Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?

Arnar Árnason

Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á villimennsku frumbyggja Afríku, Ameríku, Asíu og Ástralíu, og þannig réttlæta hernað Vesturveldanna gegn þeim og rán á landi þeirra. Arens heldur því fram að mannát hafi aldrei tíðkast. Sögur þess efnis eru ofsögur segir hann, runnar undan pólitískum rifjum stórvelda í þeim tilgangi að réttlæta útþenslu sína.

Mannfræðingar eru almennt sammála meginatriðinu í kenningu Arens. Flestir halda þeir því þó fram að Arens hafi gengið skrefi of langt, og þó siðurinn sé nú sennilega að öllu aflagður, þá hafi mannát tíðkast víða um heim, sums staðar langt fram á síðustu öld. Þá hafi margir ættbálkar látið af því sem „siðmenntað“ fólk kallar villimennsku, fyrir áhrif miðstýrðs ríkisvalds. Þessa niðurstöðu sína byggja mannfræðingar meðal annars á viðtölum við eldra fólk sem tók þátt í mannáti sem unglingar.

Mannfræðingar gera gjarnan greinarmun á þeim athöfnum að borða þá sem teljast ekki til hópsins (e. exocannibalism), og að borða þá sem teljast til hópsins (e. endocannibalism). Mannfræðingar gera einnig skyldan greinarmun á stríðsmannáti (e. warfare cannibalism) og útfara- eða sorgarmannáti (e. funeral cannibalism). Stríðsmannát felst í því að éta fallna stríðsmenn úr hópi óvina, útfaramannát í því að éta látna ættingja eða tengdafólk.




En nákvæmlega hvað er mannát? Frá því var sagt fyrir nokkrum árum að það væri vinsælt meðal millistéttarkvenna í London að borða fylgjuna sem hafði fylgt þeirra eigin börnum í heiminn. Margt fólk á líf sitt að þakka blóðgjöf annarra. Út um allan heim gefa mæður börnum brjóst. Á 17. öld notaði fólk um alla Evrópu lyf sem gerð voru úr blóði og öðrum líkamshlutum. Þau voru unnin úr líkum afbrotamanna sem teknir höfðu verið af lífi. Eru þetta dæmi um mannát?

Spyrja má hvort sögur af mannáti gangi ekki út frá því kerfi sem notað er á Vesturlöndum til þess að flokka þær verur sem byggja þennan heim. Á Vesturlöndum tölum við um mannkyn og lítum á það sem eina dýrategund. Það er ekki algilt flokkunarkerfi og það sem í okkar augum kanna að sýnast vera ein manneskja að éta kjöt af annarri, kann að vera eitthvað allt annað í augum þess sem „nýtur“ matarins.

En hvers vegna át fólk mannakjöt? Marvin Harris, sem var á sinni tíð helsti talsmaður efnislegra skynsemiskenninga í mannfræði, hélt því fram að ástæðan væri einfaldlega sú að mannakjöt væri uppspretta eggjahvítu. Sú skýring á sér ekki marga fylgismenn, flestir mannfræðingar telja að um mannakjöt gildi hið sama og um annan mat: Að það sé sé hluti af merkingarkerfi og neyslu þess verði að skoða út frá því. Í samræmi við þetta hafa verið settar fram kenningar um að með mannáti reyni neytendur að innbyrða lífsanda og ýmsa eftirsóknarverða eiginleika hins látna. Aðrir hafa fært fram sálfræðilegri skýringar og halda því fram að með mannáti fái fólk útrás fyrir árásarhneigð eða þörf sína að halda í eitthvað af hinum látna. Rétt er þó að hafa í huga að mannát hefur ólíka merkingu fyrir ólíkt fólk á ólíkum stöðum og ólíkum tímum. Kannski er ekki einu sinni rétt að tala um eitt og sama athæfið.

Mannfræðingurinn Beth Conklin hefur gert ítarlega grein fyrir mannáti meðal Wari’-fólksins í bók sinni Consuming grief: compassionate cannibalism in an Amazonian society. Þar segir að mannát meðal Wari’ eigi sér rætur í hugmyndum þeirra um það hvernig minningar hafi áhrif á sorgina. Útfararsiðir Wari’-fólksins snúast um það að eyða hlutum sem minna á hinn látna, enda vekja minningar sorg og geta þess utan laðað að sér afturgöngu hins látna. Það sem helst vekur minningar um hinn látna meðal Wari’-fólksins er líkami hans. Líkami hins látna er étinn til að andi hans geti tekið sér bólfestu í pekkarísvíni (e. peccary), sem er mikilvæg uppspretta kjöts fyrir Wari’-fólkið. Hinn látni, endurborinn sem pekkarísvín, leitar að veiðimönnum úr sinni eigin fjölskyldu og gætir þess að þeir veiði hann, svo hann færi þannig fólkinu sem hann elskar kjöt.

Fátt vekur fólki á Vesturlöndum meiri óhug en sögur af mannáti. Mannfræðingar líta á það sem skyldu sína að útskýra siði sem okkur kunna að þykja óskynsamlegir og ógeðfelldir, og hafa kannski þess vegna gengið of langt í því að neita sögum um mannát. Conklin heldur því fram að með því hafi mannfræðingar í raun tekið undir fordóma Vesturlandabúa. Við ættum kannski að vera opin fyrir þeim möguleika að mannát sé gott, á meðan fólk er beinlínis ekki drepið til að borða það: Wari’-fólkið stundaði mannát af ást.

Myndir:

Höfundur

mannfræðingur

Útgáfudagur

25.2.2003

Spyrjandi

Hrefna Ólafsdóttir, f. 1990
Almar Daði Kristjánsson, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Arnar Árnason. „Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3170.

