Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?

Örn Arnarson

Þrátt fyrir að hlutfallslegir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðar- og efnahagsmætti séu gríðarlegir – nánast óviðjafnanlegir í sögulegu samhengi – búum við í veröld þar sem að straumar og stefnur móta í sífellu farveg alþjóðastjórnmála framtíðarinnar. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að næstu áratugi verði einhverjar breytingar á valdajafnvægi helstu stórvelda heims. En þrátt fyrir að hagkerfi ríkja eins og Kína og Indlands fari ört vaxandi og Evrópusambandið standi á mörgum sviðum jafnfætis Bandaríkjunum er nær útilokað að þessi ríki muni í náinni framtíð geta ógnað hernaðarmætti Bandaríkjanna; þróunin gæti hins vegar verið á þann veg að máttur Bandaríkjanna rýrni sökum efnahagslegra vandamála.

Þegar talað er um hernaðarmátt er yfirleitt átt við getu ríkja til stríðsrekstrar og valdbeitingar hvert gegn öðru ef til þess kæmi. Ekki er þar með sagt að þjóðir nái að beita þessum hernaðarmætti til að ná settum pólitískum markmiðum sem er jú tilgangur valdbeitingar hverju sinni. Miklar breytingar hafa orðið á hernaði og aukin áhersla verið lögð á óhefðbundnar baráttuaðferðir og skæruhernað ásamt uppbyggingu og friðargæslustarfi. Því má að einhverju leyti segja að hinn mikli hernaðarmáttur Bandaríkjanna sé tálsýn. Ef til vill myndi ríkjum á borð við Kína reynast mun auðveldara en vestrænum lýðræðisríkjum að sigrast á andstæðingum sínum þar sem hendur herstjórnenda þar væru ekki jafnbundnar af ráðandi gildum um mannréttindi og hóflega beitingu valds. Ólýðræðisleg þjóðfélög eru auk þess ekki jafnviðkvæm og vestræn samfélög fyrir mannfalli í eigin herjum.

Eðli málsins samkvæmt hvílir hernaðarmáttur Bandaríkjanna á einstökum efnahagsmætti. Bandaríkin geta haldið úti miklum her með ógnvekjandi vopnabúri án þess að verja mjög háu hlutfalli af þjóðarframleiðslu sinni í þann málaflokk eða um 4%. Þrátt fyrir það er heildarupphæðin litlu minni en framlög allra annarra ríkja heimsins til hernaðarmála samanlögð (Bandaríkin verja tæpum 470 milljörðum dala í málaflokkinn á meðan öll önnur ríki heimsins eyða um 500 milljörðum, sjá lista um útgjöld ríkja til hernaðarmála).

Þar sem yfirlýst stefna Bandaríkjanna er að viðhalda þessum yfirburðum er líklega ekkert ríki sem getur jafnað þennan mun og orðið að slíku hernaðarveldi. Geri eitthvert þeirra tilraun til þess er líklegt að hagkerfi þess hrynji undan þunga of mikillar fjárfestingar í hernaði. Þó verður að hafa í huga að sameiginleg “þjóðarframleiðsla” Evrópusambandsins er litlu minni en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna svo fræðilega séð gæti ESB komið sér upp voldugum her. Það mun þó varla gerast, bæði vegna vandræðagangs aðildarríkja við að koma sér upp sameiginlegri utanríkisstefnu og vegna þess að slíkar áætlanir eru ekki í anda hugmyndafræðinnar að baki Evrópusambandinu.



Verðbréfahöllin í New York. Hernaðarmáttur Bandaríkjanna byggir á efnahagslegum undirstöðum.

Þrátt fyrir að yfirburðastaða Bandaríkjanna virðist traust er eitt og annað í efnahag Bandaríkjanna sem gæti grafið undan henni. Frá og með sjöunda áratugnum hefur halli á ríkisfjárlögum og utanríkisviðskiptum verið regla frekar en undantekning. Þetta þýðir einfaldlega að Bandaríkjamenn eyða meiru en þeir afla og þurfa að treysta á umheiminn til þess að fjármagna umframneysluna. Hugsanlega gæti áhugi umheimsins á því að fjárfesta í Bandaríkjunum minnkað, til að mynda ef fjárfestar og seðlabankar teldu öruggara að geyma eignir sínar í evrum. Afleiðingarnar af því yrðu efnahagsleg niðursveifla sem drægi úr stöðu Bandaríkjanna sem hnattræns hernaðarveldis. Slík atburðarrás myndi þó varla verða til þess að máttur annarra ríkja í samanburði við Bandaríkin yxi sökum þess að mikilvægi Bandaríkjanna í alþjóðahagkerfinu er slíkt að niðursveiflan myndi ná til annarra landa.

