Hvað er bakfjöl í bát, eru til önnur orð yfir það? Þakka fyrirMeð bakfjöl er átt við fjöl sem styður við bakið. Hún getur verið af ýmsu tagi til dæmis stólbak eða bak í bekk, það er fjöl til að halla bakinu að. Í Íslenskri orðabók (2002:84) er að auki nefnt að fjölin á bak við körfuna í körfubolta kallist bakfjöl. Engin dæmi í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans nefna bakfjöl í bát, einungis á stólum eða bekkjum. Ég leitaði í ritinu Íslenzkir sjávarhættir I-V eftir Lúðvík Kristjánsson og fann ekkert um bakfjöl í bát. Orðið er ekki fletta í Íslenskri samheitaorðabók frá 2012. Ef til vill geta einhverjir bætt við þetta svar sem þekkja bakfjöl í bát. Mynd:
- Pexels. Eigandi myndarinnar er Antonio Filigno. (Sótt 15.8.2019).