
Barrnál og laufblað eru tvö orð yfir sama fyrirbærið. Orðin vísa til mismunandi lögunar en á innri byggingu, starfsemi og hlutverki er lítill sem enginn munur á barrnálum og laufblöðum. Í svörum Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunum Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? og Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? má fræðast nánar um starfsemi og hlutverk laufblaða/barrnála. Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum Dartmouth College og Università di Catania.