Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið laukur hefur verið rakið til indóevrópskrar rótar (*leug-) sem merkir að 'beygja'. Orðið er til í grannmálunum, sbr. nýnorsku lauk, sænsku lök, dönsku løg, færeysku leykur. Í öðrum germönskum málum má nefna fornensku léac, nútímaensku leek, fornháþýsku louh, nútímaþýsku Lauch í merkingunni 'púrra, blaðlaukur'.
Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:548) telur að nafngiftin eigi líklega við grönn, sveigjanleg blöðin og sé þá skyld orðinu lýgos 'sveigjanleg grein' í grísku og lýsingarorðinu lùgnas 'liðugur, sveigjanlegur' í litháísku.
Plöntumerkingin er upphafleg í íslensku, en yngri merkingarbrigði afleidd eins og 'hið besta af einhverju' (laukur ættarinnar), 'fita í kjöti' og 'siglutré'.
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins „laukur“ og hver er upprunaleg merking þess?“ Vísindavefurinn, 29. september 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=946.
Guðrún Kvaran. (2000, 29. september). Hver er uppruni orðsins „laukur“ og hver er upprunaleg merking þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=946
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins „laukur“ og hver er upprunaleg merking þess?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=946>.