Grunnvatn er yfirleitt talið betra til neyslu en yfirborðsvatn þar sem óhreinindi hafa síast úr því þegar það streymir um jarðlögin. Til þess að auka gæði yfirborðsvatns er það í flestum tilfellum geislað með útfjólubláu ljósi til að eyða örverumengun sem berst í vatnið frá dýrum og úr jarðvegi. Þessi aðferð er oftast nægileg til að tryggja öryggi neysluvatnsins. Orkuveita Reykjavíkur sér höfuðborgarbúum og íbúum nokkurra nágrannasveitarfélaga fyrir vatni. Vatnsból Orkuveitunnar er í Heiðmörk og eru vatnstökusvæðin Gvendarbrunnar, Jaðarsvæði, Myllulækjarsvæði og Vatnsendakriki. Allt vatn er tekið úr yfirbyggðum borholum sem eru frá 10 til 140 metra djúpar. Þaðan berst það til neytenda eftir aðalæðum, dreifiæðum og heimæðum. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig er ástand neysluvatns á Íslandi?
- Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?
- Er í lagi að drekka vatn úr ám og lækjum?
- Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?
- Gvendarbrunnar. Orkaveita Reykjavíkur.
- Mynd: Hornafjörður. Samfélagsvefur.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.