Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Múhameð?

Kristján Þór Sigurðsson

Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þegar Múhameð var átta ára og þá tók frændi hans, Abu Talib, við því hlutverki. Upp úr tvítugu fór Múhameð að vinna fyrir ríka ekkju sem hét Khadija. Hún var umsvifamikil viðskiptakona og 15 árum eldri en Múhameð. Þau giftust og voru hjón í yfir 25 ár. Khadija var fyrsti múslíminn.

Hira-hellirinn þar sem Múhameð fékk fyrstu opinberunina.

Múhameð tók upp á því að draga sig öðru hvoru í hlé frá skarkala heimsins, í svonefndum Hira-helli nálægt Mekka. Þar birtist erkiengillinn Gabríel honum fyrsta sinni með fyrstu opinberunina, en opinberanirnar urðu síðar að Kóraninum. Eftir fyrstu opinberunina hófst spámannsferill Múhameðs sem fljótt mætti andstöðu ríkjandi afla í Mekka. Þau litu á hann sem ógn við völd sín og áhrif, sem og við hinn félagslega og pólitíska stöðugleika. Pílagrímsferðir til Mekka höfðu tíðkast löngu fyrir tilurð íslams og voldugustu ættflokkar Mekka stjórnuðu og högnuðust vel á þeim. Múhameð, sem var munaðarleysingi, tilheyrði voldugustu ættinni.

Eitt af því sem Múhameð predikaði var jöfnuður og félagslegt réttlæti og höfðaði hann þannig í upphafi mest til hinna lægra settu. Andúð ráðandi hópa á Múhameð snerist fljótt upp í opin átök og ofsóknir á hendur honum og hinum litla hópi múslíma í Mekka. Á sama tíma og þessi átök komust í hámæli, lést Khadija, kona hans, og frændi hans og verndari, Abu Talib. Við þetta varð hann félagslega og pólitískt berskjaldaður gagnvart árásarmönnum sínum. Á svipuðum tíma gerðist það að Múhameð varð fyrir dulrænni reynslu þegar hann flaug til Jerúsalem, þar sem Al Aqsa-moskan er, og þaðan til himna þar sem guð opinberaði alla fyrri spámenn fyrir honum; Abraham, Móses, Jesús og fleiri.

Skömmu eftir þetta var Múhameð fenginn til að koma til bæjarins Yathrib, sem seinna fékk nafnið Medína, til að koma á sáttum milli stríðandi hópa enda var Múhameð álitinn virtur samningamaður. Í Medína bjó töluverður fjöldi gyðinga og einhverjir kristnir menn. Á sama tíma höfðu Mekkamenn hafið stríð á hendur hinum vaxandi hópi múslíma og flúði Múhameð til Medína árið 622. Þessi flótti kallaðist hijra og við hann er upphaf tímatals múslíma miðað. Í Medína var fyrsta moskan byggð og vísir að íslömsku borgríki varð til.

Í Medína var stofnað bandalag „fólks bókarinnar“ og því tilheyrðu gyðingar, kristnir og múslímar. Bandalagið hélt um stund en var á endanum rofið undan þrýstingi borgarastyrjaldarinnar sem geisaði á þeim tíma. Það sem var nýlunda við þetta bandalag var að það var ekki byggt á ættflokkatengslum heldur trúarlegum skyldleika. Það var að mörgu leyti pólitísk og félagsleg bylting að sameiningarafl mismunandi hópa væri hollusta við hinn eina guð (guð Abrahams) í stað hollustu við ættflokka og blóðbönd. Þess vegna ógnaði íslam á þessum tíma ráðandi grunnhugmyndum samfélagsins og hinu pólitíska valdi.

Mekka, hin heilaga borg múslíma, séð frá fjallinu Jabal al-Nour, þar sem Hira-hellinn er.

