Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?

Jón Már Halldórsson

Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum.

Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi:
  • Áfengi: Það gefur augaleið að áfengir drykkir fara afar illa í flest dýr, þar á meðal hunda, auk þess sem það varðar við lög að gefa dýrum áfengar veigar. Áfengi hefur áfengi sömu áhrif á hunda og menn en áhrifin eru þó meiri á hunda, til dæmis á lifur og heila. Það þarf ekki mikið áfengi til að framkalla uppköst og niðurgang hjá hundi, auk þess sem það getur haft ýmis önnur skaðleg áhrif. Þar mætti nefna áhrif á miðtaugakerfið, þunglyndi, öndunarörðugleika. Einnig er hætt við að samhæfing vöðva geti orðið erfið.
  • Lárpera (avókadó): Í lárperu er að finna efnið persín en það finnst einnig í ýmsum laufum og fræjum. Efnið er skaðlaust fólki, nema þeim sem hafa ofnæmi fyrir því, en hættulegt ýmsum dýrum, meðal annars hundum. Þekkt er að nyt hrapar í kúm sem komast í lárperurækt. Fuglar eru afar viðkvæmir fyrir persíni og það það getur valdið hjartaskemmdum í þeim.

Hundar geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus.

  • Laukur og hvítlaukur: Efnasambönd sem finna má í bæði lauk og hvítlauk eru stórhættuleg hundum. Þau eyðileggja rauð blóðkorn og valda blóðleysi. Skammtastærðin skiptir að sjálfsögðu máli en þó er vert að hafa í huga að jafnvel tiltölulega smáir og reglubundnir skammtar geta valdið eitrunaráhrifum, til dæmis máttleysi, uppköstum og jafnvel andnauð.
  • Koffín: Í miklu magni getur koffín verið banvænt hundum. Smærri skammtar geta leitt til þess að hundurinn verður ör, fær hraðan andardrátt, vöðvakippi og óreglulegan hjartslátt. Svæsnari einkenni eru blæðingar. Menn þola koffín mun betur en hundar, eins og sést á kaffineyslu margra.
  • Vínber (og rúsínur): Merkilegt nokk þá hefur verið vinsælt að gefa hundum vínber og rúsínur. Slíkt er ekki gott. Ástæðan er óþekkt en vínber og rúsínur geta verið skaðleg fyrir nýru. Jafnvel afar lítið magn getur haft áhrif og valdið veikindum í hundum, til dæmis þunglyndi og depurð.
  • Mjólkurafurðir: Á heitum dögum er vinsælt að kæla sig niður með ís. Hundum finnst ís oft gómsætur og freistast því einhverjir til að gefa þeim lítinn ís til að kæla sig niður. Magakveisa getur fylgt neyslu hunda á mjólkurafurðum, einnig niðurgangur og önnur einkenni í meltingarvegi. Enn fremur getur komið fram ofnæmi hjá hundum. Ofnæmið kemur oftast fram í kláða.

Súkkulaði er slæmt fyrir hunda og þá skiptir litlu hvort um hvítt eða dökkt súkkulaði er að ræða.

  • Sætindi: Sælgæti af ýmsu tagi, mörg sætabrauð sem fást í bakaríum og svokallað megrunarfæði er gert sætara með sætuefni sem nefnist xylitol. Það veldur aukinni framleiðslu á insúlíni sem nýrnahettur losa í blóðrásina. Aukið magn insúlíns veldur því að blóðsykurinn lækkar mjög hratt en í slíku ástandi getur orðið bilun í lifrarstarfsemi. Líkt og hjá sykursjúkum þá getur hundurinn orðið mjög lasinn, uppköst og samhæfing hreyfinga getur verið slæm, líkt og hundurinn sé undir áhrifum áfengis.
  • Súkkulaði: Flestir hundaeigendur vita að súkkulaði er slæmt fyrir hunda. Í súkkulaði er efnasamband sem í þessu samhengi mætti einfaldlega kalla eitur. Það kallast þeóbrómín (e. theobromine) og það framkallar hið beiska bragð kakóplöntunnar. Efni finnst í alls konar súkkulaði, bæði í dökku suðusúkkulaði og hvítu súkkulaði. Þó er styrkurinn í dekkra súkkulaðinu hærri en í því hvíta. Vægustu einkenni eru uppköst, niðurgangur og mikill þorsti. Verri einkenni eru óreglulegur hjartsláttur, skjálfti og jafnvel dauði.

Eins og áður segir er þetta ekki tæmandi listi en önnur matvæli sem hundar mega ekki éta eru perur, plómur, hrá egg og mjög saltur matur.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.11.2013

Spyrjandi

Aron Helgason, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63156.

