Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns?

Jón Már Halldórsson

Til eru þrjár tegundir fíla í heiminum í dag og lifa tvær þeirra í Afríku en ein í Asíu. Afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) er stærsti núlifandi fíllinn og líka stærsta landspendýrið. Hann er 3-4 metrar upp á herðakamb og vegur 4-7 tonn, en þó er algengasta þyngdin 5,5 tonn. Í Afríku lifir líka skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sem er mun minni en gresjufíllinn eða 2-4 tonn. Lengi vel var skógarfíllinn talinn deilitegund gresjufílsins en nú eru flestir vísindamenn á þessu sviði á því að hann sé sérstök tegund. Nánar má lesa um skógarfílinn í svari við spurningunni Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?



Asíufíllinn (Elephas maximus) er eina filategundin sem lifir í Asíu og skiptist hún í nokkrar deilitegundir. Má þar nefna Súmötru-deilitegundina E. maximus sumatrans, Sri Lanka-deilitegundina E. maximus maximus og meginlandsdeilitegundina E. maximus indicus. Þessar deilitegundir eru allar áþekkar að stærð, um 3 metrar upp á herðakamb og 2-5 tonn á þyngd.

Eitt af einkennum fíla eru stórvaxnar skögultennur og eru bæði kynin með slíkar tennur. Tarfarnir eru þó með mun stærri og voldugri tennur. Ástæðan fyrir því er ekki alveg kunn en þó telja vísindamenn að um kynjað val sé að ræða. Með öðrum orðum þýðir það að tarfar með stærri skögultennur hafi betur í samkeppni við aðra tarfa um hylli kúa og komi þar af leiðandi erfðavísum sínum til næstu kynslóðar. Þar á meðal eru þá erfðavísar sem hafa áhrif á stærð skögultanna.

Myndin sýnir asískan fíl af deilitegundinni Elephas maximus indicus.

Lesendum sem hafa yfir að ráða hraðvirkri nettengingu er bent á skemmtilegt myndband á britannicu.com sem sýnir fíl í náttúrulegu umhverfi. Smellið hér til að sjá myndbandið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.5.2001

Spyrjandi

Jóhann Felix Jónsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1577.

Jón Már Halldórsson. (2001, 8. maí). Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1577

Jón Már Halldórsson. „Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1577>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns?
Til eru þrjár tegundir fíla í heiminum í dag og lifa tvær þeirra í Afríku en ein í Asíu. Afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) er stærsti núlifandi fíllinn og líka stærsta landspendýrið. Hann er 3-4 metrar upp á herðakamb og vegur 4-7 tonn, en þó er algengasta þyngdin 5,5 tonn. Í Afríku lifir líka skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sem er mun minni en gresjufíllinn eða 2-4 tonn. Lengi vel var skógarfíllinn talinn deilitegund gresjufílsins en nú eru flestir vísindamenn á þessu sviði á því að hann sé sérstök tegund. Nánar má lesa um skógarfílinn í svari við spurningunni Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?



Asíufíllinn (Elephas maximus) er eina filategundin sem lifir í Asíu og skiptist hún í nokkrar deilitegundir. Má þar nefna Súmötru-deilitegundina E. maximus sumatrans, Sri Lanka-deilitegundina E. maximus maximus og meginlandsdeilitegundina E. maximus indicus. Þessar deilitegundir eru allar áþekkar að stærð, um 3 metrar upp á herðakamb og 2-5 tonn á þyngd.

Eitt af einkennum fíla eru stórvaxnar skögultennur og eru bæði kynin með slíkar tennur. Tarfarnir eru þó með mun stærri og voldugri tennur. Ástæðan fyrir því er ekki alveg kunn en þó telja vísindamenn að um kynjað val sé að ræða. Með öðrum orðum þýðir það að tarfar með stærri skögultennur hafi betur í samkeppni við aðra tarfa um hylli kúa og komi þar af leiðandi erfðavísum sínum til næstu kynslóðar. Þar á meðal eru þá erfðavísar sem hafa áhrif á stærð skögultanna.

Myndin sýnir asískan fíl af deilitegundinni Elephas maximus indicus.

Lesendum sem hafa yfir að ráða hraðvirkri nettengingu er bent á skemmtilegt myndband á britannicu.com sem sýnir fíl í náttúrulegu umhverfi. Smellið hér til að sjá myndbandið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild: ...