Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?

Emelía Eiríksdóttir

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband:

Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og sumar málmblöndur (til dæmis AuCu3) teljast til efnasambanda. Sameindir eru líka efnasambönd nema þegar í sameindinni er einungis eitt frumefni. Vatn (H2O) telst til dæmis til efnasambands á meðan vetni (H2), súrefni (O2) og óson (O3) eru frumefni. Hreinir málmar teljast ekki til efnasambanda heldur frumefna.

Efnasamband er sem sagt hreint efni þar sem hlutföll frumefnanna er í föstum skorðum. Efnasamband hefur ákveðna efnaformúlu sem er ávallt sú sama, það er að segja vatn hefur ávallt sameindaformúluna H2O, koltvíildi CO2, metanól CH4O (oftast ritað CH3OH) og etanól C2H6O (oftast ritað C2H5OH). Enn fremur hefur hvert efnasamband ákveðna þrívíddarbyggingu. Mismunandi efnasambönd geta haft sömu efnaformúluna en þá er alveg öruggt að bygging efnanna er mismunandi. Dæmi um þetta eru etanól og dímetýl eter sem hafa bæði efnaformúluna C2H6O. Byggingarformúla etanóls er CH3CH2OH á meðan byggingarformúla dímetýl eters er CH3OCH3.

Myndin sýnir hvernig efni flokkast í a) hrein efni, sem samanstanda af frumefnum og efnasamböndum, og b) efnablöndur, sem má flokka nánar í einsleitar eða misleitar efnablöndur. Smellið á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Efnablanda er hins vegar blanda af hreinum efnum. Þessi efni geta verið frumefni og/eða efnasambönd. Efnin í efnablöndunum geta vanalega blandast í alls konar hlutföllum. Andrúmsloftið er dæmi um efnablöndu með 78% köfnunarefni (N2), 21% súrefni (O2) og 1% af margs konar öðrum lofttegundum. Sömuleiðis eru sjórinn, mjólk, eplasafi, kók og kaka efnablöndur. Og þó að íslenska kranavatnið sé afskaplega hreint þá samanstendur það ekki einungis af vatnssameindum (H2O). Í kranavatninu eru nefnilega alls konar jónir uppleystar og því er kranavatnið strangt til tekið lausn. Eimað vatn mætti hins vegar líta á sem hreint efni, eimað vatn inniheldur nánast engar jónir og er því mun hreinna en kranavatn þó það geti vissulega innihaldið einhver rokgjörn efni. Nánast allt í kringum okkur er efnablanda frekar en efnasamband. Og þar sem að efnablanda er blanda af hreinum efnum, þá eru til mun fleiri efnablöndur en efnasambönd í heiminum.

Efnablanda skiptist í tvo flokka, einsleita eða misleita efnablöndu. Í einsleitri efnablöndu dreifast eindirnar í blöndunni jafnt um blönduna. Margir vökvar eru gott dæmi um þetta. Sýni sem eru tekin á mismunandi stöðum úr einsleitri efnablöndu líta því eins út. Sýni úr misleitri efnablöndu geta hins vegar verið ólík vegna þess að eindirnar dreifast misjafnt um blönduna. Gott dæmi um misleita efnablöndu er hrísgrjónagrautur með rúsínum; þegar skeið er stungið ofan í grautinn fylgir stundum ein eða fleiri rúsína með en einnig getur hent að engin rúsína sé í skeiðinni.

Þar sem efnasamband er hreint efni þá hefur hvert efnasamband ákveðna eiginleika sem eru einkennandi fyrir það eins og til dæmis litur, suðumark, bræðslumark, eðlismassi og leysni. Efnin í efnablöndunum geta hins vegar vanalega blandast í alls konar hlutföllum. Eiginleikar efnablanda eru því oftast breytilegir. Oft er hægt að aðskilja efnin í efnablöndunni, til dæmis með eimingu (e. distillation), skilvindun (e. centrifugation), útfellingu (e. precipitation) eða súlutækni (e. chromatography).

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Er koltvíoxíð efnablanda eða efnasamband?
  • Hvernig efni eru metanól og etanól, eru þau frumefni, efnasambönd eða efnablöndur?
  • Hvort er kranavatn eða eimað vatn lausn?

Fleiri spyrjendur:
  • Hanna Sigm.
  • Sunna Sól Sigurðardóttir, f. 1995
  • Ragnheiður Þórðardóttir, f. 1992
  • Anna Þorsteinsdóttir

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.7.2011

Síðast uppfært

28.8.2020

Spyrjandi

Bára Lind Þórarinsdóttir, f. 1996, Sigríður Hjördís Indriðadóttir, f. 1992, Fríða, f. 1992, o.fl.

