Ef maður kastar eign sinni á fundna muni eða muni, sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.


Ekki er hægt að slá eign sinni á andrúmsloftið, geiminn eða hafið, því samkvæmt reglu sem nefnist Res communes eiga menn að hafa óheft afnot af þessum verðmætum. Þau geta því ekki verið háð eignarrétti. Menn geta aðeins eignast afmarkaðan hluta þessara verðmæta, til dæmis andrúmsloft í loftþéttum umbúðum eða rannsóknarsýni úr hafinu. Reki í fjöru, til dæmis hvalur eða rekaviður, er eign þess landeiganda sem á þar land að sjó. Eins og fyrr segir þá er sjórinn í almannaeign en landeigandi á þó þann sjó og það sem í honum er sem nær 60 faðma (115 metrar er líka notað sem viðmið) út frá lægsta fjöruborði fjöru eða út frá eyju sem liggur á landareign hans. Þetta svæði nefnist í lögfræði netlög. Þó er til hugtak sem nefnist vogrek en það er mannlaust skip eða merktur skipshluti sem rekur á fjöru landeiganda og ætla má að séu eignarétti háðir. Landeiganda ber þá að varðveita skipið eða skipshlutana og tilkynna lögreglustjóra sem þá sendir út auglýsingu um vogrekið. Ef réttur eigandi gefur sig ekki fram innan ákveðins frests rennur skipið í ríkissjóð eða til landeiganda en það fer eftir verðmæti þess. "Sá á fund sem finnur" gildir því ekki alltaf heldur verður að hlíta lögum og reglum sem gilda um hluti sem finnast. Höfundur þakkar Þorsteini Magnússyni, lögfræðinema við HÍ, fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Tengt efni:
- Hvenær er maður sekur? eftir Halldór Gunnar Haraldsson.
- Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi? eftir Árna Helgason.
- Gaukur Jörundsson. 1982-1983. Eignarréttur II (fjölrit), bls. 139. Reykjavík.
- Þorgeir Örlygsson. 1998. Kaflar úr eignarrétti I (handrit), bls. 43. Reykjavík.
- Björn Þ. Guðmundsson. 1989. Lögbókin þín - Lögfræðihandbók fyrir almenning jafnt lærða sem leikna. Rekalög; Res communes; Res derelictae; Res pereditae, bls. 344. Vogrek, bls. 306. Reykjavík.
- 246. gr. almennra hegningalaga 19/1940.
- Scale of justice. Wikimmedia Commons. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
- Mynd af rekaviði: Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir.