Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?

Jón Már Halldórsson

Spurningin hljóðar í heild sinni svona:
Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér við land og hverjar þeirra virðast sjálfbært veiðanlegar?



Skíðishvalir eru vissulega síarar og stærstur hluti fæðu þeirra er að öllum líkindum sviflægar krabbaflær, en skíðishvalir innbyrða einnig geysilega mikið magn af fiski. Til dæmis étur hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) mikið af sandsílum og teljast þau vera ein aðalfæða hennar á norðurhveli jarðar, ásamt átu. Hrefnan étur líka talsvert af öðrum uppsjávarfiskum eins og síld og loðnu, einnig bolfisk, þá helst þorsk. Stofnstærðarmat Hafrannsóknarstofnunar frá 1995 bendir til þess að fjöldi hrefna á Mið-Atlantshafi (við Austur-Grænland, Jan Mayen og Ísland) sé um 70 þúsund dýr. Í svari Jakobs Jakobssonar hér á Vísindavefnum, við spurningunni Hversu mikið af fiski éta hvalir? kemur fram að hrefnan étur allt að einni milljón tonna af fiski á ári hér við land, að öllum líkindum af fyrrgreindum tegundum. Hún er því lang atkvæðamesta fiskiætan af þeim hvalategundum sem lifa hér við land. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fæða hrefnunnar skiptist hlutfallslega í 35% ljósátu, 29% sandsíli, 26% loðnu og 10% aðra fiska. Þetta segir með öðrum orðum að 2/3 fæðu hrefnunnar eru fiskar. Hnúfubakurinn sækir í uppsjávarfisk líka og getur hann valdið vandamálum hjá loðnusjómönnum, til dæmis er algengt að hnúfubakar flækist í loðnunætur og valdi miklum skemmdum á veiðarfærum.

Hér við land finnast að öllum líkindum allt að 15 tegundir tannhvala innan efnahagslögsögunnar. Sumar þeirra eru mjög algengar en aðrar sjást afar sjaldan, eins og gengur og gerist.

Þær tegundir sem sjást mjög oft eru hnýðingur (Lagenorhynchus albirostris), leifturhnýðir (Lagenorhynchus acutus), háhyrningur (Orcinus orca), grindhvalur (Globicephala melaena), andarnefja (Hyperoodon ampullatus), búrhvalur (Physeter macrocephalus), hnísa (Phocoena phocoena) og stökkull (Tursiops truncatus).



Aðrar tegundir sjást sjaldnar vegna ýmissa orsaka, til dæmis vegna þess að hafið umhverfis landið er á mörkum útbreiðslu þeirra. Meðal þeirra má nefna hundfisk/létti (Delphinus delphis) en Ísland er nyrst í útbreiðslu þeirrar tegundar ásamt annarrar höfrungategundar sem kölluð hefur verið rákahöfrungur eða sprettingur (Stenella coeruleoalba). Tvær tegundir af ættinni Ziphiidae (svínhvalir) eru mjög sjaldséðar, gáshnallur (Ziphius cavirostris) sem lítið er vitað um hér við land enda heldur hann sig á talsverðu dýpi, og króksnjáldri (Mesoplodon densirostris) sem er einstaklega feiminn hvalur! Mjaldurinn (Delphinapterus leucas) kemur hingað reglulega sem flækingur en hann lifir undir venjulegum kringumstæðum fyrir norðan landið, sömu leiðis náhvalur (Monodon monoceros). Erfitt er að fullyrða hvort nokkrir af ofangreindum hvölum eru hér reglulega hluta úr ári eða eru flækingar sem koma hingað stöku sinnum.




Spurningunni hvort hægt sé að hefja veiðar á umræddum tannhvölum er ekki auðsvarað nema ítarlegar stofnrannsóknir fari fram á þeim. Ljóst er þó að stofnar nokkurra tannhvala eru geysistórir, svo sem stofnar grindhvala og hnísa og að öllum líkindum eru þeir vel nýtanlegir. Vísindamenn áætla að vel yfir 100 þúsund grindhvalir séu í sjónum á hafsvæðunum umhverfis landið og einnig eru tugir þúsunda andarnefja í norðanverðu Atlantshafinu. Lítið er vitað um stofnstærð ofangreindra höfrungategunda sem finnast umhverfis landið og því ekki hægt að leggja mat á veiðiþol þessara tegunda.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.3.2003

Spyrjandi

Geir V. Vilhjálmsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3274.

