Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?

Jón Már Halldórsson

Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.)

Núverandi heimkynni asíska fílsins (rautt) og söguleg útbreiðsla (bleikt).

Asíski fíllinn er algengastur á Indlandi en finnst einnig á Sri Lanka, Malasíu, Víetnam, Súmötru og Borneó (sjá útbreiðslukort). Áður fyrr var fíllinn mun útbreiddari en nú er og lifðu asískir fílar allt austur til Mið-Kína (nærri Yangtze-fljótinu), norður undir Himalajafjöll og víða í regnskógum Indókína. Asíski fíllinn er annað stærsta landdýr jarðar, litlu minni en hinn afríski frændi hans, Loxodonta africana. Heildarskrokklengd hans er 5,5 - 6,4 metrar og hæð yfir herðakamb 2,5 - 3,0 metrar. Fullorðin karldýr vega um 5 tonn en kvendýrin um 3.

Fæða asíska fílsins er mjög blönduð, allt frá grasi og laufi yfir í þéttari fæðu eins og trjábörk og bambus sem og ávexti, svo sem mangó og epli. Asískur fíll þarf mikla fæðu til að fullnægja orkuþörf sinni. Fullorðin dýr éta allt að 150 kg af gróðri og drekka um 100 lítra af vatni á hverjum degi. Vatnsból og aðgengi að fersku vatni leika því lykilhlutverk í velferð fíla.

Meðgöngutími fílskúa er langur, mun lengri en hjá mönnum, eða 18-22 mánuðir. Kálfurinn er um 100 kg við burð og er á spena í um eitt og hálft ár (18 mánuði). Rannsóknir hafa sýnt að hver kýr ber einn kálf á 3-4 ára fresti þannig að viðkoma tegundarinnar er ekki mikil, en dýrin eru ákaflega langlíf og geta náð um 70 ára aldri.

Fíll með kálf.

Asískir fílar eru hjarðdýr. Hver hópur samanstendur af móður, systrum hennar og dætrum sem fylgja mæðrum sínum allt sitt líf. Ungir tarfar yfirgefa hjörðina hinsvegar um það leiti þegar þeir verða kynþroska og gerast flakkarar, eða slást í hóp karldýra. Þegar fengitími er í gangi sjást kynin saman en stuttu eftir mökun yfirgefa tarfarnir hópinn á ný. Yfirleitt telja hjarðir kvendýranna um 20 dýr og eiga hjarðirnar sér heimasvæði sem er í kringum 30 km2. Á þurrkatímum er svæðið jafnvel enn stærra. Þessi félagsskipan, kvendýrahópar með eitt allsráðandi kvendýr, nefnist mæðraveldi og er nokkuð algengt meðal hjarðspendýra, til dæmis má nefna blettahýenuna í Afríku.

Eins og títt er meðal stórra spendýra, virðast fílar þola kulda betur en hita. Yfir hádaginn halda þeir sig í skugga stórra trjáa og kæla sig oft með því að blaka geysistórum eyrunum. Stærðar skepnur eins og asíski fíllinn eiga sér sárafáa óvini, fyrir utan manninn að sjálfsögðu. Tígrisdýr (Panthera tigris) geta tekið kálfa en þegar hætta steðjar að mynda fullorðin dýr hring utan um kálfanna og verja þá árásum. Þegar fíll skynjar hættu setur hann halann upp og öskrar.

Venjulega halda asískir fílar sig í jaðri skóglendis eða á staktrjáasléttum og grassléttum líkt og afríski fíllinn. Asískir fílar eru mun auðtamdari en þeir afrísku og hafa verið notaðir við ýmis verk meðal asískra þjóða í árþúsundir.

Alls hafa verið skilgreindar þrjár deilitegundir asíska fílsins. Þær eru E. maximus maximus, E. maximus indicus og E. maximus sumatranus. Einhver útlitsmunur er á þessum deilitegundum, aðallega hvað varðar stærð.

Asíska fílnum hefur fækkað stórkostlega á síðastliðnum áratugum og er hann víða kominn í mikla útrýmingahættu. Í dag teljast til tegundarinnar um 28.000 til 42.000 dýr.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2003

Síðast uppfært

11.8.2021

Spyrjandi

Elvar Kristjánsson, f. 1988
Birkir Örvarsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3218.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. mars). Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3218

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3218>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?
Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.)

