Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eyruglur (Asio otus) lifa á norðlægum svæðum í Evrópu og Rússland og allt austur til Japan. Hún finnst einnig á tempruðum svæðum Norður-Ameríku. Í Norður og Austur-Afríku eru til staðbundnir stofnar.
Í sumar (árið 2003) var í fyrsta sinn staðfest varp eyruglu hér á landi, nánar tiltekið í Þrastaskógi í Grímsnesi.
Eina uglutegundin sem verpir að staðaldri hér á landi er branduglan. Hún er aðeins stærri en eyruglan og kjörsvæði hennar er kjarrlendi en eyruglan kann best við sig í skógum. Því má ætla að aukin skógrækt hin síðari ár auki líkurnar á því að eyruglur reyni hér varp og upp komi vænlegur varpstofn. Eyruglan er ryðrauðari en branduglan og á kvið hennar eru þverrákóttar rendur.
Hæð uglunnar er um 35-40 cm og eru kvenfuglarnir talsvert stærri. Þeir vega 260-435 g en karlfuglarnir 220-305 g. Vænghaf fuglanna er frá 90-100 cm. Eyruglan dregur nafn sitt af áberandi fjaðraskúf á höfðinu sem líkist eyrum þegar hann er reistur.
Heimildir og mynd:
Marks, J.S., D.L. Evans, og D.W. Holt. 1994. „Long-eared Owl (Asio otus)“. The Birds of North America, No. 133. Philadelphia: The Academy of Natural Sciences; Washington, D.C.: The American Ornithologists’ Union