Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug?

Ólafur Eggertsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna myndast ekki árhringir í trjám sem vaxa nálægt miðbaugi jarðar þar sem veðufar er stöðugt og vaxtarskilyrði nánast hin sömu allt árið?

Á öllum landsvæðum heimsins þar sem árstíðarbundnar sveiflur eru í veðurfari (sumar - vetur) mynda trén árlega hringi í viðarvexti sínum eins og lesa má um í svari Þrastar Eysteinssonar við spurningunni Hvernig myndast árhringir í trjám?



Mynd úr skógum Ekvador.

Þegar komið er nálægt miðbaugi eru eiginlegar árstíðir eins og við þekkjum þær ekki til staðar og engar árlegar hitasveiflur. Þrátt fyrir það mynda flestar trjátegundir á þeim slóðum hringi. Þeir eru þó ekki árlegir heldur tengjast úrkomutímabilum, til dæmis monsúntímanum, og geta oft myndast margir hringir í trjánum á hverju ári. Ekki er jafn auðvelt að greina þessa hringi eins og þá sem tengjast árstíðum.

Mynd: Ecuador-Travel.net

Höfundur

jarðfræðingur, Mógilsá.

Útgáfudagur

17.5.2004

Spyrjandi

Bjarni Jónsson
Regína Sigurðardóttir

Tilvísun

Ólafur Eggertsson. „Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4258.

Ólafur Eggertsson. (2004, 17. maí). Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4258

Ólafur Eggertsson. „Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4258>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvers vegna myndast ekki árhringir í trjám sem vaxa nálægt miðbaugi jarðar þar sem veðufar er stöðugt og vaxtarskilyrði nánast hin sömu allt árið?

Á öllum landsvæðum heimsins þar sem árstíðarbundnar sveiflur eru í veðurfari (sumar - vetur) mynda trén árlega hringi í viðarvexti sínum eins og lesa má um í svari Þrastar Eysteinssonar við spurningunni Hvernig myndast árhringir í trjám?



Mynd úr skógum Ekvador.

Þegar komið er nálægt miðbaugi eru eiginlegar árstíðir eins og við þekkjum þær ekki til staðar og engar árlegar hitasveiflur. Þrátt fyrir það mynda flestar trjátegundir á þeim slóðum hringi. Þeir eru þó ekki árlegir heldur tengjast úrkomutímabilum, til dæmis monsúntímanum, og geta oft myndast margir hringir í trjánum á hverju ári. Ekki er jafn auðvelt að greina þessa hringi eins og þá sem tengjast árstíðum.

Mynd: Ecuador-Travel.net...