Upphaflegi leikurinn gerði ráð fyrir 9 manns í liði, enda kenndi Naismith 18 manna bekkjum. Leikurinn varð fljótt vinsæll í Bandaríkjunum og árið 1896 var fyrsti háskólaleikurinn haldinn í Iowa háskóla. Árið 1936 er körfubolti orðinn ólympíuíþrótt og vakti þá heimsathygli. Heimsmeistaratitill er fyrst veittur körlum árið 1950 og konum 1953. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver fann upp fótboltann? eftir Unnar Árnason
- Hvaðan er íshokkí upprunnið? eftir Ægi Eyþórsson og Unnar Árnason
- Hverjir fundu upp handboltann? eftir Unnar Árnason