Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?

Edda Elísabet Magnúsdóttir

Flestar tegundir skíðishvala stunda árstíðabundið far. Á sumrin halda þeir gjarnan til á kaldari hafsvæðum þar sem meiri fæðu er að finna en á hlýrri hafsvæðum. Kynþroska skíðishvalir ferðast svo til hlýrri en næringarsnauðari hafsvæða á veturna til að makast sem og kálfafullar kýr til að bera. Ekki er vitað til fullnustu hvers vegna skíðishvalir kjósa að leggja í svo mikla langferð frá fæðusvæðum sínum til þess eins að makast og bera.


Hnúfubakur.

Augljósasta skýringin er tengist burði er sú að nýfæddur kálfur þoli betur við í hlýrri sjó. Til að þola mikinn kulda þarf kálfurinn að safna upp töluverðum spikforða en það gerir hann með því að nærast á fituríkri móðurmjólkinni. Auk þess er sjólagið á hlýrri strandsvæðum mun rólegra og stöðugra á veturna en á hærri breiddargráðum og því hentugra fyrir nýfæddan kálf. Jafnframt er sú kenning á lofti að kýrnar sæki nær miðbaugi til þess að minnka líkur á afráni háhyrninga (Orcinus orca). Háhyrningar eru þekktir fyrir að veiða unga skíðishvalakálfa. Þar sem móðirin sér yfirleitt ein um kálfinn sinn getur kálfurinn verið mjög berskjaldaður fyrir þess konar árásum. Háhyrningar eru í mun meiri þéttleika á kaldari hafsvæðum heldur en þeim hlýrri og því er öryggi ungs hvalkálfs sennilega mun tryggara á hlýjum strandsvæðum.


Norður-atlantshafssléttbakur með kálfi.

Ekki leggja allir skíðishvalir í langferðir. Sumir halda til á köldum búsvæðum allan ársins hring. Til að mynda má rekast á hrefnur og hnúfubaka allt árið um kring við strendur Íslands. Líklegt er að ókynþroska einstaklingar græði lítið á að leggjast í far þar sem þeir eiga ekki möguleika á að makast og jafnframt er fæðu að finna við Ísland allt árið um kring.

Talið er að kynþroska tarfar laðist að þeim svæðum, þar sem kýr bera kálfa sína, því ákveðið hlutfall kúnna verða frjóar fljótlega eftir burð. Ekki er útilokað að skíðishvalir makist einnig á kaldari hafsvæðum en hljóðupptökur hafa náðst af söngvum hnúfubaka við Íslandsstrendur á fengitíma þeirra, það er frá janúar og fram í mars. En þessa söngva nota karldýrin til að laða til sín kvendýr í þeirri von um að geta makast við þær.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Edda Elísabet Magnúsdóttir

doktor í líffræði

Útgáfudagur

2.7.2010

Spyrjandi

Ritstjórn, Thelma Ósk Sigurjónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56695.

Edda Elísabet Magnúsdóttir. (2010, 2. júlí). Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56695

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56695>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?
Flestar tegundir skíðishvala stunda árstíðabundið far. Á sumrin halda þeir gjarnan til á kaldari hafsvæðum þar sem meiri fæðu er að finna en á hlýrri hafsvæðum. Kynþroska skíðishvalir ferðast svo til hlýrri en næringarsnauðari hafsvæða á veturna til að makast sem og kálfafullar kýr til að bera. Ekki er vitað til fullnustu hvers vegna skíðishvalir kjósa að leggja í svo mikla langferð frá fæðusvæðum sínum til þess eins að makast og bera.


Hnúfubakur.

Augljósasta skýringin er tengist burði er sú að nýfæddur kálfur þoli betur við í hlýrri sjó. Til að þola mikinn kulda þarf kálfurinn að safna upp töluverðum spikforða en það gerir hann með því að nærast á fituríkri móðurmjólkinni. Auk þess er sjólagið á hlýrri strandsvæðum mun rólegra og stöðugra á veturna en á hærri breiddargráðum og því hentugra fyrir nýfæddan kálf. Jafnframt er sú kenning á lofti að kýrnar sæki nær miðbaugi til þess að minnka líkur á afráni háhyrninga (Orcinus orca). Háhyrningar eru þekktir fyrir að veiða unga skíðishvalakálfa. Þar sem móðirin sér yfirleitt ein um kálfinn sinn getur kálfurinn verið mjög berskjaldaður fyrir þess konar árásum. Háhyrningar eru í mun meiri þéttleika á kaldari hafsvæðum heldur en þeim hlýrri og því er öryggi ungs hvalkálfs sennilega mun tryggara á hlýjum strandsvæðum.


Norður-atlantshafssléttbakur með kálfi.

Ekki leggja allir skíðishvalir í langferðir. Sumir halda til á köldum búsvæðum allan ársins hring. Til að mynda má rekast á hrefnur og hnúfubaka allt árið um kring við strendur Íslands. Líklegt er að ókynþroska einstaklingar græði lítið á að leggjast í far þar sem þeir eiga ekki möguleika á að makast og jafnframt er fæðu að finna við Ísland allt árið um kring.

Talið er að kynþroska tarfar laðist að þeim svæðum, þar sem kýr bera kálfa sína, því ákveðið hlutfall kúnna verða frjóar fljótlega eftir burð. Ekki er útilokað að skíðishvalir makist einnig á kaldari hafsvæðum en hljóðupptökur hafa náðst af söngvum hnúfubaka við Íslandsstrendur á fengitíma þeirra, það er frá janúar og fram í mars. En þessa söngva nota karldýrin til að laða til sín kvendýr í þeirri von um að geta makast við þær.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

...