Núverandi heimkynni asíska fílsins (rautt) og söguleg útbreiðsla (bleikt).

Asíski fíllinn er algengastur á Indlandi en finnst einnig á Sri Lanka, Malasíu, Víetnam, Súmötru og Borneó (sjá útbreiðslukort). Áður fyrr var fíllinn mun útbreiddari en nú er og lifðu asískir fílar allt austur til Mið-Kína (nærri Yangtze-fljótinu), norður undir Himalajafjöll og víða í regnskógum Indókína. Asíski fíllinn er annað stærsta landdýr jarðar, litlu minni en hinn afríski frændi hans, Loxodonta africana. Heildarskrokklengd hans er 5,5 - 6,4 metrar og hæð yfir herðakamb 2,5 - 3,0 metrar. Fullorðin karldýr vega um 5 tonn en kvendýrin um 3.

Fæða asíska fílsins er mjög blönduð, allt frá grasi og laufi yfir í þéttari fæðu eins og trjábörk og bambus sem og ávexti, svo sem mangó og epli. Asískur fíll þarf mikla fæðu til að fullnægja orkuþörf sinni. Fullorðin dýr éta allt að 150 kg af gróðri og drekka um 100 lítra af vatni á hverjum degi. Vatnsból og aðgengi að fersku vatni leika því lykilhlutverk í velferð fíla.

Meðgöngutími fílskúa er langur, mun lengri en hjá mönnum, eða 18-22 mánuðir. Kálfurinn er um 100 kg við burð og er á spena í um eitt og hálft ár (18 mánuði). Rannsóknir hafa sýnt að hver kýr ber einn kálf á 3-4 ára fresti þannig að viðkoma tegundarinnar er ekki mikil, en dýrin eru ákaflega langlíf og geta náð um 70 ára aldri.

Fíll með kálf.

Asískir fílar eru hjarðdýr. Hver hópur samanstendur af móður, systrum hennar og dætrum sem fylgja mæðrum sínum allt sitt líf. Ungir tarfar yfirgefa hjörðina hinsvegar um það leiti þegar þeir verða kynþroska og gerast flakkarar, eða slást í hóp karldýra. Þegar fengitími er í gangi sjást kynin saman en stuttu eftir mökun yfirgefa tarfarnir hópinn á ný. Yfirleitt telja hjarðir kvendýranna um 20 dýr og eiga hjarðirnar sér heimasvæði sem er í kringum 30 km2. Á þurrkatímum er svæðið jafnvel enn stærra. Þessi félagsskipan, kvendýrahópar með eitt allsráðandi kvendýr, nefnist mæðraveldi og er nokkuð algengt meðal hjarðspendýra, til dæmis má nefna blettahýenuna í Afríku.

Eins og títt er meðal stórra spendýra, virðast fílar þola kulda betur en hita. Yfir hádaginn halda þeir sig í skugga stórra trjáa og kæla sig oft með því að blaka geysistórum eyrunum. Stærðar skepnur eins og asíski fíllinn eiga sér sárafáa óvini, fyrir utan manninn að sjálfsögðu. Tígrisdýr (Panthera tigris) geta tekið kálfa en þegar hætta steðjar að mynda fullorðin dýr hring utan um kálfanna og verja þá árásum. Þegar fíll skynjar hættu setur hann halann upp og öskrar.

Venjulega halda asískir fílar sig í jaðri skóglendis eða á staktrjáasléttum og grassléttum líkt og afríski fíllinn. Asískir fílar eru mun auðtamdari en þeir afrísku og hafa verið notaðir við ýmis verk meðal asískra þjóða í árþúsundir.

Alls hafa verið skilgreindar þrjár deilitegundir asíska fílsins. Þær eru E. maximus maximus, E. maximus indicus og E. maximus sumatranus. Einhver útlitsmunur er á þessum deilitegundum, aðallega hvað varðar stærð.

Asíska fílnum hefur fækkað stórkostlega á síðastliðnum áratugum og er hann víða kominn í mikla útrýmingahættu. Í dag teljast til tegundarinnar um 28.000 til 42.000 dýr.

Heimildir og myndir:...