Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?

JMH

Algengt er að flokka blómplöntur eftir því hvort þær eru einærar, tvíærar eða fjölærar.



Ýmsar nytjaplöntur eins og hveiti eru einærar.

Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar garðplöntur svo sem stjúpur og morgunfrúr. Einnig er haugarfinn, sem er ekki eins vinsæll í görðum, einær planta auk nytjajurta eins og hveiti, bygg og hafrar.

Tvíærar plöntur eru, eins og nafnið gefur til kynna, plöntur sem þurfa tvö ár til að ljúka lífsferli sínum. Á fyrra árinu vex plantan upp og stöngull og blöð myndast. Á seinni árinu myndar plantan blómið og fræ. Dæmi um tvíærar plöntur eru gulrætur, rófur og kúmen.

Fjölærar plöntur eru þær sem blómgast ár eftir ár. Venjan er að skipta þessum hópi í tvennt: jurtkennda fjölæringa og trjákennda fjölæringa.



Þetta eikartré er dæmi um trjákenndan fjölæring

Jurtkenndir fjölæringar mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins vegar af veturinn og af henni vex plantan að nýju að vori. Til trjákenndra fjölæringa teljast runnar og tré sem hafa trékenndan. Trékenndur stöngullinn lifir veturinn af og ber blóm og fræ á hverju ári.

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.12.2006

Spyrjandi

Ingimar Ingimarsson

Tilvísun

JMH. „Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6441.

JMH. (2006, 19. desember). Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6441

JMH. „Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6441>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?
Algengt er að flokka blómplöntur eftir því hvort þær eru einærar, tvíærar eða fjölærar.



Ýmsar nytjaplöntur eins og hveiti eru einærar.

Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar garðplöntur svo sem stjúpur og morgunfrúr. Einnig er haugarfinn, sem er ekki eins vinsæll í görðum, einær planta auk nytjajurta eins og hveiti, bygg og hafrar.

Tvíærar plöntur eru, eins og nafnið gefur til kynna, plöntur sem þurfa tvö ár til að ljúka lífsferli sínum. Á fyrra árinu vex plantan upp og stöngull og blöð myndast. Á seinni árinu myndar plantan blómið og fræ. Dæmi um tvíærar plöntur eru gulrætur, rófur og kúmen.

Fjölærar plöntur eru þær sem blómgast ár eftir ár. Venjan er að skipta þessum hópi í tvennt: jurtkennda fjölæringa og trjákennda fjölæringa.



Þetta eikartré er dæmi um trjákenndan fjölæring

Jurtkenndir fjölæringar mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins vegar af veturinn og af henni vex plantan að nýju að vori. Til trjákenndra fjölæringa teljast runnar og tré sem hafa trékenndan. Trékenndur stöngullinn lifir veturinn af og ber blóm og fræ á hverju ári.

Myndir: Wikimedia Commons...