Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Færeysk orð í íslensku munu býsna fá. Fyrirspurnir til fræðimanna hér á landi voru allar neikvæðar. Menn höfðu ekki heyrt um eða rekist á slík orð. Ég hafði þá samband við færeyskan málfræðing á Fróðskaparsetri og minnti hann mig á sögu sem Jóhan Hendrik Winther Poulsen prófessor sagði stundum, og í minni áheyrn, um orðið geisladiskur. Kvaðst hann hafa búið þetta orð til og meðal annars sagt íslenskum málfræðingi frá því. Það hefði sá kynnt á Íslandi og orðið slegið í gegn en Færeyingar höfnuðu því og völdu frekar fløga sem er alls ráðandi í dag.

Orðið skerpukjöt einnig kallað skerpikjöt. Það kemur beint frá Færeyjum um vindþurrkað kjöt.

Annað orð benti Færeyingurinn mér á en það er skerpukjöt einnig kallað skerpikjöt. Það kemur beint frá Færeyjum um vindþurrkað kjöt.

Önnur orð hefur mér ekki tekist að finna en fróðlegt væri að fá fleiri dæmi ef menn þekkja.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.8.2019

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2019, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77315.

Guðrún Kvaran. (2019, 26. ágúst). Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77315

Guðrún Kvaran. „Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2019. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77315>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?
Færeysk orð í íslensku munu býsna fá. Fyrirspurnir til fræðimanna hér á landi voru allar neikvæðar. Menn höfðu ekki heyrt um eða rekist á slík orð. Ég hafði þá samband við færeyskan málfræðing á Fróðskaparsetri og minnti hann mig á sögu sem Jóhan Hendrik Winther Poulsen prófessor sagði stundum, og í minni áheyrn, um orðið geisladiskur. Kvaðst hann hafa búið þetta orð til og meðal annars sagt íslenskum málfræðingi frá því. Það hefði sá kynnt á Íslandi og orðið slegið í gegn en Færeyingar höfnuðu því og völdu frekar fløga sem er alls ráðandi í dag.

Orðið skerpukjöt einnig kallað skerpikjöt. Það kemur beint frá Færeyjum um vindþurrkað kjöt.

Annað orð benti Færeyingurinn mér á en það er skerpukjöt einnig kallað skerpikjöt. Það kemur beint frá Færeyjum um vindþurrkað kjöt.

Önnur orð hefur mér ekki tekist að finna en fróðlegt væri að fá fleiri dæmi ef menn þekkja.

Mynd:

...