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49985.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 19. júlí). Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49985

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49985>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband:

Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og sumar málmblöndur (til dæmis AuCu3) teljast til efnasambanda. Sameindir eru líka efnasambönd nema þegar í sameindinni er einungis eitt frumefni. Vatn (H2O) telst til dæmis til efnasambands á meðan vetni (H2), súrefni (O2) og óson (O3) eru frumefni. Hreinir málmar teljast ekki til efnasambanda heldur frumefna.

Efnasamband er sem sagt hreint efni þar sem hlutföll frumefnanna er í föstum skorðum. Efnasamband hefur ákveðna efnaformúlu sem er ávallt sú sama, það er að segja vatn hefur ávallt sameindaformúluna H2O, koltvíildi CO2, metanól CH4O (oftast ritað CH3OH) og etanól C2H6O (oftast ritað C2H5OH). Enn fremur hefur hvert efnasamband ákveðna þrívíddarbyggingu. Mismunandi efnasambönd geta haft sömu efnaformúluna en þá er alveg öruggt að bygging efnanna er mismunandi. Dæmi um þetta eru etanól og dímetýl eter sem hafa bæði efnaformúluna C2H6O. Byggingarformúla etanóls er CH3CH2OH á meðan byggingarformúla dímetýl eters er CH3OCH3.

Myndin sýnir hvernig efni flokkast í a) hrein efni, sem samanstanda af frumefnum og efnasamböndum, og b) efnablöndur, sem má flokka nánar í einsleitar eða misleitar efnablöndur. Smellið á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Efnablanda er hins vegar blanda af hreinum efnum. Þessi efni geta verið frumefni og/eða efnasambönd. Efnin í efnablöndunum geta vanalega blandast í alls konar hlutföllum. Andrúmsloftið er dæmi um efnablöndu með 78% köfnunarefni (N2), 21% súrefni (O2) og 1% af margs konar öðrum lofttegundum. Sömuleiðis eru sjórinn, mjólk, eplasafi, kók og kaka efnablöndur. Og þó að íslenska kranavatnið sé afskaplega hreint þá samanstendur það ekki einungis af vatnssameindum (H2O). Í kranavatninu eru nefnilega alls konar jónir uppleystar og því er kranavatnið strangt til tekið lausn. Eimað vatn mætti hins vegar líta á sem hreint efni, eimað vatn inniheldur nánast engar jónir og er því mun hreinna en kranavatn þó það geti vissulega innihaldið einhver rokgjörn efni. Nánast allt í kringum okkur er efnablanda frekar en efnasamband. Og þar sem að efnablanda er blanda af hreinum efnum, þá eru til mun fleiri efnablöndur en efnasambönd í heiminum.

Efnablanda skiptist í tvo flokka, einsleita eða misleita efnablöndu. Í einsleitri efnablöndu dreifast eindirnar í blöndunni jafnt um blönduna. Margir vökvar eru gott dæmi um þetta. Sýni sem eru tekin á mismunandi stöðum úr einsleitri efnablöndu líta því eins út. Sýni úr misleitri efnablöndu geta hins vegar verið ólík vegna þess að eindirnar dreifast misjafnt um blönduna. Gott dæmi um misleita efnablöndu er hrísgrjónagrautur með rúsínum; þegar skeið er stungið ofan í grautinn fylgir stundum ein eða fleiri rúsína með en einnig getur hent að engin rúsína sé í skeiðinni.

Þar sem efnasamband er hreint efni þá hefur hvert efnasamband ákveðna eiginleika sem eru einkennandi fyrir það eins og til dæmis litur, suðumark, bræðslumark, eðlismassi og leysni. Efnin í efnablöndunum geta hins vegar vanalega blandast í alls konar hlutföllum. Eiginleikar efnablanda eru því oftast breytilegir. Oft er hægt að aðskilja efnin í efnablöndunni, til dæmis með eimingu (e. distillation), skilvindun (e. centrifugation), útfellingu (e. precipitation) eða súlutækni (e. chromatography).

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Er koltvíoxíð efnablanda eða efnasamband?
  • Hvernig efni eru metanól og etanól, eru þau frumefni, efnasambönd eða efnablöndur?
  • Hvort er kranavatn eða eimað vatn lausn?

Fleiri spyrjendur:
  • Hanna Sigm.
  • Sunna Sól Sigurðardóttir, f. 1995
  • Ragnheiður Þórðardóttir, f. 1992
  • Anna Þorsteinsdóttir

...