Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 18 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?

Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mega veiðimenn ekki skjóta jafnmarga hreindýrstarfa og -kýr?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru ekki skotin jafnmörg hreindýr af hvoru kyni á hverju tímabili? Í villtum hreindýrastofnum er kynjahlutfall skekkt vegna hærri dánartíðni tarfa. Það tengist fengitímanum en þá fer mestur tími tarfanna í hlaup og slagsmál. Þá horast þeir niður og sumir særas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur það svipuð áhrif á ungviði mismunandi dýrategunda að alast upp án eldri einstaklinga sömu tegundar?

Þar sem reynsla og félagslegt uppeldi skiptir máli hjá fjölmörgum tegundum fugla og spendýra hefur það óneitanlega mikil áhrif á félagsmótun og jafnvel hæfni einstaklinga hvort þeir alast upp meðal eldri einstaklinga eða ekki. Það er þó erfitt að átta sig á hvort ungviði ólíkra dýrategunda verði fyrir svipuðum áhr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?

Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu hratt geta fílar hlaupið?

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera. Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns?

Til eru þrjár tegundir fíla í heiminum í dag og lifa tvær þeirra í Afríku en ein í Asíu. Afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) er stærsti núlifandi fíllinn og líka stærsta landspendýrið. Hann er 3-4 metrar upp á herðakamb og vegur 4-7 tonn, en þó er algengasta þyngdin 5,5 tonn. Í Afríku lifi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?

Stærsta núlifandi landdýrið er afríski gresjufíllinn (Loxodonta africana). Fullvaxnir tarfar verða að jafnaði um 6 tonn að þyngd en þekkt eru dæmi um mun stærri einstaklinga. Stærsti afríski fíllinn sem hefur verið felldur vó tæplega 13 tonn. Hann var drepinn í Angóla árið 1955. Næststærsta landdýrið er asíski ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðalstærð hvalatyppa?

Hvalir eru mjög misstórir eftir tegundum allt frá steypireyð (Balaenoptera musculus), sem getur orðið um 30 metrar á lengd og vegið hátt í 200 tonn til lítilla höfrunga (Delphinidae) sem eru innan við tveggja metra langir. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar kemur að lengd getnaðarlima hvala, breytileikinn er svo ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?

Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?

Flestar tegundir skíðishvala stunda árstíðabundið far. Á sumrin halda þeir gjarnan til á kaldari hafsvæðum þar sem meiri fæðu er að finna en á hlýrri hafsvæðum. Kynþroska skíðishvalir ferðast svo til hlýrri en næringarsnauðari hafsvæða á veturna til að makast sem og kálfafullar kýr til að bera. Ekki er vitað til f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?

Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.) Núverandi heimkynni asíska fíl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætuð þið sagt mér allt um sauðnaut?

Sauðnaut (Ovibos moschatus) eru að mörgu leyti sérstök í útliti og minna um margt á hin útdauðu spendýr sem ríkjandi voru á ísöld. Þetta er einkum vegna feldarins, sem er bæði þykkur og langur líkt og var hjá hinum útdauðu mammútum og loðnashyrningum. Sauðnaut deildu einnig búsvæðum með áðurnefndum tegundum, en h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa höfrungar við Ísland?

Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er félagskerfi tannhvala?

Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...

Fleiri niðurstöður