Eftir áralangar erjur á Arabíuskaganum og samninga- og friðarviðræður í kjölfarið sneru múslímarnir til Mekka (upp úr 630) sem sigurvegarar. Árið 632 fór Múhameð í sína síðustu pílagrímsferð til Mekka og hélt lokapredikun sína. Í henni kunngerði Múhameð að hann hefði fært samfélaginu ný, fullgerð trúarbrögð, byggð á opinberunum hans. Hann lagði áherslu á félagslegt jafnræði og samstöðu allra múslíma og trúna á hinn eina guð. Skömmu síðar lést hann og tók þá strax við valdabarátta um hver ætti að leiða hópinn. Sá fyrsti sem það gerði var Abu Bakr (í tvö ár), og síðan þrír aðrir, þar á meðal Ali, frændi og tengdasonur Múhameðs. Valdabaráttan leiddi síðar af sér klofning í tvær meginfylkingar múslíma; súnníta og sjíta.

Einni öld eftir andlát Múhameðs spámanns hafði íslam breiðst út um öll Miðausturlönd, Norður-Afríku, Spán og til norðvesturhluta Indlands. Í dag eru múslímar 1,6 milljarðar eða tæplega fjórði hluti mannkyns. Það má því með sanni fullyrða að munaðarleysinginn, kaupmaðurinn og spámaðurinn Múhameð sé með áhrifamestu persónum sögunnar.

Heimildir og myndir:
  • M.A.S. Abdel Haleem. (2010). The Qur‘an. Oxford: Oxford University Press.
  • Ramadan, Tariq. (2007). The Messenger: The Meanings of the Life of Muhammad. London: Penguin Books.
  • Mynd frá Hira helli: Cave Hira.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 16. 12. 2015).
  • Mynd frá Mekka: Mecca from Jabal Nur.JPG. (Sótt 16. 12. 2015).

Höfundur

Kristján Þór Sigurðsson

doktorsnemi í mannfræði

Útgáfudagur

28.12.2015

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Gunnar Örn

Tilvísun

Kristján Þór Sigurðsson. „Hver var Múhameð?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16943.

Kristján Þór Sigurðsson. (2015, 28. desember). Hver var Múhameð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16943

Kristján Þór Sigurðsson. „Hver var Múhameð?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16943>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Múhameð?
Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þegar Múhameð var átta ára og þá tók frændi hans, Abu Talib, við því hlutverki. Upp úr tvítugu fór Múhameð að vinna fyrir ríka ekkju sem hét Khadija. Hún var umsvifamikil viðskiptakona og 15 árum eldri en Múhameð. Þau giftust og voru hjón í yfir 25 ár. Khadija var fyrsti múslíminn.

Hira-hellirinn þar sem Múhameð fékk fyrstu opinberunina.

Múhameð tók upp á því að draga sig öðru hvoru í hlé frá skarkala heimsins, í svonefndum Hira-helli nálægt Mekka. Þar birtist erkiengillinn Gabríel honum fyrsta sinni með fyrstu opinberunina, en opinberanirnar urðu síðar að Kóraninum. Eftir fyrstu opinberunina hófst spámannsferill Múhameðs sem fljótt mætti andstöðu ríkjandi afla í Mekka. Þau litu á hann sem ógn við völd sín og áhrif, sem og við hinn félagslega og pólitíska stöðugleika. Pílagrímsferðir til Mekka höfðu tíðkast löngu fyrir tilurð íslams og voldugustu ættflokkar Mekka stjórnuðu og högnuðust vel á þeim. Múhameð, sem var munaðarleysingi, tilheyrði voldugustu ættinni.

