Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann Mexíkó?

Ulrika Andersson

Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og voru safnarar. Fyrir um það bil 10.000 árum hófu þeir síðan maís- og baunarækt.

Á þrettándu öld réðust nokkrir ættflokkar inn í Mexíkó frá norðri og hófu að byggja upp stórveldi í Mið-Mexíkó. Stærsti og áhrifamesti ættflokkurinn var kallaður Mexíka og dregur landið nafn sitt af þeim. Saman nefndu ættflokkarnir sig Asteka og árið 1325 stofnuðu þeir stórt sameiginlegt ríki. Samkvæmt þjóðsögunni ákváðu þeir að byggja höfuðborg sína, Tenochtitlán, þar sem sést hafði til arnar sitjandi á kaktus með snák í gogginum. Enn í dag er myndræn útfærsla á þessari sögn tákn Mexíkó.

Astekarnir voru fjölmennir, líklega um 5-6 milljónir samanlagt. Þegar Spánverjar hertóku ríki Asteka á 16. öld bjuggu líklega um 200.000 manns í borginni Tenochtitlán. Það var herforingi Spánverja Hernán Cortés að nafni sem náði þessari miklu borg Asteka á sitt vald árið 1521 eftir langt umsátur. Sjúkdómar og hungursneyð urðu Astekunum að falli og eftir að umsátrinu lauk er talið að um 40.000 Astekar hafi legið í valnum í borginni. Spánverjarnir reistu nýja borg þar sem Tenochtitlán hafði verið, og nefnist hún Mexíkóborg.



Heimildir og myndræn frásögn:

Mynd:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

7.10.2002

Spyrjandi

Karl Freysteinsson, f. 1991

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver fann Mexíkó?“ Vísindavefurinn, 7. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2765.

Ulrika Andersson. (2002, 7. október). Hver fann Mexíkó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2765

Ulrika Andersson. „Hver fann Mexíkó?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2765>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann Mexíkó?
Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og voru safnarar. Fyrir um það bil 10.000 árum hófu þeir síðan maís- og baunarækt.

Á þrettándu öld réðust nokkrir ættflokkar inn í Mexíkó frá norðri og hófu að byggja upp stórveldi í Mið-Mexíkó. Stærsti og áhrifamesti ættflokkurinn var kallaður Mexíka og dregur landið nafn sitt af þeim. Saman nefndu ættflokkarnir sig Asteka og árið 1325 stofnuðu þeir stórt sameiginlegt ríki. Samkvæmt þjóðsögunni ákváðu þeir að byggja höfuðborg sína, Tenochtitlán, þar sem sést hafði til arnar sitjandi á kaktus með snák í gogginum. Enn í dag er myndræn útfærsla á þessari sögn tákn Mexíkó.

Astekarnir voru fjölmennir, líklega um 5-6 milljónir samanlagt. Þegar Spánverjar hertóku ríki Asteka á 16. öld bjuggu líklega um 200.000 manns í borginni Tenochtitlán. Það var herforingi Spánverja Hernán Cortés að nafni sem náði þessari miklu borg Asteka á sitt vald árið 1521 eftir langt umsátur. Sjúkdómar og hungursneyð urðu Astekunum að falli og eftir að umsátrinu lauk er talið að um 40.000 Astekar hafi legið í valnum í borginni. Spánverjarnir reistu nýja borg þar sem Tenochtitlán hafði verið, og nefnist hún Mexíkóborg.



Heimildir og myndræn frásögn:

Mynd:...