Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?

JGÞ

Hreindýramosi (Cladonia rangiferina) er hvít runnaflétta, en svo nefnist einn af þremur hópum flétta. Hinir tveir hóparnir kallast blaðfléttur og hrúðurfléttur. Fjallagrös eru dæmi um blaðfléttu, enda hafa þau blöð og hrúðurfléttur sjást oft á klettum og trjáberki þar sem þær mynda hrúður. Runnaflétturnar eru greinóttar og vaxa aðeins upp frá undirlaginu, svona líkt og runnar.


Hreindýramosi er hvít runnaflétta.

Hreindýramosinn dregur nafn sitt af því að vera í nokkru uppáhaldi hjá hreindýrum. Fléttur eru ríkar af kolvetnum en innihalda lítið af prótínum.

Fléttur eru sambýli svepps og þörunga. Samkvæmt skilningi líffræðinnar tilheyra þær svepparíkinu en það sérstaka við þær er sambýlið við þörungana sem gerir þær frumbjarga og þess vegna ólíka öðrum sveppum.

Sumar fléttur mynda sérstök efnasambönd sem kallast fléttusýrur. Menn hafa hagnýtt sér nokkrar þeirra, til dæmis til litunar og til lækninga. Hreindýramosinn seytir fléttusýru sem hindrar vöxt plantna sem vaxa í nágrenni við hann. Þannig fær hann forskot í samkeppni við aðrar plöntur um pláss og sólarljós.

Orðið flétta var fyrst notað í íslensku yfir sveppi sem mynda sambýli við þörunga árið 1906. Fram að þeim tíma hafði almenningur ekki gert greinarmun á fléttum og mosum. Flétturnar voru þess vegna yfirleitt kallaðir mosar. Þess vegna nefnist runnafléttan Cladonia rangiferina hreindýramosi á íslensku.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um hreindýramosa og fléttur í svörum við spurningunum Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur? og Hvað getið þið sagt mér um fléttur? Þetta svar byggir á fyrrnefndum svörum.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.9.2009

Spyrjandi

Sigurður Einar Jónsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?“ Vísindavefurinn, 10. september 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53561.

JGÞ. (2009, 10. september). Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53561

JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53561>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?
Hreindýramosi (Cladonia rangiferina) er hvít runnaflétta, en svo nefnist einn af þremur hópum flétta. Hinir tveir hóparnir kallast blaðfléttur og hrúðurfléttur. Fjallagrös eru dæmi um blaðfléttu, enda hafa þau blöð og hrúðurfléttur sjást oft á klettum og trjáberki þar sem þær mynda hrúður. Runnaflétturnar eru greinóttar og vaxa aðeins upp frá undirlaginu, svona líkt og runnar.


Hreindýramosi er hvít runnaflétta.

Hreindýramosinn dregur nafn sitt af því að vera í nokkru uppáhaldi hjá hreindýrum. Fléttur eru ríkar af kolvetnum en innihalda lítið af prótínum.

Fléttur eru sambýli svepps og þörunga. Samkvæmt skilningi líffræðinnar tilheyra þær svepparíkinu en það sérstaka við þær er sambýlið við þörungana sem gerir þær frumbjarga og þess vegna ólíka öðrum sveppum.

Sumar fléttur mynda sérstök efnasambönd sem kallast fléttusýrur. Menn hafa hagnýtt sér nokkrar þeirra, til dæmis til litunar og til lækninga. Hreindýramosinn seytir fléttusýru sem hindrar vöxt plantna sem vaxa í nágrenni við hann. Þannig fær hann forskot í samkeppni við aðrar plöntur um pláss og sólarljós.

Orðið flétta var fyrst notað í íslensku yfir sveppi sem mynda sambýli við þörunga árið 1906. Fram að þeim tíma hafði almenningur ekki gert greinarmun á fléttum og mosum. Flétturnar voru þess vegna yfirleitt kallaðir mosar. Þess vegna nefnist runnafléttan Cladonia rangiferina hreindýramosi á íslensku.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um hreindýramosa og fléttur í svörum við spurningunum Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur? og Hvað getið þið sagt mér um fléttur? Þetta svar byggir á fyrrnefndum svörum.

Mynd:...