Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 39 svör fundust
Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?
Stærsta núlifandi fuglategundin er strúturinn (Struthio camelus). Fullorðnir karlfuglar geta orðið 250 cm á hæð, en um helmingur hæðarinnar felst í lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg á þyngd. Strútar finnast víða í Afríka, meðal annars í norðanverðri álfunni sem deilitegundin Struthio camelus came...
Hvert er stærsta skordýr í heimi?
Lengsta núlifandi skordýr sem mælst hefur er af ætt förustafa, og er þá miðað við heildarlengd. Lengsti búkurinn er hins vegar á Herkúlesbjöllu af ættkvísl nashyrningsbjalla. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan af sömu ættkvísl. Stærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja af ættbálki drekaflugna. Þ...
Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?
Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...
Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?
Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...
Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er mikilfenglegur fugl hugsanlega farinn að verpa hér á landi. Það er grátrana. Getið þið sagt mér eitthvað um hann? Grátrana (Grus grus) er af trönuætt (Gruidea), háfætt, grá á litinn, með svartan og hvítan háls. Grátrönur eru stórvaxnir fuglar, geta orðið allt að 130 c...
Hvaða arnartegund er stærst?
Stærstur allra arna er stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm. Stellars-ernir finnast aðe...
Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?
Vísindamenn telja að það dýr sem hafi besta lyktarskynið sé fiðrildi af ættbálknum Lepidoptera. Fremstur á meðal jafningja í ættbálknum hvað lyktarskyn varðar er karldýr keisarafiðrildisins (Eudia pavonia) en lyktarskyn þess er gríðarlega næmt. Keisarafiðrildið hefur 55 til 75 millimetra vænghaf en kvendýrin er...
Hvað lifir snæugla lengi?
Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri. Snæ...
Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?
Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...
Hvernig líta eyruglur út?
Eyruglur (Asio otus) lifa á norðlægum svæðum í Evrópu og Rússland og allt austur til Japan. Hún finnst einnig á tempruðum svæðum Norður-Ameríku. Í Norður og Austur-Afríku eru til staðbundnir stofnar. Í sumar (árið 2003) var í fyrsta sinn staðfest varp eyruglu hér á landi, nánar tiltekið í Þrastaskógi í Grímsnes...
Hvað eru til margir kondórar í heiminum?
Tvær tegundir kondóra eru þekktar í heiminum, þær er að finna í Suður- og Norður-Ameríku. Um er að ræða kaliforníukondórinn (Gymnogyps californianus) og andeskondórinn (Vultur gryphus) en hann er sérlega stór, með 3,5 metra vænghaf og 12 kg að þyngd. Báðar þessar tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu. Kaliforn...
Hvar í heiminum lifir glókollur?
Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...
Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?
Svartbakurinn (Larus marinus) er stærstur íslenskra máva og getur hann vegið rúmlega 2 kg og haft vænghaf allt að rúmlega 1,5 m. Svartbakurinn er fyrst og fremst sjómávur, hann verpir í jafnslétta dyngju og leggur ekki sérstaklega hart að sér við hreiðurgerðina. Eggin eru að meðaltali þrjú og fer varpið fram snemm...
Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?
Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra. Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ót...
Hver er stærsta flugvél í heiminum?
Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...