæfingum. Þær eru myndir af heiminum, samsettar úr þáttum sem tákna hlutina í heiminum. Rökleg gerð tungumálsins stendur fyrir uppbyggingu heimsins og heimsmynd okkar takmarkast þannig alltaf af tungumálinu. Heimspekikenningar eru tilraunir til að leysa einhvers konar gervivandamál og hið rétta hlutverk heimspekinnar er að gera röklega uppbyggingu tungumálsins ljósa.


Ludwig Wittgenstein (1889-1951).

Eftir að Wittgenstein kom aftur til Cambridge hafði honum snúist hugur og nú gerði hann sér talsvert aðrar hugmyndir um heimspekina en hann hafði gert í Tractatus. Á fjórða og fimmta áratugnum vann hann að bókinni Philosophical Investigations sem hann hætti þó á síðustu stundu við að gefa út 1945 en lét eftir sig liggja heimild til útgáfu hennar að sér látnum. Philosophical Investigations er til marks um síðari Wittgenstein og var hún gefin út 1953. Meðal annarra útgefinna bóka með verkum Wittgensteins má nefna Bláu bókina og Brúnu bókina (útgefnar 1958) og Philosophical Remarks (útgefin 1963), sem innihalda bréf, fyrirlestranótur og önnur smærri skrif sem safnað var saman að Wittgenstein látnum.

Í Philosophical Investigations er tungumálið í forgrunni, rétt eins og í Tractatus, en hugmyndirnar um það hafa breyst. Hjá fyrri Wittgenstein felst til dæmis merking í því að birta heiminn, orðin eru eins og myndir af heiminum, en hjá síðari Wittgenstein felst merkingin í notkun orðanna. Áherslan færist þannig á notkun tungumálsins, hvernig hún geti verið margvísleg og hvernig þessi margvíslega notkun móti ýmislegt í því sem við gerum. Meðal annars fjallar Wittgenstein þarna um það hvernig við förum að því að fylgja reglu. Hann setur það upp sem þverstæðu að við getum nokkurn tíma sagt að við séum að fylgja einni reglu fremur en annarri (um þetta má lesa hér). Hann fjallar um það sem hann kallar tungumálaleiki (e. language games) og um það sem hann nefnir ættarsvip (e. family resemblance), sem lesa má um hér. Í Philosophical Investigations setur Wittgenstein líka fram hin svokölluðu einkamálsrök sín (e. private language argument), en þar heldur hann því fram að óhugsandi sé að einhver einn aðili geti átt sér einkatungumál sem hann noti aðeins fyrir sjálfan sig. Tungumálið er, samkvæmt einkamálsrökunum, í eðli sínu félagslegt fyrirbæri.


Húsið sem Wittgenstein hannaði, ásamt austurríska arkitektinum Paul Engelmann, fyrir Gretl systur sína.

Framlag Wittgensteins til heimspeki 20. aldar var verulegt. Tractatus Logico Philosophicus hafði mikil áhrif á fylgismenn rökfræðilegrar raunhyggju (e. logical empiricism eða logical positivism), sem er heimspekistefna sem kom fram í Vínarborg á árunum milli stríða og hafði mikil og mótandi áhrif á þann anga heimspeki 20. aldar sem kallaður hefur verið rökgreiningarheimspeki (e. analytical philosophy, sjá Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku? og Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?). Einnig einkenndist svonefnd mannamálsheimspeki (e. ordinary language philosophy) sem kom fram um miðbik 20. aldar af áhrifum frá Philosophical Investigations.

Áhrifa Wittgensteins, bæði fyrri og síðari, gætir enn og er mikið vísað í verk hans og þau rannsökuð í þaula. Eins og nærri má geta eru það fyrst og fremst hugmyndir Wittgensteins um tungumálið og hegðun okkar í tengslum við það sem hafa orðið heimspekingum sem á eftir honum fóru rannsóknarefni.

Myndir:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

30.12.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58110.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2010, 30. desember). Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58110

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58110>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tractatus Logico Philosophicus þar sem hann taldi sig hafa leyst öll vandamál heimspekinnar. Eftir þessa niðurstöðu gaf hann heimspekina upp á bátinn 1920 og gerðist grunnskólakennari. Á árunum 1926-1928 hannaði hann svo hús fyrir Gretl systur sína sem byggt var í Vínarborg og er þekkt undir nafninu Haus Wittgenstein. Árið 1929 áttaði Wittgenstein sig á því að hlutverki hans innan heimspekinnar væri eftir allt saman ekki lokið og sneri hann aftur til Cambridge til að kenna þar við Trinity College. Þar starfaði hann þar til hann lést árið 1951.

