Öll vísindastarfsemi sem snýst um ákveðið viðmið fellur undir það sem Kuhn kallar „normal science“ („hversdagsvísindi“). Þróun vísinda felst þá samkvæmt Kuhn í því að ein hversdagsvísindi taka við af öðrum, það er að segja að eitt viðmið tekur við af öðru, eins og þegar viðmið afstæðiskenningar Einsteins tók við af viðmiðinu sem felst í aflfræði Newtons í upphafi tuttugustu aldar. Kuhn kallar það vísindabyltingu þegar eitt viðmið tekur við af öðru. Þessar hugmyndir um „byltingarkennda“ og ósamfellda þróun vísinda áttu sér reyndar fyrirrennara í ritum franska vísindaheimspekingsins Gaston Bachelard (1884-1962). Upphaflega notaði Kuhn viðmiðshugtakið ekki í skarpt skilgreindri merkingu (í samræmi við kenninguna um „ættarmót“), heldur hafði hann aðeins viðmið um viðmið! Enski vísindaheimspekingurinn Margaret Masterman greindi reyndar að minnsta kosti 21 mismunandi merkingu í orðinu paradigm í Formgerð vísindabyltinga. Seinna hætti Kuhn að nota orðið paradigm og kaus heldur „disciplinary matrix“ („fræðafylki“), sem hann gat gert nákvæmari grein fyrir. Náskyldar hugmynd Kuhns um viðmið, vísindabyltingar og hversdagsvísindi eru hugmyndir ungverska heimspekingsins Michael Polanyi (1891-1976) um „þegjandi þekkingu“ (e. tacit knowledge), hugmyndir austurríska vísindaheimspekingsins Paul K. Feyerabend (1924-1994) um hlutverk óhefðbundinna, „óskynsamlegra“ þátta í vísindum og ungverska vísindaheimspekingsins Imre Lakatos (1922-1974) um „rannsóknaáætlanir“ (scientific research programmes).
Öll vísindastarfsemi sem snýst um ákveðið viðmið fellur undir það sem Kuhn kallar „normal science“ („hversdagsvísindi“). Þróun vísinda felst þá samkvæmt Kuhn í því að ein hversdagsvísindi taka við af öðrum, það er að segja að eitt viðmið tekur við af öðru, eins og þegar viðmið afstæðiskenningar Einsteins tók við af viðmiðinu sem felst í aflfræði Newtons í upphafi tuttugustu aldar. Kuhn kallar það vísindabyltingu þegar eitt viðmið tekur við af öðru. Þessar hugmyndir um „byltingarkennda“ og ósamfellda þróun vísinda áttu sér reyndar fyrirrennara í ritum franska vísindaheimspekingsins Gaston Bachelard (1884-1962). Upphaflega notaði Kuhn viðmiðshugtakið ekki í skarpt skilgreindri merkingu (í samræmi við kenninguna um „ættarmót“), heldur hafði hann aðeins viðmið um viðmið! Enski vísindaheimspekingurinn Margaret Masterman greindi reyndar að minnsta kosti 21 mismunandi merkingu í orðinu paradigm í Formgerð vísindabyltinga. Seinna hætti Kuhn að nota orðið paradigm og kaus heldur „disciplinary matrix“ („fræðafylki“), sem hann gat gert nákvæmari grein fyrir. Náskyldar hugmynd Kuhns um viðmið, vísindabyltingar og hversdagsvísindi eru hugmyndir ungverska heimspekingsins Michael Polanyi (1891-1976) um „þegjandi þekkingu“ (e. tacit knowledge), hugmyndir austurríska vísindaheimspekingsins Paul K. Feyerabend (1924-1994) um hlutverk óhefðbundinna, „óskynsamlegra“ þátta í vísindum og ungverska vísindaheimspekingsins Imre Lakatos (1922-1974) um „rannsóknaáætlanir“ (scientific research programmes).