Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Tvær tegundir kondóra eru þekktar í heiminum, þær er að finna í Suður- og Norður-Ameríku. Um er að ræða kaliforníukondórinn (Gymnogyps californianus) og andeskondórinn (Vultur gryphus) en hann er sérlega stór, með 3,5 metra vænghaf og 12 kg að þyngd.
Báðar þessar tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu. Kaliforníukondórinn var nánast horfinn úr villtri náttúru á búsvæði sínu í suðvesturhluta Bandaríkjanna (Kaliforníu og Arizona), áður en yfirvöld tóku í taumanna árið 1988. Þá var talið að aðeins 9 fuglar væru eftir villtir, auk 22 í haldi manna. Ákveðið var að fanga villtu fuglana og sérstakri æxlunaráætlun var komið á fót. Björgunaraðgerðin heppnaðist vel og telst ein sú best heppnaðasta á villtri dýrategund sem farið hefur fram til þessa. Hún hefur staðið yfir 15 ár og kostað tugi milljóna Bandaríkjadali. Kaliforníukondórinn hefur braggast síðan og er fjöldinn nú um 150 fuglar, þar af tæplega 100 í haldi manna og. Fuglarnir hafa meðal annars komið upp ungum í villtri náttúrunni.
Stofnstærð andeskondórsins liggur ekki alveg eins ljós fyrir þar sem hann lifir á mjög ógreiðfærum svæðum. Þeir byggja sér hreiður í Andesfjöllunum í yfir 3000 metra hæð. Fræðimenn telja heildarfjölda andeskondóra vera fáein þúsund. Sem betur fer hefur þeim farið fjölgandi vegna friðunar, og má meðal annars þakka bandarískum vísindamönnum það.
Myndir:
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir kondórar í heiminum?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3120.
Jón Már Halldórsson. (2003, 10. febrúar). Hvað eru til margir kondórar í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3120
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir kondórar í heiminum?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3120>.