Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?

Árni Helgason

Kaup á bíómiða er hluti af samningi sem kaupandi og seljandi miðans gera. Kaupandinn er í þessu tilviki kvikmyndahúsagesturinn og seljandi er kvikmyndahúsið. Samningurinn getur kveðið á um að athafnafrelsi kaupandans sæti ákveðnum takmörkunum.

Þannig getur eigandi skemmtistaðar til dæmis sett reglur um klæðaburð gesta, eigandi veitingastaðar getur gert kröfur um að gestir neyti aðeins matar sem þar er til sölu og eigendur kvikmyndahúsa geta sett þau skilyrði að ekki sé komið með popp, gos eða nammi að heiman.


Kvikmyndahús mega gera þær kröfur að fólk komi ekki með popp og kók með sér að heiman.

Takmarkanir sem þessar eru réttlætanlegar þar sem þær taka til þátta sem rekstraraðilarnir sinna sjálfir. Á veitingastað kaupa gestir sér mat og því væri það óeðlilegt og skaðlegt fyrir eiganda staðarins ef gestir mættu koma með sinn eigin mat og borða inni á staðnum. Kvikmyndahúsin reka sjálf sjoppur með gos-, nammi- og poppsölu og líklegt er að salan þar minnkaði verulega ef leyfilegt væri að koma með nasl með sér.

Kvikmyndahúsaeigendur geta þó ekki sett þær takmarkanir sem þeim dettur í hug. Til dæmis gengi ekki að meina fólki af tilteknum litarhætti eða kynhneigð aðgang að kvikmyndahúsum, né heldur að banna fólki í ákveðnum klæðnaði að koma inn, svo sem öllum þeim sem eru með appelsínugula trefla, þar sem slík mismunun byggir ekki á málefnalegum grundvelli.

Ef fólk vill ekki ganga að skilyrðum veitinga- og kvikmyndahúsa hefur það að sjálfsögðu val um að gera ekki samning við þessa aðila. Ef einhver getur til að mynda ekki hugsað sér að horfa á bíómynd öðruvísi en að hafa sitt eigið popp til að maula með getur hann allt eins beðið eftir að hún komi út á myndbandi. Þannig getur hann horft á myndina heima hjá sér með öllu því meðlæti sem honum sýnist.

Mynd: Trinity Theatre.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

11.10.2005

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Árni Helgason. „Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?“ Vísindavefurinn, 11. október 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5320.

Árni Helgason. (2005, 11. október). Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5320

Árni Helgason. „Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5320>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?
Kaup á bíómiða er hluti af samningi sem kaupandi og seljandi miðans gera. Kaupandinn er í þessu tilviki kvikmyndahúsagesturinn og seljandi er kvikmyndahúsið. Samningurinn getur kveðið á um að athafnafrelsi kaupandans sæti ákveðnum takmörkunum.

Þannig getur eigandi skemmtistaðar til dæmis sett reglur um klæðaburð gesta, eigandi veitingastaðar getur gert kröfur um að gestir neyti aðeins matar sem þar er til sölu og eigendur kvikmyndahúsa geta sett þau skilyrði að ekki sé komið með popp, gos eða nammi að heiman.


Kvikmyndahús mega gera þær kröfur að fólk komi ekki með popp og kók með sér að heiman.

Takmarkanir sem þessar eru réttlætanlegar þar sem þær taka til þátta sem rekstraraðilarnir sinna sjálfir. Á veitingastað kaupa gestir sér mat og því væri það óeðlilegt og skaðlegt fyrir eiganda staðarins ef gestir mættu koma með sinn eigin mat og borða inni á staðnum. Kvikmyndahúsin reka sjálf sjoppur með gos-, nammi- og poppsölu og líklegt er að salan þar minnkaði verulega ef leyfilegt væri að koma með nasl með sér.

Kvikmyndahúsaeigendur geta þó ekki sett þær takmarkanir sem þeim dettur í hug. Til dæmis gengi ekki að meina fólki af tilteknum litarhætti eða kynhneigð aðgang að kvikmyndahúsum, né heldur að banna fólki í ákveðnum klæðnaði að koma inn, svo sem öllum þeim sem eru með appelsínugula trefla, þar sem slík mismunun byggir ekki á málefnalegum grundvelli.

Ef fólk vill ekki ganga að skilyrðum veitinga- og kvikmyndahúsa hefur það að sjálfsögðu val um að gera ekki samning við þessa aðila. Ef einhver getur til að mynda ekki hugsað sér að horfa á bíómynd öðruvísi en að hafa sitt eigið popp til að maula með getur hann allt eins beðið eftir að hún komi út á myndbandi. Þannig getur hann horft á myndina heima hjá sér með öllu því meðlæti sem honum sýnist.

Mynd: Trinity Theatre....