Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessara skógarvistkerfa. Varplönd hans ná frá Bretlandseyjum, og Íslandi síðan um miðjan 10. áratug síðustu aldar, austur um stóran hluta Evrópu og Rússlands allt austur að Kyrrahafsströnd, auk þess sem varpstofnar finnast sunnar í Asíu. Tegundin greinist í fjölmargar deilitegundir, meðal annars á Azoreyjum R. r. azoricus og Kanaríeyjum R. r. ellenthalerae. Allra nyrst er glókollurinn farfugl en staðfugl annars staðar á útbreiðslusvæði sínu. Hér á landi virðist hann halda til yfir veturinn enda má heyra í honum í frostkyrrðinni í skógarlundum víða um land. Heimildir og mynd:
- Oiseaux.net
- Rob Hume. Dorling Kindersley. Birds of Britain and Europe. London. 2002.
- Martin Päckert, Christian Dietzen, Jochen Martens, Michael Wink og Laura Kvist. Radiation of Atlantic goldcrests Regulus regulus spp.: evidence of a new taxon from the Canary Islands. Journal of avian biology, 37(4): 364 – 380.
- Mynd: Aves.is. Sótt 6. 10. 2009.