Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?

Þröstur Eysteinsson

Til þess að lifa af veturinn þurfa tré að gera ráðstafanir til að forðast skemmdir, einkum þær sem gætu orðið þegar vatn frýs. Vatn er undirstaða í lífi trjáa sem og allra annarra lífvera. Vatn er notað til að flytja næringarefni úr jarðvegi upp í tréð. Afurðir ljóstillífunar eru fluttar í vatnslausn um tréð. Öll starfsemi í frumum trésins fer fram í vatnslausn og þar með er allur vöxtur háður vatni. Þegar vatn frýs eykst rúmmál þess auk þess sem ískristallar geta verið eins og nálar í laginu. Hvort tveggja getur valdið því að viðaræðar, sáldæðar og aðrar frumur trésins springi. Verði skemmdirnar of miklar getur tréð drepist.



Tré í vetrardvala.

Þegar dagar taka að styttast að hausti bregðast tré við með ákveðnum undirbúningi. Þau hætta að vaxa og mynda brum sem bíður með áframhaldandi vöxt þar til vorar. Einnig hætta þau að sjúga vatn upp úr jarðveginum. Þau mynda síðan mikið magn af sykrum og prótínum sem gera frumuvökvann að einskonar frostlegi sem ekki breytist í ís þótt frost verði mjög mikið. Sígræn tré verja bæði sprota og nálar á þennan hátt en sumargræn tré losa sig við laufblöðin og þurfa því bara að verja sprotana. Þegar tré eru komin í þetta ástand að enginn vöxtur, enginn vatnsflutningur og nánast engin önnur starfsemi á sér stað í frumum þeirra er sagt að þau sé í vetrardvala.

Skoðið einnig önnur svör sama höfundar við spurningunum:

Mynd: Bigfoto.com.

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

11.3.2005

Spyrjandi

Sigríður Indriðadóttir

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4831.

Þröstur Eysteinsson. (2005, 11. mars). Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4831

Þröstur Eysteinsson. „Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4831>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?
Til þess að lifa af veturinn þurfa tré að gera ráðstafanir til að forðast skemmdir, einkum þær sem gætu orðið þegar vatn frýs. Vatn er undirstaða í lífi trjáa sem og allra annarra lífvera. Vatn er notað til að flytja næringarefni úr jarðvegi upp í tréð. Afurðir ljóstillífunar eru fluttar í vatnslausn um tréð. Öll starfsemi í frumum trésins fer fram í vatnslausn og þar með er allur vöxtur háður vatni. Þegar vatn frýs eykst rúmmál þess auk þess sem ískristallar geta verið eins og nálar í laginu. Hvort tveggja getur valdið því að viðaræðar, sáldæðar og aðrar frumur trésins springi. Verði skemmdirnar of miklar getur tréð drepist.



Tré í vetrardvala.

Þegar dagar taka að styttast að hausti bregðast tré við með ákveðnum undirbúningi. Þau hætta að vaxa og mynda brum sem bíður með áframhaldandi vöxt þar til vorar. Einnig hætta þau að sjúga vatn upp úr jarðveginum. Þau mynda síðan mikið magn af sykrum og prótínum sem gera frumuvökvann að einskonar frostlegi sem ekki breytist í ís þótt frost verði mjög mikið. Sígræn tré verja bæði sprota og nálar á þennan hátt en sumargræn tré losa sig við laufblöðin og þurfa því bara að verja sprotana. Þegar tré eru komin í þetta ástand að enginn vöxtur, enginn vatnsflutningur og nánast engin önnur starfsemi á sér stað í frumum þeirra er sagt að þau sé í vetrardvala.

Skoðið einnig önnur svör sama höfundar við spurningunum:

Mynd: Bigfoto.com....