Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Nú er mikilfenglegur fugl hugsanlega farinn að verpa hér á landi. Það er grátrana. Getið þið sagt mér eitthvað um hann?

Grátrana (Grus grus) er af trönuætt (Gruidea), háfætt, grá á litinn, með svartan og hvítan háls. Grátrönur eru stórvaxnir fuglar, geta orðið allt að 130 cm á lengd með vænghaf á bilinu 180-240 cm sem er nokkuð sambærilegt við vænghaf hafarnar (Haliaeetus albicilla). Fyrir utan meyjartrönu (Grus virgo) sem verpir við Svartahaf og á takmörkuðum svæðum í Suður-Rússlandi, er grátrana eina tranan sem verpir í Evrópu.

Varpheimkynni grátrönu eru í norðanverðri álfunni og Norður-Asíu (utan túndrusvæðanna). Stór hluti tegundarinnar verpir í Rússlandi en talið er að heildarstofnstærðin sé um 100 þúsund fuglar þar. Einnig verpir hún í Skandinavíu og víðar, til dæmis er lítill varpstofn á Englandi og Skotlandi eða rétt um 50 pör. Grátranan verpti á Írlandi en dó þar út fyrir um tveimur öldum. Nú er hún hins vegar aftur farin að nema þar land.

Grátrana (Grus grus).

Á haustin fer tegundin suður á bóginn. Aðalvetrarstöðvarnar eru í Norður-Afríku en einnig sunnar í Afríku, í Suður-Evrópu og í Asíu. Á leiðinni milli varpstöðva og vetrarstöðva millilenda trönurnar á nokkrum svæðum svo sem við Kaspíahaf, á votlendissvæðum í Portúgal, Spáni og Frakklandi. Á vinsælustu stöðunum, sérstaklega við Kaspíahaf, getur fjöldinn hlaupið á þúsundum fugla.

Grátrönur verpa í Norður-Evrópu og Asíu en fara suður á bóginn yfir vetrartímann.

Í Evrópu verpa grátrönur aðallega í greni- og sígrænu skóglendi og blönduðum skógum en einnig á heiðum nyrst á útbreiðslusvæðum tegundarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að mestur þéttleiki þeirra er í eða við votlendi fjarri mannabyggðum.

Grátrönur eru alætur. Þær éta jurtafæði og á varptíma einnig smádýr svo sem skordýr og aðra hryggleysingja, froskdýr og jafnvel unga annarra fugla. Grátrönur hafa verið reglulegir flækingar hér á landi og hafa heimsóknir þeirra orðið tíðari undanfarin ár. Er það til marks um að Evrópustofninn hefur farið hægt vaxandi á undanförnum áratugum. Þær hafa skotið upp kollinum víða um land. Fyrir áratug sáust þrjár grátrönur í Álftaverinu um hávetur sem er mjög óvenjulegt.

Grátrana er stórvaxinn fugl með vænghaf allt að 240 cm.

Varp grátrönu var fyrst staðfest á Austurlandi sumarið 2012. Þá sást til pars með einn unga síðsumars en ekki er vitað um afdrif ungans. Grátrönur verptu aftur sumarið 2013 og sást einn fleygur ungi um haustið. Varp var einnig staðfest sumarið 2018 og þá sást til tveggja fleygra unga um haustið. Mjög líklega er um að ræða eitt og sama parið sem hefur verpt hér á landi.

Höfundur þakkar Yann Kolbeinssyni, lífffræðingi á Náttúrustofu Austurlands, fyrir veittar upplýsingar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.11.2019

Spyrjandi

Guðmundur Reynir Gunnlaugsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78051.

Jón Már Halldórsson. (2019, 6. nóvember). Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78051

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78051>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Nú er mikilfenglegur fugl hugsanlega farinn að verpa hér á landi. Það er grátrana. Getið þið sagt mér eitthvað um hann?

Grátrana (Grus grus) er af trönuætt (Gruidea), háfætt, grá á litinn, með svartan og hvítan háls. Grátrönur eru stórvaxnir fuglar, geta orðið allt að 130 cm á lengd með vænghaf á bilinu 180-240 cm sem er nokkuð sambærilegt við vænghaf hafarnar (Haliaeetus albicilla). Fyrir utan meyjartrönu (Grus virgo) sem verpir við Svartahaf og á takmörkuðum svæðum í Suður-Rússlandi, er grátrana eina tranan sem verpir í Evrópu.

Varpheimkynni grátrönu eru í norðanverðri álfunni og Norður-Asíu (utan túndrusvæðanna). Stór hluti tegundarinnar verpir í Rússlandi en talið er að heildarstofnstærðin sé um 100 þúsund fuglar þar. Einnig verpir hún í Skandinavíu og víðar, til dæmis er lítill varpstofn á Englandi og Skotlandi eða rétt um 50 pör. Grátranan verpti á Írlandi en dó þar út fyrir um tveimur öldum. Nú er hún hins vegar aftur farin að nema þar land.

Grátrana (Grus grus).

Á haustin fer tegundin suður á bóginn. Aðalvetrarstöðvarnar eru í Norður-Afríku en einnig sunnar í Afríku, í Suður-Evrópu og í Asíu. Á leiðinni milli varpstöðva og vetrarstöðva millilenda trönurnar á nokkrum svæðum svo sem við Kaspíahaf, á votlendissvæðum í Portúgal, Spáni og Frakklandi. Á vinsælustu stöðunum, sérstaklega við Kaspíahaf, getur fjöldinn hlaupið á þúsundum fugla.

Grátrönur verpa í Norður-Evrópu og Asíu en fara suður á bóginn yfir vetrartímann.

Í Evrópu verpa grátrönur aðallega í greni- og sígrænu skóglendi og blönduðum skógum en einnig á heiðum nyrst á útbreiðslusvæðum tegundarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að mestur þéttleiki þeirra er í eða við votlendi fjarri mannabyggðum.

Grátrönur eru alætur. Þær éta jurtafæði og á varptíma einnig smádýr svo sem skordýr og aðra hryggleysingja, froskdýr og jafnvel unga annarra fugla. Grátrönur hafa verið reglulegir flækingar hér á landi og hafa heimsóknir þeirra orðið tíðari undanfarin ár. Er það til marks um að Evrópustofninn hefur farið hægt vaxandi á undanförnum áratugum. Þær hafa skotið upp kollinum víða um land. Fyrir áratug sáust þrjár grátrönur í Álftaverinu um hávetur sem er mjög óvenjulegt.

Grátrana er stórvaxinn fugl með vænghaf allt að 240 cm.

Varp grátrönu var fyrst staðfest á Austurlandi sumarið 2012. Þá sást til pars með einn unga síðsumars en ekki er vitað um afdrif ungans. Grátrönur verptu aftur sumarið 2013 og sást einn fleygur ungi um haustið. Varp var einnig staðfest sumarið 2018 og þá sást til tveggja fleygra unga um haustið. Mjög líklega er um að ræða eitt og sama parið sem hefur verpt hér á landi.

Höfundur þakkar Yann Kolbeinssyni, lífffræðingi á Náttúrustofu Austurlands, fyrir veittar upplýsingar.

Heimildir og myndir:...