Eitt af því sem Múhameð predikaði var jöfnuður og félagslegt réttlæti og höfðaði hann þannig í upphafi mest til hinna lægra settu. Andúð ráðandi hópa á Múhameð snerist fljótt upp í opin átök og ofsóknir á hendur honum og hinum litla hópi múslíma í Mekka. Á sama tíma og þessi átök komust í hámæli, lést Khadija, kona hans, og frændi hans og verndari, Abu Talib. Við þetta varð hann félagslega og pólitískt berskjaldaður gagnvart árásarmönnum sínum. Á svipuðum tíma gerðist það að Múhameð varð fyrir dulrænni reynslu þegar hann flaug til Jerúsalem, þar sem Al Aqsa-moskan er, og þaðan til himna þar sem guð opinberaði alla fyrri spámenn fyrir honum; Abraham, Móses, Jesús og fleiri.

Skömmu eftir þetta var Múhameð fenginn til að koma til bæjarins Yathrib, sem seinna fékk nafnið Medína, til að koma á sáttum milli stríðandi hópa enda var Múhameð álitinn virtur samningamaður. Í Medína bjó töluverður fjöldi gyðinga og einhverjir kristnir menn. Á sama tíma höfðu Mekkamenn hafið stríð á hendur hinum vaxandi hópi múslíma og flúði Múhameð til Medína árið 622. Þessi flótti kallaðist hijra og við hann er upphaf tímatals múslíma miðað. Í Medína var fyrsta moskan byggð og vísir að íslömsku borgríki varð til.

Í Medína var stofnað bandalag „fólks bókarinnar“ og því tilheyrðu gyðingar, kristnir og múslímar. Bandalagið hélt um stund en var á endanum rofið undan þrýstingi borgarastyrjaldarinnar sem geisaði á þeim tíma. Það sem var nýlunda við þetta bandalag var að það var ekki byggt á ættflokkatengslum heldur trúarlegum skyldleika. Það var að mörgu leyti pólitísk og félagsleg bylting að sameiningarafl mismunandi hópa væri hollusta við hinn eina guð (guð Abrahams) í stað hollustu við ættflokka og blóðbönd. Þess vegna ógnaði íslam á þessum tíma ráðandi grunnhugmyndum samfélagsins og hinu pólitíska valdi.

Mekka, hin heilaga borg múslíma, séð frá fjallinu Jabal al-Nour, þar sem Hira-hellinn er.

Eftir áralangar erjur á Arabíuskaganum og samninga- og friðarviðræður í kjölfarið sneru múslímarnir til Mekka (upp úr 630) sem sigurvegarar. Árið 632 fór Múhameð í sína síðustu pílagrímsferð til Mekka og hélt lokapredikun sína. Í henni kunngerði Múhameð að hann hefði fært samfélaginu ný, fullgerð trúarbrögð, byggð á opinberunum hans. Hann lagði áherslu á félagslegt jafnræði og samstöðu allra múslíma og trúna á hinn eina guð. Skömmu síðar lést hann og tók þá strax við valdabarátta um hver ætti að leiða hópinn. Sá fyrsti sem það gerði var Abu Bakr (í tvö ár), og síðan þrír aðrir, þar á meðal Ali, frændi og tengdasonur Múhameðs. Valdabaráttan leiddi síðar af sér klofning í tvær meginfylkingar múslíma; súnníta og sjíta.

Einni öld eftir andlát Múhameðs spámanns hafði íslam breiðst út um öll Miðausturlönd, Norður-Afríku, Spán og til norðvesturhluta Indlands. Í dag eru múslímar 1,6 milljarðar eða tæplega fjórði hluti mannkyns. Það má því með sanni fullyrða að munaðarleysinginn, kaupmaðurinn og spámaðurinn Múhameð sé með áhrifamestu persónum sögunnar.

Heimildir og myndir:
  • M.A.S. Abdel Haleem. (2010). The Qur‘an. Oxford: Oxford University Press.
  • Ramadan, Tariq. (2007). The Messenger: The Meanings of the Life of Muhammad. London: Penguin Books.
  • Mynd frá Hira helli: Cave Hira.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 16. 12. 2015).
  • Mynd frá Mekka: Mecca from Jabal Nur.JPG. (Sótt 16. 12. 2015).

...