Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?

Þröstur Eysteinsson

Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor.

Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir veturinn. Flestar tegundir lauftrjáa, og til dæmis lerki meðal barrtrjáa, mynda tiltölulega þunn og „ódýr“ laufblöð sem lifa aðeins eitt sumar og er síðan hent um haustið, oft eftir myndarlega skrautsýningu haustlita. Flestar tegundir barrtrjáa, og til dæmis alparósir meðal laufrunna, mynda hins vegar tiltölulega þykk og „dýr“ laufblöð, oft með þykkri vaxhúð, sem gerir þeim kleyft að lifa af einn eða fleiri vetur á trénu. Þessar mismunandi leiðir hafa þróast í tímans rás undir mismunandi kringumstæðum og virðist hvorug betri en hin.

Hjá öllum eðlilegum trjám er frumulag neðst í blaðstilkum laufblaða/nála sem er viðkvæmt fyrir plöntuhormóninu absissínsýru. Hjá sumargrænum trjám myndast absissínsýra í öllum laufblöðum á hverju hausti, frumulag þetta leysist upp og blöðin falla af trjánum. Hjá sígrænum trjám myndast absissínsýra í blöðum sem eru orðin nokkurra ára gömul og þau falla af trjánum, það er einn árgangur blaða/nála á ári, en yngri blöð/nálar falla ekki.

Lerkitré sem ekki missa nálarnar á haustin eru sennilega með erfðagalla sem felst annað hvort í því að nálarnar mynda ekki næga absissínsýru eða að frumurnar í umræddu frumulagi eru ekki nægilega viðkvæmar fyrir absissínsýru.

Myndir: Oregon State University

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

Borgný Skúladóttir

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2713.

Þröstur Eysteinsson. (2002, 16. september). Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2713

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2713>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?
Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor.

Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir veturinn. Flestar tegundir lauftrjáa, og til dæmis lerki meðal barrtrjáa, mynda tiltölulega þunn og „ódýr“ laufblöð sem lifa aðeins eitt sumar og er síðan hent um haustið, oft eftir myndarlega skrautsýningu haustlita. Flestar tegundir barrtrjáa, og til dæmis alparósir meðal laufrunna, mynda hins vegar tiltölulega þykk og „dýr“ laufblöð, oft með þykkri vaxhúð, sem gerir þeim kleyft að lifa af einn eða fleiri vetur á trénu. Þessar mismunandi leiðir hafa þróast í tímans rás undir mismunandi kringumstæðum og virðist hvorug betri en hin.

Hjá öllum eðlilegum trjám er frumulag neðst í blaðstilkum laufblaða/nála sem er viðkvæmt fyrir plöntuhormóninu absissínsýru. Hjá sumargrænum trjám myndast absissínsýra í öllum laufblöðum á hverju hausti, frumulag þetta leysist upp og blöðin falla af trjánum. Hjá sígrænum trjám myndast absissínsýra í blöðum sem eru orðin nokkurra ára gömul og þau falla af trjánum, það er einn árgangur blaða/nála á ári, en yngri blöð/nálar falla ekki.

Lerkitré sem ekki missa nálarnar á haustin eru sennilega með erfðagalla sem felst annað hvort í því að nálarnar mynda ekki næga absissínsýru eða að frumurnar í umræddu frumulagi eru ekki nægilega viðkvæmar fyrir absissínsýru.

Myndir: Oregon State University...