Músvákurinn er mjög svipaður að stærð og fjallvákurinn og er auðvelt að ruglast á tegundum. Heimkynni hans eru í Evrasíu, allt austur að ströndum Kyrrahafs austast í Rússlandi og á Japanseyjum. Músvákurinn greinist í átta deilitegundir. Deilitegundir hans verpa meðal annars á Korsíku, Sardiníu, Azoreyjum og Kanaríeyjum. Þess má geta að vákar eru oftast kallaðir buzzards í enskumælandi löndum, utan Norður-Ameríku en þar eru þeir kallaðir hawks sem er sama orðið og haukar á íslensku. Mynd: Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Lukasz Lukasik. Birt undir GNU Free Documentation leyfi.
Músvákurinn er mjög svipaður að stærð og fjallvákurinn og er auðvelt að ruglast á tegundum. Heimkynni hans eru í Evrasíu, allt austur að ströndum Kyrrahafs austast í Rússlandi og á Japanseyjum. Músvákurinn greinist í átta deilitegundir. Deilitegundir hans verpa meðal annars á Korsíku, Sardiníu, Azoreyjum og Kanaríeyjum. Þess má geta að vákar eru oftast kallaðir buzzards í enskumælandi löndum, utan Norður-Ameríku en þar eru þeir kallaðir hawks sem er sama orðið og haukar á íslensku. Mynd: Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Lukasz Lukasik. Birt undir GNU Free Documentation leyfi.