Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 21 svör fundust
Hvaða trjátegundir voru á Íslandi við landnám?
Einnig hefur verið spurt:Hver eru upprunalegu tré Íslands? Þegar spurt er um tré er fyrst að skilgreina hvað sé tré, samanborið við til dæmis hvað flokkast sem runni, en munurinn milli trjáa og runna er síður en svo skýr. Tré og runnar eru plöntur með fjölæra, trénaða stöngla, en frá stærstu trjám (til dæmis ri...
Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?
Flestar plöntur sem vaxa villtar á Íslandi eru skaðlausar með öllu og þar með talin berin en þau eru auðvitað ekki öll bragðgóð. Ágætt dæmi um það eru reyniber (sjá mynd hér fyrir neðan), sem óhætt er að leggja sér til munns en hafa ekki þótt sérlega ljúffeng. Fá dæmi eru um eitraðar íslenskar plöntur en nefna ...
Af hverju vaxa tré endalaust?
Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum. Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur...
Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?
Kynlaus æxlun er fjölgun án blöndunar erfðaefnis. Þeir einstaklingar sem verða til við kynlausa æxlun eiga aðeins eitt foreldri og eru því erfðafræðilega eins og það. Annað nafn yfir einstaklinga sem verða til á þennan hátt er „klónar“. Kynlaus æxlun er algeng í náttúrunni þó hún sé tiltölulega sjaldgæf með...
Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?
Algengt er að flokka blómplöntur eftir því hvort þær eru einærar, tvíærar eða fjölærar. Ýmsar nytjaplöntur eins og hveiti eru einærar. Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar...
Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?
Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....
Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?
Hreindýramosi (Cladonia rangiferina) er hvít runnaflétta, en svo nefnist einn af þremur hópum flétta. Hinir tveir hóparnir kallast blaðfléttur og hrúðurfléttur. Fjallagrös eru dæmi um blaðfléttu, enda hafa þau blöð og hrúðurfléttur sjást oft á klettum og trjáberki þar sem þær mynda hrúður. Runnaflétturnar eru grei...
Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?
Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...
Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?
Rauðsmárinn (Trifolium pratense) er fjölær belgjurt af ertublómaætt. Venjan er að skipta fjölæringum í tvennt: trjákennda fjölæringa, sem eru tré og runnar, og jurtkennda fjölæringa. Jurtkenndir fjölæringar eru plöntur sem mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins veg...
Er gras á norður- eða suðurpólnum?
Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun...
Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?
Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...
Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?
Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...
Hvenær verða tré að skógi?
Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...
Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?
Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...
Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?
Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á vill...