Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 37 svör fundust
Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?
Þrátt fyrir að hlutfallslegir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðar- og efnahagsmætti séu gríðarlegir – nánast óviðjafnanlegir í sögulegu samhengi – búum við í veröld þar sem að straumar og stefnur móta í sífellu farveg alþjóðastjórnmála framtíðarinnar. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að næstu áratugi verði einhverj...
Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...
Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?
Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn hefur tekið þátt í og stjórnað fjölmörgum innlendum rannsóknarverkefnum og þátttö...
Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...
Hver fann Mexíkó?
Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...
Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...
Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?
Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...
Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?
Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...
Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?
Tíska og margt sem henni tengist er sannkallað stórveldi í viðskiptaheiminum og hluti af öflugu markaðs- og neyslukerfi nútímans. Tískuframleiðsla og allt umhverfi tískunnar hefur um árabil þróast í þá átt að verða að einni mikilvægasta tekjulind öflugustu ríkja heims. Fastmótuð menning sem er inngreypt í hagkerfi...
Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan?
Ghenghis Kahn og sonarsonur hans Kúblai Kahn voru leiðtogar Mongóla á 13. öld eftir Krist. Undir þeirra stjórn stækkaði veldi Móngóla mikið. Þeir eru taldir vera mestu landvinningamenn sögunnar. Á tæpum 20 árum lögðu Mongólar undir sig múslímaríkin í Mið-Asíu, æddu yfir Kína og sóttu inn í Rússland. Ghenghis...
Á hvað trúa Mongólar?
Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...
Hvað gerðist í Perluhöfn (Pearl Harbor) í seinni heimsstyrjöldinni?
Þegar minnst er á þátt Perluhafnar í seinni heimsstyrjöldinni, er átt við árás Japana að morgni 7. desember 1941 á flotahöfn og herflugvelli Bandaríkjamanna á eyjunni Ohau í Hawaii-eyjaklasanum, sem gerð var fyrirvaralaust og án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Perluhöfn (Pearl Harbor) árið 1940. Á 4. áratug síðus...
Hvenær ríktu Rómverjar?
Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar ná...
Hver fann upp skriðdrekann?
Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...
Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?
Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og marg...