Jón Már Halldórsson. (2013, 5. nóvember). Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63156

Jón Már Halldórsson. „Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?
Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum.

Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi:
  • Áfengi: Það gefur augaleið að áfengir drykkir fara afar illa í flest dýr, þar á meðal hunda, auk þess sem það varðar við lög að gefa dýrum áfengar veigar. Áfengi hefur áfengi sömu áhrif á hunda og menn en áhrifin eru þó meiri á hunda, til dæmis á lifur og heila. Það þarf ekki mikið áfengi til að framkalla uppköst og niðurgang hjá hundi, auk þess sem það getur haft ýmis önnur skaðleg áhrif. Þar mætti nefna áhrif á miðtaugakerfið, þunglyndi, öndunarörðugleika. Einnig er hætt við að samhæfing vöðva geti orðið erfið.
  • Lárpera (avókadó): Í lárperu er að finna efnið persín en það finnst einnig í ýmsum laufum og fræjum. Efnið er skaðlaust fólki, nema þeim sem hafa ofnæmi fyrir því, en hættulegt ýmsum dýrum, meðal annars hundum. Þekkt er að nyt hrapar í kúm sem komast í lárperurækt. Fuglar eru afar viðkvæmir fyrir persíni og það það getur valdið hjartaskemmdum í þeim.

Hundar geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus.

  • Laukur og hvítlaukur: Efnasambönd sem finna má í bæði lauk og hvítlauk eru stórhættuleg hundum. Þau eyðileggja rauð blóðkorn og valda blóðleysi. Skammtastærðin skiptir að sjálfsögðu máli en þó er vert að hafa í huga að jafnvel tiltölulega smáir og reglubundnir skammtar geta valdið eitrunaráhrifum, til dæmis máttleysi, uppköstum og jafnvel andnauð.
  • Koffín: Í miklu magni getur koffín verið banvænt hundum. Smærri skammtar geta leitt til þess að hundurinn verður ör, fær hraðan andardrátt, vöðvakippi og óreglulegan hjartslátt. Svæsnari einkenni eru blæðingar. Menn þola koffín mun betur en hundar, eins og sést á kaffineyslu margra.
  • Vínber (og rúsínur): Merkilegt nokk þá hefur verið vinsælt að gefa hundum vínber og rúsínur. Slíkt er ekki gott. Ástæðan er óþekkt en vínber og rúsínur geta verið skaðleg fyrir nýru. Jafnvel afar lítið magn getur haft áhrif og valdið veikindum í hundum, til dæmis þunglyndi og depurð.
  • Mjólkurafurðir: Á heitum dögum er vinsælt að kæla sig niður með ís. Hundum finnst ís oft gómsætur og freistast því einhverjir til að gefa þeim lítinn ís til að kæla sig niður. Magakveisa getur fylgt neyslu hunda á mjólkurafurðum, einnig niðurgangur og önnur einkenni í meltingarvegi. Enn fremur getur komið fram ofnæmi hjá hundum. Ofnæmið kemur oftast fram í kláða.

Súkkulaði er slæmt fyrir hunda og þá skiptir litlu hvort um hvítt eða dökkt súkkulaði er að ræða.

  • Sætindi: Sælgæti af ýmsu tagi, mörg sætabrauð sem fást í bakaríum og svokallað megrunarfæði er gert sætara með sætuefni sem nefnist xylitol. Það veldur aukinni framleiðslu á insúlíni sem nýrnahettur losa í blóðrásina. Aukið magn insúlíns veldur því að blóðsykurinn lækkar mjög hratt en í slíku ástandi getur orðið bilun í lifrarstarfsemi. Líkt og hjá sykursjúkum þá getur hundurinn orðið mjög lasinn, uppköst og samhæfing hreyfinga getur verið slæm, líkt og hundurinn sé undir áhrifum áfengis.
  • Súkkulaði: Flestir hundaeigendur vita að súkkulaði er slæmt fyrir hunda. Í súkkulaði er efnasamband sem í þessu samhengi mætti einfaldlega kalla eitur. Það kallast þeóbrómín (e. theobromine) og það framkallar hið beiska bragð kakóplöntunnar. Efni finnst í alls konar súkkulaði, bæði í dökku suðusúkkulaði og hvítu súkkulaði. Þó er styrkurinn í dekkra súkkulaðinu hærri en í því hvíta. Vægustu einkenni eru uppköst, niðurgangur og mikill þorsti. Verri einkenni eru óreglulegur hjartsláttur, skjálfti og jafnvel dauði.

Eins og áður segir er þetta ekki tæmandi listi en önnur matvæli sem hundar mega ekki éta eru perur, plómur, hrá egg og mjög saltur matur.

Myndir:

...