Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

JMH

Spyrjandi bætir síðan við:
Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!
Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm.

Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt flugur og fílsungar halda stundum í hala móður sinnar með rananum. Athuganir hafa sýnt að fílshali á fullvöxnum fíl er um 10 kg að þyngd.

Ýmis önnur heiti tengd fílum eru þau sömu og við notum um nautgripi. Karldýrin eru nefnd tarfar, kvendýrin kýr og ungviðið kálfar. Þegar fílskýr er eðlunarfús er hún yxna líkt og aðrar kýr.

Mynd: Hollywood Animals

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.3.2004

Spyrjandi

Jón Sigtryggsson

Tilvísun

JMH. „Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4048.

JMH. (2004, 11. mars). Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4048

JMH. „Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4048>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?
Spyrjandi bætir síðan við:

Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!
Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm.

Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt flugur og fílsungar halda stundum í hala móður sinnar með rananum. Athuganir hafa sýnt að fílshali á fullvöxnum fíl er um 10 kg að þyngd.

Ýmis önnur heiti tengd fílum eru þau sömu og við notum um nautgripi. Karldýrin eru nefnd tarfar, kvendýrin kýr og ungviðið kálfar. Þegar fílskýr er eðlunarfús er hún yxna líkt og aðrar kýr.

Mynd: Hollywood Animals

...