Jón Már Halldórsson. (2003, 25. mars). Hvernig geta skíðishvalir étið fisk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3274

Jón Már Halldórsson. „Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3274>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona:

Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér við land og hverjar þeirra virðast sjálfbært veiðanlegar?



Skíðishvalir eru vissulega síarar og stærstur hluti fæðu þeirra er að öllum líkindum sviflægar krabbaflær, en skíðishvalir innbyrða einnig geysilega mikið magn af fiski. Til dæmis étur hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) mikið af sandsílum og teljast þau vera ein aðalfæða hennar á norðurhveli jarðar, ásamt átu. Hrefnan étur líka talsvert af öðrum uppsjávarfiskum eins og síld og loðnu, einnig bolfisk, þá helst þorsk. Stofnstærðarmat Hafrannsóknarstofnunar frá 1995 bendir til þess að fjöldi hrefna á Mið-Atlantshafi (við Austur-Grænland, Jan Mayen og Ísland) sé um 70 þúsund dýr. Í svari Jakobs Jakobssonar hér á Vísindavefnum, við spurningunni Hversu mikið af fiski éta hvalir? kemur fram að hrefnan étur allt að einni milljón tonna af fiski á ári hér við land, að öllum líkindum af fyrrgreindum tegundum. Hún er því lang atkvæðamesta fiskiætan af þeim hvalategundum sem lifa hér við land. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fæða hrefnunnar skiptist hlutfallslega í 35% ljósátu, 29% sandsíli, 26% loðnu og 10% aðra fiska. Þetta segir með öðrum orðum að 2/3 fæðu hrefnunnar eru fiskar. Hnúfubakurinn sækir í uppsjávarfisk líka og getur hann valdið vandamálum hjá loðnusjómönnum, til dæmis er algengt að hnúfubakar flækist í loðnunætur og valdi miklum skemmdum á veiðarfærum.

Hér við land finnast að öllum líkindum allt að 15 tegundir tannhvala innan efnahagslögsögunnar. Sumar þeirra eru mjög algengar en aðrar sjást afar sjaldan, eins og gengur og gerist.

Þær tegundir sem sjást mjög oft eru hnýðingur (Lagenorhynchus albirostris), leifturhnýðir (Lagenorhynchus acutus), háhyrningur (Orcinus orca), grindhvalur (Globicephala melaena), andarnefja (Hyperoodon ampullatus), búrhvalur (Physeter macrocephalus), hnísa (Phocoena phocoena) og stökkull (Tursiops truncatus).



Aðrar tegundir sjást sjaldnar vegna ýmissa orsaka, til dæmis vegna þess að hafið umhverfis landið er á mörkum útbreiðslu þeirra. Meðal þeirra má nefna hundfisk/létti (Delphinus delphis) en Ísland er nyrst í útbreiðslu þeirrar tegundar ásamt annarrar höfrungategundar sem kölluð hefur verið rákahöfrungur eða sprettingur (Stenella coeruleoalba). Tvær tegundir af ættinni Ziphiidae (svínhvalir) eru mjög sjaldséðar, gáshnallur (Ziphius cavirostris) sem lítið er vitað um hér við land enda heldur hann sig á talsverðu dýpi, og króksnjáldri (Mesoplodon densirostris) sem er einstaklega feiminn hvalur! Mjaldurinn (Delphinapterus leucas) kemur hingað reglulega sem flækingur en hann lifir undir venjulegum kringumstæðum fyrir norðan landið, sömu leiðis náhvalur (Monodon monoceros). Erfitt er að fullyrða hvort nokkrir af ofangreindum hvölum eru hér reglulega hluta úr ári eða eru flækingar sem koma hingað stöku sinnum.




Spurningunni hvort hægt sé að hefja veiðar á umræddum tannhvölum er ekki auðsvarað nema ítarlegar stofnrannsóknir fari fram á þeim. Ljóst er þó að stofnar nokkurra tannhvala eru geysistórir, svo sem stofnar grindhvala og hnísa og að öllum líkindum eru þeir vel nýtanlegir. Vísindamenn áætla að vel yfir 100 þúsund grindhvalir séu í sjónum á hafsvæðunum umhverfis landið og einnig eru tugir þúsunda andarnefja í norðanverðu Atlantshafinu. Lítið er vitað um stofnstærð ofangreindra höfrungategunda sem finnast umhverfis landið og því ekki hægt að leggja mat á veiðiþol þessara tegunda.

Heimildir og myndir:

...