Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 79 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig segir maður "maður" á grænlensku?

Þessari spurningu er varla hægt að svara henni nema með einu orði. Manneskja, maður, kallast á grænlensku inuk að því er segir í orðabók Schultz-Lorentzens, Den Grönlandske ordbog frá 1926, ljósprentun 1958. Þar segir: inuk, Menneske (maður, manneskja); inuit nunat, Grönland (Grænland); inua, dets Beboer eller Eje...

category-iconLögfræði

Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?

Kaup á bíómiða er hluti af samningi sem kaupandi og seljandi miðans gera. Kaupandinn er í þessu tilviki kvikmyndahúsagesturinn og seljandi er kvikmyndahúsið. Samningurinn getur kveðið á um að athafnafrelsi kaupandans sæti ákveðnum takmörkunum. Þannig getur eigandi skemmtistaðar til dæmis sett reglur um klæðabur...

category-iconHagfræði

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?

Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig hljóðar lengsta orð í heimi á íslensku?

Lengi gekk orðið vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr milli manna sem lengsta orð íslenskrar tungu. Spurt hefur verið hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð tungunnar og Guðrún Kvaran hefur svarað því til hér að ekki sé hægt að fullyrða um slíkt. Lengi gekk orði...

category-iconLögfræði

Þarf sambúðarfólk að gera sameiginlega skattaskýrslu þó að annar aðilinn sé skráður fyrir öllum eignum?

Öllum þeim sem búsettir eru hér á landi er skylt að skila inn skattframtali, samanber 1. tölulið 1. málsgrein 1. greinar laga númer 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum. Engu breytir hve miklar eignir menn eiga eða hvort þeir eiga eignir á annað borð. Sambúðarfólki er skylt að skila sameiginl...

category-iconLögfræði

Ef aðili leigir húsnæði og er með þinglýstan húsaleigusamning, getur nýr eigandi húsnæðis hækkað leiguna óforvarandis?

Stutt svar við þessari spurningu er einfaldlega nei! Lengra svarið er þetta: Á Íslandi eru í gildi húsaleigulög nr. 36/1994 (hll.) og um framsal leiguréttar við sölu leiguhúsnæðis er kveðið á í 42. gr. þeirra laga, en 1.-4. mgr. 42. gr. hljóðar svo:Sala leiguhúsnæðis er ekki háð samþykki leigjanda. Leigusala er...

category-iconLögfræði

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...

category-iconLögfræði

Get ég höfðað mál gegn sjálfum mér?

Svarið við spurningunni er bæði já og nei. Þú getur að sjálfsögðu stefnt sjálfum þér en reglur einkamálaréttarfars um aðild að dómsmáli og sakarefni valda því að málinu yrði vísað frá og væri þar af leiðandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Um þetta efni gilda lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála (aðallega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?

Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er bakfjöl?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er bakfjöl í bát, eru til önnur orð yfir það? Þakka fyrir Með bakfjöl er átt við fjöl sem styður við bakið. Hún getur verið af ýmsu tagi til dæmis stólbak eða bak í bekk, það er fjöl til að halla bakinu að. Í Íslenskri orðabók (2002:84) er að auki nefnt að fjölin á ba...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða hefti er í orðinu heftiplástur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Af hverju heitir heftiplástur heftiplástur? Við hvaða hefti er átt? Orðið heftiplástur ‘plástur til að líma umbúðir á sár’ er líklega fengið að láni úr dönsku hæfteplaster seint á 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1881 en á timarit.is frá 1901. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?

Færeysk orð í íslensku munu býsna fá. Fyrirspurnir til fræðimanna hér á landi voru allar neikvæðar. Menn höfðu ekki heyrt um eða rekist á slík orð. Ég hafði þá samband við færeyskan málfræðing á Fróðskaparsetri og minnti hann mig á sögu sem Jóhan Hendrik Winther Poulsen prófessor sagði stundum, og í minni áheyrn, ...

category-iconLögfræði

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er Goðaland í nágrenni Fimmvörðuháls?

Goðaland er svæðið þegar komið er að norðanverðu niður af Fimmvörðuhálsi. Það afmarkast af Merkurtungum og Múlatungum í vestri og austri en af Krossá í norðri. Norðan Krossár heitir Þórsmörk en algengt er að það örnefni sé mishaft um Goðaland. Þórsmörk er eingöngu svæðið handan Krossár, tungan sem þar liggur milli...

category-iconLögfræði

Á sá fund sem finnur?

"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...

Fleiri niðurstöður