Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju vaxa tré endalaust?

MBS

Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur eru þessi tré þó alls ekki elstu lífverur jarðar. Fyrir nokkrum árum síðan fundust runnar í Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum af tegundinni Larrea divaricata sem eru taldir vera um 12.000 ára gamlir. Þetta þýðir að þessir runnar hafa vaxið upp í kringum síðustu ísöld. Nýlegri fundur lætur þó þessa runna virðast vera aðeins á unglingsaldri, en grasafræðingar í Tasmaníu hafa fundið runna sem taldir eru vera meira en 43.000 ára gamlir!

Broddfura (Pinus longaeva) er elsta núlifandi tré sem fundist hefur.

Tré vaxa með tvennum hætti, annars vegar með frumvexti (e. primary growth) þar sem á sér stað lenging stönguls og róta og hins vegar með síðvexti (e. secondary growth) sem veldur gildnun stönguls og róta. Tré vaxa því ekki aðeins upp á við heldur einnig að ummáli. Þessu ferli er stýrt af plöntuhormónum (e. phytohormones), svo sem gibberellínum og áxíni, og vaxtarþáttum eins og brassínólíðum sem eru sterar. Plöntuhormón stýra einnig annarri starfsemi plantna svo sem blómgun, þroskun ávaxta, þroskun laufa og öldrun.

Hæsta tré jarðar er talið vera douglasgreni (Pseudotsuga menziesii) en það hefur mælst 123 metrar á hæð. Til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkjuturn er aðeins 74,5 metrar á hæð, sem þýðir að douglasgrenið myndi gnæfa töluvert yfir hann. Næst hæsta tré jarðar eru rauðviður (Sequoia sempervirens) sem hefur mælst um 112 metrar á hæð. Einnig hefur fundist 2.500 ára gömul risafura (Sequoia dendron gigantium) sem mældist vera 93,5 metrar á hæð og 35 metrar í ummál þar sem hún var gildust.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Raven, Evert og Eichhorn. 1999. Biology of plants. W.H. Freeman and company, New York.
  • Vilmundur Hansen. 1995. Ræktun í skólastarfi: Kennarabók. Skógræktarfélag Íslands, Reykjavík.

Mynd: High Elevation White Pines


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

24.11.2008

Síðast uppfært

1.6.2018

Spyrjandi

Hólmfríður Karen Karlsdóttir, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Af hverju vaxa tré endalaust?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50379.

MBS. (2008, 24. nóvember). Af hverju vaxa tré endalaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50379

MBS. „Af hverju vaxa tré endalaust?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50379>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju vaxa tré endalaust?
Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur eru þessi tré þó alls ekki elstu lífverur jarðar. Fyrir nokkrum árum síðan fundust runnar í Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum af tegundinni Larrea divaricata sem eru taldir vera um 12.000 ára gamlir. Þetta þýðir að þessir runnar hafa vaxið upp í kringum síðustu ísöld. Nýlegri fundur lætur þó þessa runna virðast vera aðeins á unglingsaldri, en grasafræðingar í Tasmaníu hafa fundið runna sem taldir eru vera meira en 43.000 ára gamlir!

Broddfura (Pinus longaeva) er elsta núlifandi tré sem fundist hefur.

Tré vaxa með tvennum hætti, annars vegar með frumvexti (e. primary growth) þar sem á sér stað lenging stönguls og róta og hins vegar með síðvexti (e. secondary growth) sem veldur gildnun stönguls og róta. Tré vaxa því ekki aðeins upp á við heldur einnig að ummáli. Þessu ferli er stýrt af plöntuhormónum (e. phytohormones), svo sem gibberellínum og áxíni, og vaxtarþáttum eins og brassínólíðum sem eru sterar. Plöntuhormón stýra einnig annarri starfsemi plantna svo sem blómgun, þroskun ávaxta, þroskun laufa og öldrun.

Hæsta tré jarðar er talið vera douglasgreni (Pseudotsuga menziesii) en það hefur mælst 123 metrar á hæð. Til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkjuturn er aðeins 74,5 metrar á hæð, sem þýðir að douglasgrenið myndi gnæfa töluvert yfir hann. Næst hæsta tré jarðar eru rauðviður (Sequoia sempervirens) sem hefur mælst um 112 metrar á hæð. Einnig hefur fundist 2.500 ára gömul risafura (Sequoia dendron gigantium) sem mældist vera 93,5 metrar á hæð og 35 metrar í ummál þar sem hún var gildust.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Raven, Evert og Eichhorn. 1999. Biology of plants. W.H. Freeman and company, New York.
  • Vilmundur Hansen. 1995. Ræktun í skólastarfi: Kennarabók. Skógræktarfélag Íslands, Reykjavík.

Mynd: High Elevation White Pines


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....