Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?

Jón Már Halldórsson

Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum slóðum í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Að vor- og sumarlagi halda þeir sig gjarnan í nágrenni við vötn en færa sig í þéttara skóglendi á veturna.



Elgir bíta oft vatnaplöntur í grunnum vötnum.

Elgir hafa ríka aðlögunarhæfni og fæðuval þeirra er mjög breytilegt frá einu svæði til annars og einnig frá einum árstíma til annars. Yfir vetrartímann nærast þeir á ýmsum tegundum grasa og stara sem þeir krafsa upp úr snjónum auk runnagróðurs. Þegar vora tekur nærast elgir á fersku grasi og safaríkum stilkum en á sumrin éta þeir tegundir eins og túnfífla, geraníu (blágresi), stjörnufífla og ýmsar tegundir smára. Á haustin þegar blómplöntur eru ekki lengur í boði snúa þeir sér að ávöxtum og grasi sem er langmikilvægasta fæða þeirra á þessum árstíma.

Í þéttu skóglendi í Norður-Ameríku sækjast elgir eftir ýmsum víðitegundum, ceanothus, fjallahlyn í hálendi Montana og á sumrin eru þeir sólgnir í lauf, sprota og ber ameríska kirsuberjatrésins. Á veturna naga þeir stundum trjábörk, sérstaklega þegar jarðbönn eru.

Í Kopardalnum í Alaska hafa vistfræðingar rannsakað fæðuval Alaskaelgsins (A. Alces gigas) sem er stærstur allra núlifandi deilitegunda elgsins. Mælt var hlutfall mismunandi jurtategunda í innihaldi maga veiddra dýra og jafnframt skoðað hvort það væri breytilegt eftir árstíðum. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Íslenskt/enskt heitilatneskt heitiveturvorsumar
Runnar og tré
VíðirSalix spp80%61%93%
SitkaelriAlnus sinuata3%3%2%
MjaðarlyngMyrica gale7%10%1%
SvartöspPopulus trichocarpa1%1%<1%
Vatnaplöntur
HrossanálarEquisetum spp<1%9%<1%
ReiðingsgrasMenyanthes trifoliata1%4%1%
EngjarósPotentilla palustris2%10%1%
Graminoids
ReedgrassCalamagrostis spp1%1%1%
StörCarex spp1%1%<1%

Samkvæmt þessum niðurstöðum eru víðitegundir af ættkvíslinni Salix spp langalgengasta fæða Alsaka elgsins árið um kring en vatnaplöntur ásamt mjaðarlyngi eru einnig mikilvæg fæða á vorin.

Að lokum má geta þess fyrir þá sem vilja leita frekari upplýsinga um elgi, til dæmis á vefnum eða í erlendum bókum, að í Norður-Ameríku eru hefð fyrir því að kalla elginn moose en í Evrópu gengur hann undir heitinu elk. Um er að ræða nákvæmlega sömu tegund.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.4.2004

Spyrjandi

Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4163.

Jón Már Halldórsson. (2004, 23. apríl). Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4163

Jón Már Halldórsson. „Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4163>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?
Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum slóðum í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Að vor- og sumarlagi halda þeir sig gjarnan í nágrenni við vötn en færa sig í þéttara skóglendi á veturna.



Elgir bíta oft vatnaplöntur í grunnum vötnum.

Elgir hafa ríka aðlögunarhæfni og fæðuval þeirra er mjög breytilegt frá einu svæði til annars og einnig frá einum árstíma til annars. Yfir vetrartímann nærast þeir á ýmsum tegundum grasa og stara sem þeir krafsa upp úr snjónum auk runnagróðurs. Þegar vora tekur nærast elgir á fersku grasi og safaríkum stilkum en á sumrin éta þeir tegundir eins og túnfífla, geraníu (blágresi), stjörnufífla og ýmsar tegundir smára. Á haustin þegar blómplöntur eru ekki lengur í boði snúa þeir sér að ávöxtum og grasi sem er langmikilvægasta fæða þeirra á þessum árstíma.

Í þéttu skóglendi í Norður-Ameríku sækjast elgir eftir ýmsum víðitegundum, ceanothus, fjallahlyn í hálendi Montana og á sumrin eru þeir sólgnir í lauf, sprota og ber ameríska kirsuberjatrésins. Á veturna naga þeir stundum trjábörk, sérstaklega þegar jarðbönn eru.

Í Kopardalnum í Alaska hafa vistfræðingar rannsakað fæðuval Alaskaelgsins (A. Alces gigas) sem er stærstur allra núlifandi deilitegunda elgsins. Mælt var hlutfall mismunandi jurtategunda í innihaldi maga veiddra dýra og jafnframt skoðað hvort það væri breytilegt eftir árstíðum. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Íslenskt/enskt heitilatneskt heitiveturvorsumar
Runnar og tré
VíðirSalix spp80%61%93%
SitkaelriAlnus sinuata3%3%2%
MjaðarlyngMyrica gale7%10%1%
SvartöspPopulus trichocarpa1%1%<1%
Vatnaplöntur
HrossanálarEquisetum spp<1%9%<1%
ReiðingsgrasMenyanthes trifoliata1%4%1%
EngjarósPotentilla palustris2%10%1%
Graminoids
ReedgrassCalamagrostis spp1%1%1%
StörCarex spp1%1%<1%

Samkvæmt þessum niðurstöðum eru víðitegundir af ættkvíslinni Salix spp langalgengasta fæða Alsaka elgsins árið um kring en vatnaplöntur ásamt mjaðarlyngi eru einnig mikilvæg fæða á vorin.

Að lokum má geta þess fyrir þá sem vilja leita frekari upplýsinga um elgi, til dæmis á vefnum eða í erlendum bókum, að í Norður-Ameríku eru hefð fyrir því að kalla elginn moose en í Evrópu gengur hann undir heitinu elk. Um er að ræða nákvæmlega sömu tegund.

Heimildir og mynd:

...