Það er því nær útilokað að önnur ríki muni í náinni framtíð jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti. Eflaust gæti óvænt þróun á sviði nýrrar tækni þeytt hagkerfi Evrópusambandsins yfir hagkerfi Bandaríkjanna um tíma en um slíkt er auðvitað ómögulegt að spá. Hinn risavaxni markaður í Kína eykur líka efnahagsmátt landsins og þar af leiðandi mikilvægi þess í alþjóðahagkerfinu. Það þýðir samt ekki að draga muni úr efnahagsmætti Bandaríkjanna. Samofin hagkerfi gera það að verkum að aukin velmegun í einu landi er ekki endilega á kostnað annarra.

Helsta hættan sem steðjar að heimsveldi Bandaríkjanna felst því ekki í vexti og viðgangi annarra ríkja heldur frekar frá breytingum á stjórnmálaviðhorfi almennings. Það getur reynst erfitt fyrir lýðræðisleg stjórnvöld að réttlæta fyrir almenningi að fjöldi hermanna dvelji langdvölum á erlendri grund og að þeim sé beitt til þess að hafa áhrif á gang mála í fjarlægum löndum. Auk þess er vel hugsanlegt að almenningur kæri sig ekki lengur um að borga fyrir það hernaðarhlutverk sem Bandaríkin hafa skapað sér. Afleiðingarnar af slíkri þróun er efni í annað svar en mikilvægt er að halda því til haga að heimsveldi þurfa hugmyndafræðilegan styrk til þess að beita sér í alþjóðamálum. Sá styrkur getur þorrið þótt efnahagsleg og hernaðarleg geta sé enn til staðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

M.A. í alþjóðastjórnmálum og hagfræði

Útgáfudagur

28.12.2005

Spyrjandi

Geir Konráð Theodórsson

Tilvísun

Örn Arnarson. „Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5519.

Örn Arnarson. (2005, 28. desember). Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5519

Örn Arnarson. „Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5519>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?
Þrátt fyrir að hlutfallslegir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðar- og efnahagsmætti séu gríðarlegir – nánast óviðjafnanlegir í sögulegu samhengi – búum við í veröld þar sem að straumar og stefnur móta í sífellu farveg alþjóðastjórnmála framtíðarinnar. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að næstu áratugi verði einhverjar breytingar á valdajafnvægi helstu stórvelda heims. En þrátt fyrir að hagkerfi ríkja eins og Kína og Indlands fari ört vaxandi og Evrópusambandið standi á mörgum sviðum jafnfætis Bandaríkjunum er nær útilokað að þessi ríki muni í náinni framtíð geta ógnað hernaðarmætti Bandaríkjanna; þróunin gæti hins vegar verið á þann veg að máttur Bandaríkjanna rýrni sökum efnahagslegra vandamála.

Þegar talað er um hernaðarmátt er yfirleitt átt við getu ríkja til stríðsrekstrar og valdbeitingar hvert gegn öðru ef til þess kæmi. Ekki er þar með sagt að þjóðir nái að beita þessum hernaðarmætti til að ná settum pólitískum markmiðum sem er jú tilgangur valdbeitingar hverju sinni. Miklar breytingar hafa orðið á hernaði og aukin áhersla verið lögð á óhefðbundnar baráttuaðferðir og skæruhernað ásamt uppbyggingu og friðargæslustarfi. Því má að einhverju leyti segja að hinn mikli hernaðarmáttur Bandaríkjanna sé tálsýn. Ef til vill myndi ríkjum á borð við Kína reynast mun auðveldara en vestrænum lýðræðisríkjum að sigrast á andstæðingum sínum þar sem hendur herstjórnenda þar væru ekki jafnbundnar af ráðandi gildum um mannréttindi og hóflega beitingu valds. Ólýðræðisleg þjóðfélög eru auk þess ekki jafnviðkvæm og vestræn samfélög fyrir mannfalli í eigin herjum.