Arnar Árnason. (2003, 25. febrúar). Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3170

Arnar Árnason. „Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3170>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?
Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á villimennsku frumbyggja Afríku, Ameríku, Asíu og Ástralíu, og þannig réttlæta hernað Vesturveldanna gegn þeim og rán á landi þeirra. Arens heldur því fram að mannát hafi aldrei tíðkast. Sögur þess efnis eru ofsögur segir hann, runnar undan pólitískum rifjum stórvelda í þeim tilgangi að réttlæta útþenslu sína.

Mannfræðingar eru almennt sammála meginatriðinu í kenningu Arens. Flestir halda þeir því þó fram að Arens hafi gengið skrefi of langt, og þó siðurinn sé nú sennilega að öllu aflagður, þá hafi mannát tíðkast víða um heim, sums staðar langt fram á síðustu öld. Þá hafi margir ættbálkar látið af því sem „siðmenntað“ fólk kallar villimennsku, fyrir áhrif miðstýrðs ríkisvalds. Þessa niðurstöðu sína byggja mannfræðingar meðal annars á viðtölum við eldra fólk sem tók þátt í mannáti sem unglingar.

Mannfræðingar gera gjarnan greinarmun á þeim athöfnum að borða þá sem teljast ekki til hópsins (e. exocannibalism), og að borða þá sem teljast til hópsins (e. endocannibalism). Mannfræðingar gera einnig skyldan greinarmun á stríðsmannáti (e. warfare cannibalism) og útfara- eða sorgarmannáti (e. funeral cannibalism). Stríðsmannát felst í því að éta fallna stríðsmenn úr hópi óvina, útfaramannát í því að éta látna ættingja eða tengdafólk.




En nákvæmlega hvað er mannát? Frá því var sagt fyrir nokkrum árum að það væri vinsælt meðal millistéttarkvenna í London að borða fylgjuna sem hafði fylgt þeirra eigin börnum í heiminn. Margt fólk á líf sitt að þakka blóðgjöf annarra. Út um allan heim gefa mæður börnum brjóst. Á 17. öld notaði fólk um alla Evrópu lyf sem gerð voru úr blóði og öðrum líkamshlutum. Þau voru unnin úr líkum afbrotamanna sem teknir höfðu verið af lífi. Eru þetta dæmi um mannát?

Spyrja má hvort sögur af mannáti gangi ekki út frá því kerfi sem notað er á Vesturlöndum til þess að flokka þær verur sem byggja þennan heim. Á Vesturlöndum tölum við um mannkyn og lítum á það sem eina dýrategund. Það er ekki algilt flokkunarkerfi og það sem í okkar augum kanna að sýnast vera ein manneskja að éta kjöt af annarri, kann að vera eitthvað allt annað í augum þess sem „nýtur“ matarins.

En hvers vegna át fólk mannakjöt? Marvin Harris, sem var á sinni tíð helsti talsmaður efnislegra skynsemiskenninga í mannfræði, hélt því fram að ástæðan væri einfaldlega sú að mannakjöt væri uppspretta eggjahvítu. Sú skýring á sér ekki marga fylgismenn, flestir mannfræðingar telja að um mannakjöt gildi hið sama og um annan mat: Að það sé sé hluti af merkingarkerfi og neyslu þess verði að skoða út frá því. Í samræmi við þetta hafa verið settar fram kenningar um að með mannáti reyni neytendur að innbyrða lífsanda og ýmsa eftirsóknarverða eiginleika hins látna. Aðrir hafa fært fram sálfræðilegri skýringar og halda því fram að með mannáti fái fólk útrás fyrir árásarhneigð eða þörf sína að halda í eitthvað af hinum látna. Rétt er þó að hafa í huga að mannát hefur ólíka merkingu fyrir ólíkt fólk á ólíkum stöðum og ólíkum tímum. Kannski er ekki einu sinni rétt að tala um eitt og sama athæfið.

Mannfræðingurinn Beth Conklin hefur gert ítarlega grein fyrir mannáti meðal Wari’-fólksins í bók sinni Consuming grief: compassionate cannibalism in an Amazonian society. Þar segir að mannát meðal Wari’ eigi sér rætur í hugmyndum þeirra um það hvernig minningar hafi áhrif á sorgina. Útfararsiðir Wari’-fólksins snúast um það að eyða hlutum sem minna á hinn látna, enda vekja minningar sorg og geta þess utan laðað að sér afturgöngu hins látna. Það sem helst vekur minningar um hinn látna meðal Wari’-fólksins er líkami hans. Líkami hins látna er étinn til að andi hans geti tekið sér bólfestu í pekkarísvíni (e. peccary), sem er mikilvæg uppspretta kjöts fyrir Wari’-fólkið. Hinn látni, endurborinn sem pekkarísvín, leitar að veiðimönnum úr sinni eigin fjölskyldu og gætir þess að þeir veiði hann, svo hann færi þannig fólkinu sem hann elskar kjöt.

Fátt vekur fólki á Vesturlöndum meiri óhug en sögur af mannáti. Mannfræðingar líta á það sem skyldu sína að útskýra siði sem okkur kunna að þykja óskynsamlegir og ógeðfelldir, og hafa kannski þess vegna gengið of langt í því að neita sögum um mannát. Conklin heldur því fram að með því hafi mannfræðingar í raun tekið undir fordóma Vesturlandabúa. Við ættum kannski að vera opin fyrir þeim möguleika að mannát sé gott, á meðan fólk er beinlínis ekki drepið til að borða það: Wari’-fólkið stundaði mannát af ást.

Myndir:...