Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?

Edda Elísabet Magnúsdóttir

Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er skíðin, gerir einum skíðishvali kleift að vera mun afkastameiri við fæðuöflun heldur en einum tannhvali. Enn fremur eru skíðishvalir að jafnaði mun þyngri og stærri. Þeir eru þannig betur í stakk búnir þegar verjast þarf hinum ýmsu hættum hafsins. Með því að halda hópinn eru tannhvalir ekki einungis betur í stakk búnir til veiða heldur auka þeir einnig öryggi sitt og kálfa sinna.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni: Eru skíðishvalir ófélagslyndir? eru skíðishvalir alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Skíðishvalir lifa þó yfirleitt í frekar lausmótuðum samfélögum. Hópar hnúfubaka eru til að mynda síbreytilegir og virðist hópamyndunin vera nokkuð tilviljanakennd. Samheldni í hópum tannhvala er hins vegar meiri og getur verið þeim mjög mikilvæg, til dæmis við fæðingu eins og lesa má um í svari við spurningunni: Hvernig er félagskerfi tannhvala?

Steypireyðurin er engin smásmíði. Hún er vel í stakk búin að verjast hættum hafsins eins síns liðs.

Bæði skíðishvalir og tannhvalir sýna þannig skýra félagshegðun sín á milli. Aftur á móti er ekki eins mikil þörf fyrir þróað félagskerfi hjá skíðishvölum þar sem þeir komast vel af upp á eigin spýtur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Ýmsar heimildir og ítarefni um skíðishvali og tannhvali er að finna í þessum svörum.

Mynd:

Höfundur

Edda Elísabet Magnúsdóttir

doktor í líffræði

Útgáfudagur

22.2.2011

Spyrjandi

Björn Leví Óskarsson, f. 1995

Tilvísun

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24930.

Edda Elísabet Magnúsdóttir. (2011, 22. febrúar). Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24930

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24930>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?
Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er skíðin, gerir einum skíðishvali kleift að vera mun afkastameiri við fæðuöflun heldur en einum tannhvali. Enn fremur eru skíðishvalir að jafnaði mun þyngri og stærri. Þeir eru þannig betur í stakk búnir þegar verjast þarf hinum ýmsu hættum hafsins. Með því að halda hópinn eru tannhvalir ekki einungis betur í stakk búnir til veiða heldur auka þeir einnig öryggi sitt og kálfa sinna.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni: Eru skíðishvalir ófélagslyndir? eru skíðishvalir alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Skíðishvalir lifa þó yfirleitt í frekar lausmótuðum samfélögum. Hópar hnúfubaka eru til að mynda síbreytilegir og virðist hópamyndunin vera nokkuð tilviljanakennd. Samheldni í hópum tannhvala er hins vegar meiri og getur verið þeim mjög mikilvæg, til dæmis við fæðingu eins og lesa má um í svari við spurningunni: Hvernig er félagskerfi tannhvala?

Steypireyðurin er engin smásmíði. Hún er vel í stakk búin að verjast hættum hafsins eins síns liðs.

Bæði skíðishvalir og tannhvalir sýna þannig skýra félagshegðun sín á milli. Aftur á móti er ekki eins mikil þörf fyrir þróað félagskerfi hjá skíðishvölum þar sem þeir komast vel af upp á eigin spýtur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Ýmsar heimildir og ítarefni um skíðishvali og tannhvali er að finna í þessum svörum.

Mynd:...