Heimspekilegar hugmyndir Wittgensteins tóku miklum breytingum á ferli hans og er gjarnan talað um fyrri Wittgenstein og síðari Wittgenstein, og jafnvel um mið-Wittgenstein. Fyrri Wittgenstein vísar þá til Tractatus Logico Philosophicus, sem var eina bókin sem kom út eftir Wittgenstein meðan hann lifði. Tractatus er byggð upp af númeruðum staðhæfingum og eitt helsta leiðarstef bókarinnar er einmitt að heimurinn birtist í staðhæfingum. Þær eru myndir af heiminum, samsettar úr þáttum sem tákna hlutina í heiminum. Rökleg gerð tungumálsins stendur fyrir uppbyggingu heimsins og heimsmynd okkar takmarkast þannig alltaf af tungumálinu. Heimspekikenningar eru tilraunir til að leysa einhvers konar gervivandamál og hið rétta hlutverk heimspekinnar er að gera röklega uppbyggingu tungumálsins ljósa.


Ludwig Wittgenstein (1889-1951).

Eftir að Wittgenstein kom aftur til Cambridge hafði honum snúist hugur og nú gerði hann sér talsvert aðrar hugmyndir um heimspekina en hann hafði gert í Tractatus. Á fjórða og fimmta áratugnum vann hann að bókinni Philosophical Investigations sem hann hætti þó á síðustu stundu við að gefa út 1945 en lét eftir sig liggja heimild til útgáfu hennar að sér látnum. Philosophical Investigations er til marks um síðari Wittgenstein og var hún gefin út 1953. Meðal annarra útgefinna bóka með verkum Wittgensteins má nefna Bláu bókina og Brúnu bókina (útgefnar 1958) og Philosophical Remarks (útgefin 1963), sem innihalda bréf, fyrirlestranótur og önnur smærri skrif sem safnað var saman að Wittgenstein látnum.

Í Philosophical Investigations er tungumálið í forgrunni, rétt eins og í Tractatus, en hugmyndirnar um það hafa breyst. Hjá fyrri Wittgenstein felst til dæmis merking í því að birta heiminn, orðin eru eins og myndir af heiminum, en hjá síðari Wittgenstein felst merkingin í notkun orðanna. Áherslan færist þannig á notkun tungumálsins, hvernig hún geti verið margvísleg og hvernig þessi margvíslega notkun móti ýmislegt í því sem við gerum. Meðal annars fjallar Wittgenstein þarna um það hvernig við förum að því að fylgja reglu. Hann setur það upp sem þverstæðu að við getum nokkurn tíma sagt að við séum að fylgja einni reglu fremur en annarri (um þetta má lesa hér). Hann fjallar um það sem hann kallar tungumálaleiki (e. language games) og um það sem hann nefnir ættarsvip (e. family resemblance), sem lesa má um hér. Í Philosophical Investigations setur Wittgenstein líka fram hin svokölluðu einkamálsrök sín (e. private language argument), en þar heldur hann því fram að óhugsandi sé að einhver einn aðili geti átt sér einkatungumál sem hann noti aðeins fyrir sjálfan sig. Tungumálið er, samkvæmt einkamálsrökunum, í eðli sínu félagslegt fyrirbæri.


Húsið sem Wittgenstein hannaði, ásamt austurríska arkitektinum Paul Engelmann, fyrir Gretl systur sína.

Framlag Wittgensteins til heimspeki 20. aldar var verulegt. Tractatus Logico Philosophicus hafði mikil áhrif á fylgismenn rökfræðilegrar raunhyggju (e. logical empiricism eða logical positivism), sem er heimspekistefna sem kom fram í Vínarborg á árunum milli stríða og hafði mikil og mótandi áhrif á þann anga heimspeki 20. aldar sem kallaður hefur verið rökgreiningarheimspeki (e. analytical philosophy, sjá Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku? og Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?). Einnig einkenndist svonefnd mannamálsheimspeki (e. ordinary language philosophy) sem kom fram um miðbik 20. aldar af áhrifum frá Philosophical Investigations.

Áhrifa Wittgensteins, bæði fyrri og síðari, gætir enn og er mikið vísað í verk hans og þau rannsökuð í þaula. Eins og nærri má geta eru það fyrst og fremst hugmyndir Wittgensteins um tungumálið og hegðun okkar í tengslum við það sem hafa orðið heimspekingum sem á eftir honum fóru rannsóknarefni.

Myndir:...