Hver eru upprunalegu tré Íslands?Þegar spurt er um tré er fyrst að skilgreina hvað sé tré, samanborið við til dæmis hvað flokkast sem runni, en munurinn milli trjáa og runna er síður en svo skýr. Tré og runnar eru plöntur með fjölæra, trénaða stöngla, en frá stærstu trjám (til dæmis risafurum) til jarðlægustu smárunna (til dæmis grasvíðis) er hvergi hægt að draga línu þar sem með óyggjandi hætti er að segja að öðu megin við hana séu tré en runnar hinu megin. Þá er það oft svo að sama tegundin getur verið runni undir erfiðum kringumstæðum en tré við betri skilyrði.

Birki (Betula pubescens) er algengasta skógartréð á Íslandi og ein þriggja trjátegunda sem fundust á Íslandi við landnám, miðað við ákveðnar skilgreiningar.

Einir (Juniperus communis) er eina barrtréð sem vex villt á Íslandi. Einir er næstum alltaf lágvaxinn runni en getur við vissar aðstæður hækkað í loftinu og mætti þá kallast tré samkvæmt einhverjum skilgreiningum.
- Mynd af birki: Fyrstu skref til eflingar skógræktar og landgræðslu | Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. (Sótt 28. 9. 2015)
- Mynd af eini: Juniperus communis 001.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 28. 9. 2015).