Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Á meðal dýra sem hafa jafnheitt blóð (e. endothermic) þekkjast tvær gerðir kirtla sem seyta efnum á yfirborð húðar. Önnur gerðin nefnist svitakirtlar, á ensku eccrine glands. Hin gerðin kallast fráseytnir kirtlar (apocrine glands).
Svitakirtlar eru dreifðir um allan líkamann hjá nokkrum tegundum spendýra þar á meðal á okkur mönnunum. Svitakirtlar eru einnig dreifðir um allan líkamann hjá fjarskyldum spendýrum eins og hestum og bjarndýrum. Svitakirtlar eru hins vegar á takmörkuðum svæðum eins og þófum og vörum hjá hunda- og kattardýrum, nautgripum og sauðfé.
Vatnslosunin og þar með varmalosunin hjá dýrunum fer fyrst og fremst fram á þessum svæðum. Þar sem þau hafa ekki marga svitakirtla þurfa þau til dæmis að mása til þess að kæla sig niður á heitum dögum. Að mása er mjög árangursrík leið til þess að kæla sig og eru margir ólíkir hópar dýra sem nota hana til dæmis margir hópar spendýra og reyndar fjölmargar tegundir fugla.
Smærri spendýr eins og nagdýr hafa ekki svitakirtla.
Hin gerðin af seytandi kirtlum, fráseytnir kirtlar sem áður var getið, eru yfirleitt staðsettir við hár. Úr þessum kirtlum kemur fitukennt efni sem bakteríur á yfirborði húðarinnar brjóta niður. Hér á hin fitukennda lykt sem við finnum oft af illa þvegnu fólki upptök sín! Kirtlarnir verða oft virkir þegar einstaklingurinn er stressaður eða í geðshræringu og auðvitað við áreynslu. Fráseytnir kirtlar eru misdreifðir um líkama okkar. Mikið af þeim er á höfðinu, undir handleggjum og við kynfæri. Meðal annarra spendýra eru þessir kirtlar langtum fleiri og dreifðir um stærra svæði.
Myndin af másandi hundi fengum af vefsetrinu Protecting your pet
Jón Már Halldórsson. „Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2218.
Jón Már Halldórsson. (2002, 20. mars). Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2218
Jón Már Halldórsson. „Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2218>.