Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?

Gunnar Steinn Jónsson

Undirrituðum er ekki kunnugt um skýrslu þar sem gerður er samanburður á mengun grunnvatns milli Norðurlanda. Hins vegar eru til gögn sem sýna samanburð á styrk næringarefna (áburðarefna) í stöðuvötnum.

Í töflu 1 hér að neðan (Brit Lisa Skjelkvåle og fleiri (2001)) er gerður samanburður á styrk köfnunarefnis miðað við mismunandi hundraðshlutamörk í stöðuvötnum á Norðurlöndum.

Tafla 1. Styrkur köfnunarefnis í stöðuvötnum á Norðurlöndunum.

Heildar –N,
μg N/l
2,5%10%25%50%75%90%97,5%
Danmörk4296397091310254930763622
Finnland1191912814015567461000
Ísland204067125180359752
Noregur365180138240368568
Svalbarði og
Bjarnarey
415480100161245372
Svíþjóð1181792704026449531423
Álandseyjar52654469080097010201080

Í efsta dálki töflunnar eru sýnd hundraðshlutamörkin og neðar í töflunni styrkur heildar köfnunarefnis. Taflan sýnir að í 50% vatna á Íslandi er styrkur köfnunarefnis 125 mg N/l eða lægri. Eins og sjá má eru íslensk vötn á svipuðu róli og vötn á Svalbarða og Noregi og hafa mun lægri styrk köfnunarefnis en vötn í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og á Álandseyjum.

Í töflu 2 hér að neðan er gerður samanburður á uppruna neysluvatns, það er hvort um er að ræða grunnvatn eða yfirborðsvatn. Aðeins í Danmörku er grunnvatn jafn hátt hlutfall neysluvatns og á Íslandi en í Noregi er mestallt neysluvatn yfirborðsvatn. Á Íslandi er lögð áhersla á að nýta grunnvatn til neyslu til að tryggja gæði enda er það notað ómeðhöndlað. Það er hins vegar hægt að meðhöndla yfirborðsvatn þannig að öryggis neytenda sé gætt.

Tafla 2. Uppruni neysluvatns.

LandGrunnvatnYfirborðsvatn
Ísland96%4% (tölur frá 1998)
Svíþjóð49%51% (tölur frá 1998)
Danmörk97-99%1-3% (tölur frá 1994)
Noregur4%96% (tölur frá 1998)
Finnland53%47% (tölur frá 1994

(Taflan var tekin saman hjá Umhverfisstofnun úr ýmsum heimildum)

Heimild:
  • Brit Lisa Skjelkvåle og fleiri (2001). Chemistry of lakes in the Nordic region – Denmark, Finland with Åland, Iceland, Norway with Svalbard and Bear Island and Sweden. Acid Rain Research Report 53/2001. SNO 4391-2001. NIVA.
Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Höfundur

Gunnar Steinn Jónsson

þörungafræðingur

Útgáfudagur

22.5.2003

Spyrjandi

María Rún Þorsteinsdóttir,
f. 1985

Tilvísun

Gunnar Steinn Jónsson. „Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3443.

Gunnar Steinn Jónsson. (2003, 22. maí). Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3443

Gunnar Steinn Jónsson. „Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3443>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?
Undirrituðum er ekki kunnugt um skýrslu þar sem gerður er samanburður á mengun grunnvatns milli Norðurlanda. Hins vegar eru til gögn sem sýna samanburð á styrk næringarefna (áburðarefna) í stöðuvötnum.

Í töflu 1 hér að neðan (Brit Lisa Skjelkvåle og fleiri (2001)) er gerður samanburður á styrk köfnunarefnis miðað við mismunandi hundraðshlutamörk í stöðuvötnum á Norðurlöndum.

Tafla 1. Styrkur köfnunarefnis í stöðuvötnum á Norðurlöndunum.

Heildar –N,
μg N/l
2,5%10%25%50%75%90%97,5%
Danmörk4296397091310254930763622
Finnland1191912814015567461000
Ísland204067125180359752
Noregur365180138240368568
Svalbarði og
Bjarnarey
415480100161245372
Svíþjóð1181792704026449531423
Álandseyjar52654469080097010201080

Í efsta dálki töflunnar eru sýnd hundraðshlutamörkin og neðar í töflunni styrkur heildar köfnunarefnis. Taflan sýnir að í 50% vatna á Íslandi er styrkur köfnunarefnis 125 mg N/l eða lægri. Eins og sjá má eru íslensk vötn á svipuðu róli og vötn á Svalbarða og Noregi og hafa mun lægri styrk köfnunarefnis en vötn í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og á Álandseyjum.

Í töflu 2 hér að neðan er gerður samanburður á uppruna neysluvatns, það er hvort um er að ræða grunnvatn eða yfirborðsvatn. Aðeins í Danmörku er grunnvatn jafn hátt hlutfall neysluvatns og á Íslandi en í Noregi er mestallt neysluvatn yfirborðsvatn. Á Íslandi er lögð áhersla á að nýta grunnvatn til neyslu til að tryggja gæði enda er það notað ómeðhöndlað. Það er hins vegar hægt að meðhöndla yfirborðsvatn þannig að öryggis neytenda sé gætt.

Tafla 2. Uppruni neysluvatns.

LandGrunnvatnYfirborðsvatn
Ísland96%4% (tölur frá 1998)
Svíþjóð49%51% (tölur frá 1998)
Danmörk97-99%1-3% (tölur frá 1994)
Noregur4%96% (tölur frá 1998)
Finnland53%47% (tölur frá 1994

(Taflan var tekin saman hjá Umhverfisstofnun úr ýmsum heimildum)

Heimild:
  • Brit Lisa Skjelkvåle og fleiri (2001). Chemistry of lakes in the Nordic region – Denmark, Finland with Åland, Iceland, Norway with Svalbard and Bear Island and Sweden. Acid Rain Research Report 53/2001. SNO 4391-2001. NIVA.
Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:...