Hitt verður að hafa í huga að suðusúkkulaði, eins og annað súkkulaði, getur átt þátt í því að fólk fitnar ef þess er neytt í óhófi. Um þetta er meðal annars fjallað í áðurnefndu svari Björns en þar segir:
... súkkulaði er mjög orkuríkt og inniheldur mikið af mettaðri fitu. Í 100 grömmum (sem jafngildir einni súkkulaðiplötu) eru yfir 500 hitaeiningar (kcal), sem samsvarar rúmlega ¼ af daglegri orkuneyslu kvenna í síðustu landskönnun. Jákvætt orkujafnvægi, það er þegar orkuneysla er umfram orkuþörf, getur til lengri tíma litið leitt til þyngdaraukningar og offitu. Því er mikilvægt að neyta orku- og fituríkra matvæla á borð við súkkulaði í hófi, en þó er engin ástæða til að neita sér alveg um þessa gómsætu „fæðu guðanna”.Mynd:
- Elle. Sótt 12.8.2010.