Eðli málsins samkvæmt hvílir hernaðarmáttur Bandaríkjanna á einstökum efnahagsmætti. Bandaríkin geta haldið úti miklum her með ógnvekjandi vopnabúri án þess að verja mjög háu hlutfalli af þjóðarframleiðslu sinni í þann málaflokk eða um 4%. Þrátt fyrir það er heildarupphæðin litlu minni en framlög allra annarra ríkja heimsins til hernaðarmála samanlögð (Bandaríkin verja tæpum 470 milljörðum dala í málaflokkinn á meðan öll önnur ríki heimsins eyða um 500 milljörðum, sjá lista um útgjöld ríkja til hernaðarmála).

Þar sem yfirlýst stefna Bandaríkjanna er að viðhalda þessum yfirburðum er líklega ekkert ríki sem getur jafnað þennan mun og orðið að slíku hernaðarveldi. Geri eitthvert þeirra tilraun til þess er líklegt að hagkerfi þess hrynji undan þunga of mikillar fjárfestingar í hernaði. Þó verður að hafa í huga að sameiginleg “þjóðarframleiðsla” Evrópusambandsins er litlu minni en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna svo fræðilega séð gæti ESB komið sér upp voldugum her. Það mun þó varla gerast, bæði vegna vandræðagangs aðildarríkja við að koma sér upp sameiginlegri utanríkisstefnu og vegna þess að slíkar áætlanir eru ekki í anda hugmyndafræðinnar að baki Evrópusambandinu.



Verðbréfahöllin í New York. Hernaðarmáttur Bandaríkjanna byggir á efnahagslegum undirstöðum.

Þrátt fyrir að yfirburðastaða Bandaríkjanna virðist traust er eitt og annað í efnahag Bandaríkjanna sem gæti grafið undan henni. Frá og með sjöunda áratugnum hefur halli á ríkisfjárlögum og utanríkisviðskiptum verið regla frekar en undantekning. Þetta þýðir einfaldlega að Bandaríkjamenn eyða meiru en þeir afla og þurfa að treysta á umheiminn til þess að fjármagna umframneysluna. Hugsanlega gæti áhugi umheimsins á því að fjárfesta í Bandaríkjunum minnkað, til að mynda ef fjárfestar og seðlabankar teldu öruggara að geyma eignir sínar í evrum. Afleiðingarnar af því yrðu efnahagsleg niðursveifla sem drægi úr stöðu Bandaríkjanna sem hnattræns hernaðarveldis. Slík atburðarrás myndi þó varla verða til þess að máttur annarra ríkja í samanburði við Bandaríkin yxi sökum þess að mikilvægi Bandaríkjanna í alþjóðahagkerfinu er slíkt að niðursveiflan myndi ná til annarra landa.

Það er því nær útilokað að önnur ríki muni í náinni framtíð jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti. Eflaust gæti óvænt þróun á sviði nýrrar tækni þeytt hagkerfi Evrópusambandsins yfir hagkerfi Bandaríkjanna um tíma en um slíkt er auðvitað ómögulegt að spá. Hinn risavaxni markaður í Kína eykur líka efnahagsmátt landsins og þar af leiðandi mikilvægi þess í alþjóðahagkerfinu. Það þýðir samt ekki að draga muni úr efnahagsmætti Bandaríkjanna. Samofin hagkerfi gera það að verkum að aukin velmegun í einu landi er ekki endilega á kostnað annarra.

Helsta hættan sem steðjar að heimsveldi Bandaríkjanna felst því ekki í vexti og viðgangi annarra ríkja heldur frekar frá breytingum á stjórnmálaviðhorfi almennings. Það getur reynst erfitt fyrir lýðræðisleg stjórnvöld að réttlæta fyrir almenningi að fjöldi hermanna dvelji langdvölum á erlendri grund og að þeim sé beitt til þess að hafa áhrif á gang mála í fjarlægum löndum. Auk þess er vel hugsanlegt að almenningur kæri sig ekki lengur um að borga fyrir það hernaðarhlutverk sem Bandaríkin hafa skapað sér. Afleiðingarnar af slíkri þróun er efni í annað svar en mikilvægt er að halda því til haga að heimsveldi þurfa hugmyndafræðilegan styrk til þess að beita sér í alþjóðamálum. Sá styrkur getur þorrið þótt efnahagsleg og hernaðarleg geta sé enn til staðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...